Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Síða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Síða 10
MINNING TVEGGJA MÁNUDAGA Leikrit í einum þætti, frumsýnt með Horft af brúnni árið 1955. Hefur aldrei verið sýnt hér á landi. Leikþatturinn gerist í söiudeild fyrirtækis í New York, sem verzl- ar með varahluti í bíla. Vinna starfsfólksins er í því fólgin að taka á móti pöntunum, finna það, sem æskt er eftir, pakka því inn og senda. Leikurinn hefst á heit- um mánudagsmorgni að sumarlagi. í söludeildinni er allt í föstum skorðum, lítil regla á hlutunum, og starfsfólkið, sem annars er mis- litur hópur, hefur flest unnið þarna árum saman, og hyer þekkir annan harla vel. Þarna er Bert, ungur piltur, sem er að vinna sér inn íyrir skólavist, Kenneth, Ijóð- elskur íri, Agnes, miðaldra kona, Patricia, ung stúlka, Tom Kelly, ölkær skrifstofumaður, öldungur- inn Gus, sem missir konu sína — og margir fleiri. í miðju kafi breytist lýsingin á leiksviðinu, og það er mánudags- morgunn um vetur. Tom Kelly er orðinn bindindi^maður, en Gus hefur lagzt í óreglu eftir lát konu sinnar og dáið. Kenneth hefur einnig hneigzt til drykkjar. Ann- ars er flest eins og var. Nú hefur Bert önglað saman dálitlu fé og er að hætta hjá fyrirtækinu. Hann vill kveðja þetta fólk, sem hann hefur starfað með svo lengi. En það verður ekki um neina eigin- lega kveðjustund að ræða, hvers- dagsleikinn ríkir óskoraður. vanans, að naumast er gefinn gaum- ur að brottför piltsins. Miller kveðst hafa reynt að fjalla um gildi vonar- innar í þessu verki, hvers vegna von- ir hljóta að vakna og um hetjudug þeirra, sem geta lifað án vonar. Mill- er segir, að meiri ást liggi að baki þessu verki en nokkru öðru, sem hann hefur ritað, og hann kvcðst hafa mest dálæti á þessum einþátt- ungi af öllum verkum sinum. Samt sem áður voru viðbrögð fólks á þann veg, að þátturinn var talinn gegnsýrður dapurleika og vonleysi. Þetta var Miller undrunarefni. Sann- leikurinn er sá, að í þessu verki rís piltur upp úr umhverfi sínu, þar sem tíminn er ekki til og vilja manna tak- mörk sett, og býr sig til þess að brjótast áfram. Miller telur, að fólk vilji blátt áfram ekki gera sér greín fyrir því, hve tómlegt líf margra er, jafnvel þótt vonar gæti í mynd þeirri, sem dregin er upp. í leikþætlinum er ekki fjallað um neins konar þrá- hyggju, heldur húsaleigu, sult og þör| á svolitlum skáldskap í lífinu. Ao þessu leyti er verkið gamaldags, og eitt er víst, að margir héldu þafj hafa verið skrifað löngu áður en þao var sýnt. Minning tveggja mánudaga og Horft af brúnni eiga sammerkt í því, að reynt er að sýna veruleikann fremur en túlka hann. Atvik öll o| skapgerð persónanna er dregin ein- földum dráttum, og athugasemdum er skotið inn, þegar minnst varir, Miller kveðst ekki hafa reynt að látg fólk gleyma því, að það væri statt í leikhúsi. En hann reyndi að láta mannlegan vanda koma fram ómeng- aðan leikrænum geðhrifum. Minning tveggja mánudaga segir sögu án sögu þráðar, því að fólk það, sem þar er fjallað um, á í rauninni engra kosta völ. Þá drepur Miller á það, að hann hafi gert breytingar á Horft af brúnni, eftir að leikritið var frumsýnt, og seinni útgáfunni hafi verið tekið langtum betur. Leikritið var frum- sýnt á Broadway og var þá einþáttung ur, og sviðsbúnaður var einfaldur í sniðum og í samræmi við þá ætlun Millers í leikritinu að halda allri til- finningasemi í skefjum. Miller sá leikritið nokkrum sinnum á Broadway, og þá tók hann að gera íér grein fyrir því, að ýmislegt í þessu verki bar ótvírætt svipmót með ævi hans sjálfs líkt og fyrri leik- rit hans. Því fann hann sig knúinn til þess að gera ýmsar breytingar á verkinu fyrir sýningu í Lundúnum. Hann sá nú, að hann hafði á engan hátt fengið þetta leikrit að gjöf, ef svo mætti segja, heldur hafði það mótazt af æviferli hans sjálfs. Breytingar þær, sem Miller gerði á leikritinu, voru ekki allar mikii- vægar, en þó höfðu þær úrslitaáhrif á verkið í heild. Mestu máli skipti breytt viðhorf gagnvart Eddie Car- bone, hetjunni í leiknum, og konun- um tveimur í lífi hans. í upphafi hafði Miller litið á Eddie sem sér- stakt fyrirbæri og haldið sig frá rétt- lætingum hans á eigin gerðum. Af því leiddi, að áhorfendur litu á Eddie sem hræðilega og allt að því ómann- lega veru. í seinni útgáfunni leitaðist Miller hins vegar við það að láta það koma skýrt fram, að þrátt íyrir allt er Eddie dæmi um mann, sem að lokum fórnar sjálfum sér iyrir skilning sinn, þótt rangur kunni að vera, á réttlæti og virðuleika. Endur- skoðunin gerir Eddie mannlegri, og áhrif konu hans og fósturdóttur á fer- il hans koma nú í ljós. Viðbrögð þeirra draga ýmist úr Eddie eða knýja hann áfram og marka ógæfu hans stefnu. Þannig varð leikurinn raunsærri og áhorfendur brugðust við honum á annan veg en áðúr. Róbert Arnfinnsson og Haraldur Biörnsson í Hlutverkum Eddies Carbon- es og Alfieries lögmanns i Horft af brúnni. 730 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.