Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Page 14
Elði á Austurey, snotur bær i lítilli vík við fagurt eyjasund.
ið svo leiðinlegt, að bezt var að halda
sig inni.
„Grænland“ heimsótt.
* Um kvöldið hringdi Sigurður til
mín og bauð mér heim til sín. Hann
býr í nýjum bæjarhluta í Þórshöfn,
sem kallaður er Grænland. Þarna eru
götur breiðari og með gangstéttum
beggja vegna Ég var á leið eftir
nýrri götu, og öðru megin við hana
stóð löng tveggja hæða húsasamstæða
sem mjög líktist verkamannabústöð-
unum við Hringbraut og Bræðraborg-
arstíg, nema hvað öll þessi hús voru
rauðbrún að lit. Rétt þegar ég var
kominn þessa götu á enda, mætti ég
tveim ungum stúlkum, sem ég spurði
til vegar á dönsku (líklega hefði eng-
inn Dani viljað kannast við þá
dönsku). Sagði öá önnur þeirra við
mig á ágætri íslenzku: „Þú ert að
leita að húsinu mínu.“ Var þetta þá
dóttir Sigurðar Joensens, Liv að nafni.
Hún stundaði nám í norrænu í Há-
skóla íslands fyrir tveimur árum.
Stúlkurnar gengu nú með mér alla
leið að húsi Sigurðar, og þar skildi
ég við þær. Þegar ég drap á dyr,
kom til dyra roskinn maður, hár og
þrekinn. Þetta var faðir Sigurðar.
Hann vísaði mér til stofu, þar sem
húsmóðirin, Sigríð av Skarði, tók á
móti mér af mikilli gestrisni og bauð
mig velkominn. Sigríð er dótt-
ir Simunar av Skarði. Hann
er eitt kunnasta ljóðskáld Fær-
eyinga á þessari öld. Joen-
sen oldri sagði mér, að hann hefði
verið á íslandi og fslandsmiðum allt
frá því rétt fyrir aldamótin síðustu til
ársins 1930. Sigurður var sjálfur
staddur í bænum, en kom skömmu
síðar.
Þarna dvaldist ég um kvöldið. Hús-
móðirin bar okkur te og brauð með
margs konar áleggi. Meðal annars
bragðaði ég þjóðarrétt Færeyinga,
skerpikjöt, sem er vindþurrkað og
etið hrátt. Enn fremur var á borð-
um koníak. Sigurður spurði mig,
hvernig mér geðjaðist að skerpikjöt-
inu. Ég sagði, eins og var, að mér
þætti það gott, en þó ekki eins gott
og íslenzka hangikjötið. Hann hló við
og sagðist hafa sagt svipað þessu,
þegar hann var spurður um, hvern-
ig honum geðjaðist hangikjötið, sem
honum var boðið á íslandi, — að
sér þætti það gott, en þó þætti sér
færeyska skerpikjötið betra.
Um ellefuleytið kvaddi ég þetta
indæla og gestrisna fólk og hélt í
gistihúsið.
Koman til Eiðis og gangan á Koll.
Morguninn eftir fór ég á fætur
klukkan hálfsjö. Eg átti von á, aö
áætlunarbíll tæki mig við Hótel Hafn-
ia klukkan tæplega sjö, því. að ég
ætlaði að Eiði þennan dag. Ég gekk
niður í borðsal hótelsins og fékk mér
morgunverð. Þar sat þá einn maður
við borð og drakk kaffi. Ég veitti hon-
um litla athygli. Hann fór út á und-
an mér. Þegar ég var búinn að snæða,
fór ég út. Þá sá ég, að þessi maður
sat undir stýri á sexmannabíl (hýru-
vagni), sem stóð utan við gistihúsið.
Og þarna beið hann góða stund. Ég
beið líka á gangstéttinni eftir „rét-
unni.“ Ég gaf mig því ekkert að bíl-
stjóranum né hann að mér. Svo fór
hann klukkan rúmlega sjö frá hótel-
.inu. Þegar klukkan var gengin stund-
arfjórðung í átta, fór ég að ókyrrast.
Sagði ég afgreiðslustúlku gistihússins
frá þessu. Hún hringdi fyrir mig á
bifreiðastöðina. Þar var henni sagt, að
bíllinn hefði beðið úti fyrir hótelinu,
án þess að nokkur gæfi sig fram og
síðan farið. Rétt í þessu bar að bíl
frá sömu stöð. Sagði stúlkan bílstjór-
anum frá vandræðum mínum. Bauðst
hann þá til að aka mér fram fyrir
áætlunarbílinn, svo ég næði I hann.
Þegar hann hafði náð bílnum og ég
var kominn upp í hann, sá ég, að
þetta var sami bíllinn og sami bíl-
stjórinn, sem beðið hafði framan við
hótelið. Ekkert vildi bílstjórinn, sem
hafði ekið mér, taka fyrir greiðann.
Nú var förinni haldið áfram, þar
til komið var að Hórisgötu (Þóris-
götu) svokallaðri. Þar var skipt um
bíl, því að þama var smákafli, sem
við urðum að ganga. Ennþá nær ak-
vegurinn ekki saman þarna á fjall-
inu. Við tókum síðan bíl, sem komið
hafði að norðan og hann flutti okkur
til Hvalvíkur. Nú var haldið áfram
fyrir Kaldbaksfjarðarbotn. Nokkru
síðar var komið á veg, sem heitir
Oyggjarvegur og er það bezti veg-
urinn og breiðasti, sem ég fór
í Færeyjum, enda nýr vegur. Hann
liggur niður að Kollafjarðarbotni. All-
73a
TlMINN - sunnudagsblað