Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Síða 4
Rætt við 'Árna Böðvarsson — fyrra viðtal Árni Böðvarsson. Ljósm. Tfcninn Bj. Bj. í Landshöfðingjahúsinu gamla við Skálholtsstíg hefur Árni Böðvarsson cand. mag. aðsetur við vinnu sína að Alfræðibók Menningarsjóðs. Einn daginn gengum. við þangað á fund hans, og í fyrstu lotu var spjallað um sitthvað, sem lýtur að íslenzku og öðrum tungumálum. — Hvert er sérsvið þitt á vettvangi íslenzkra fræða, Árni? — Það er málfræði. En annars var ekki ýkja mikil sérhæfing í námi 1 íslenzkum fræðum á háskólaárum mín um. Ég hef aðallega sinnt málsögu, og svo hef ég nokkuð gefið mig að hljóðfræði. — Er ekki hljóðfræði annars lítill sómi sýndur hér á landi? — Jú, það fer ekki á milli mála. Hljóðfræði þyrfti að kenna tiltölulega snemma á skólastiginu, því að þekk- ing á þessum fræðum kemur að mjög góðu haldi við allt tungumálanám. Nú læra nemendur framburð er- lendra tungumála með eftiröpun, en þekking á hljóðfræði — beitingu tal- færanna — er án efa vænlegust til árangurs í þessu efni. Og stuðningur er að kunnáltu í hljóðfræði fyrir alla þá, sem áhuga hafa á íslenzkum fram- burði. — Hvað er þá að segja um þró- un ísletnzlks framburðar? Liður að því að framburður allra verði steyptur í sama mót? — Þróunin stefnir óneitanlega í þá átt. Hv-framburðurinn, þar sem gerð- ur er greinarmunur á hv og kv, á mjög í vök að verjast. Hann er þ<j enn ríkjandi í uppsveitum Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum, Þá breiðist linmæli sífellt út. Hartjí- mælissvæðið nær nú aðeins yfir Eyja- fjarðarsýslu og Þingeyjarsýslur og nær eitthvað vestur í Skagafjörð og suður í Múlasýslur. Nú sjást merkj þess, að linmælið sé að taka á siá nýja mynd. T-hljóðið í sögninni aq láta er í sumra munni ekki aðeinS orðið d, heidur alveg að ð, önghljóði 724 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.