Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Side 12
Gamlar fallbyssur á skansins í Þórshöfn. Virkið oq vopnanúnaðurinn átti að vera til varnar eyjunum, ef sjóræningja bærl
þar að. Fátt varð þó um varnir, er á reyndi.
Dagurinn byrjaði vel, þótt sólin
léti ekki sjá sig fyrr en um hádegi.
Þá gerði hlýindi. Ég dreif mig um
borð í e.s'. Heklu á sjötta tímanum,
því að nú ætlaði ég að heimsækja
frændur okkar í Færeyjum og eyða
þar nokkrum dögum af sumarieyfi
mínu.
Stundvíslega kl. sex e.h. laugav
daginn 11. júlí var lagt af stað úr
Reykjavíkurhöfn. Siglt var fyrir
Reykjanes og austur með landi í átt
til Vestmannaeyja. Um tvöleytið eft-
ir miðnætti var siglt fram hjá Strts-
ey, og var tilkomumikil sjón að sjá
eyna, bví að aðeins var brugðið birtu.
Uppi voru eldar á tveim stöðum og
glóandi hraunstraumar runnu niður
eyjuna í sjó fram.
Morguninn eftir, þegar ég vakn-
aði og fór upp á þilfar, sá ég, að
siglt var um útsæ, því að ekkert
sást annað en dimmblátt haf og létt-
skýjaður himinn. Annars var sólar-
laust allan daginn, en blæjalogn og
sjór svo sléttur, að skipið haggaðist
ekki, og svo var alla leiðina, þar til
komið var í sundin við Færeyjar,
mánudaginn 13. júll. Ég fór á fætur
klukkan hálffjögur um nóttina til að
njóta landsýnarinnar. Fyrst sáust
Mykines og Vágar (Vogey), þá Gás-
hólimur og Tindhólmur. Síðan var
siglt meðfram fuglabjörgum á Vog-
ey og fram hjá eyjunum Koltur og
Hestur. Undan Vágafirði, sem er
reyndar sundið milli Vogeyjar og
Slraumeyjar, var þungur straumur
eða röst, og braut þar. Var líkast
því sem straumhörð á rynni þarna
gegnum sjóinn. Nú nálguðumst við
Straumey, og þar á ströndinni blasti
við Kirkjubær. Þar bar mest á hinni
gömlu og fallegu Ólafskirkju. Tii
hægri við okkur var Sandey og þorp-
ið Skopun á strönd eyjarinnar. Þegar
kom fyrir Kirkjubæjarnes, blasti Þórs
höfn við — höfuðstaður Færeyja.
Klukkan sex að morgni lagðist Hekla
að bryggju í Þórshöfn.
Á leiðinni út var ungur Haínfirð-
ingur káetufélagi minn, Pétur Sæ-
mundsson að nafni og húsasmiður að
iðn. Hann var kátur og skemmti-
legur ferðafélagi. Hann var á leið
til Klakksvíkur. Þar beið hans konu-
efnið, ung Klakksvíkurmær. Seinna
sá ég í biöðunum hér heima, að þau
voru gengin í hið heilaga.
Litazt um í Þórshöfn.
Þegar Hekla var lögzt við land-
festar, fórum við Pétur í land, ásamt
nokkrum farþegum af skipinu, sem
vildu nota tækifærið og skoða bæ-
FYRRI HLUTI
732
TÍMIN N - SUNNUDAGSBLAÐ