Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 16
>' >
ur á fjórum fótum, fremur en maður
gengi.
Mig furðaði satt að segja á því,
hversu lítið ég varð var við loft-
hræðslu, því að stundum var farið
tæpt. Þegar upp úr skorningnum kom,
tók við allbreiður grasigróinn hjalli.
Þarna uppi var dásamlegt útsýni. Vest
an við sundið blasti við Tjörnuvík
á Straumey. Inni í botni víkurinnar
er samnefnt þorp, nyrzta byggð á
eynni. Þar fyrir norðan sást Stakk-
ur, klettur mikill, sem helzt minnti
mig á burt með torþaki á íslenzk-
um bóndabæ.
Nú var komið að lokaáfanganum
upp á fjallið, geysibröttum grasbrekk-
um. Þarna var orðið svo bratt, að ég
fór ekki nema nokkur skref í senn,
því að ég mæddist svo. Töluvert hafði
hvesst, og ég hagnýtti mér storminn
til að létta mér uppgönguna, því að
hann stóð beint í bakið. Feginn var
ég, þegar komið var upp. Þar var
slétt undir fæti. Nú vorum við stadd-
ir nyrzt á fjallinu og þarna fyrir
neðan okkur risu úr sjó tveir geysi-
stórir drangar, Risinn (75 m) og
Kérlingin eitthvað lægri. Má með
sanni segja, að þessi sýn borgaði allt
erfiðið. Norðan við Koll er Litli-
Kollur áfastur fjallinu rétt ofan við
sjávarmál og er nærri jafnhár. Þar
var mikið fuglalíf og gróður utan í
honum.
Ég ætla nú að reyna að lýsa lítil-
lega útsýninu í austurátt. Niðri und-
an fjallinu var Eiði og Mölin. Rétt
þar austan við féll hár, en ekki ýkja
vatnsmikill foss 1 sjó frán), Þar austur
af eru NÖvin, Hvalsryggur og Rifs-
tangl og enn austar Sátan. Sunnar
er Gráfell (857 m) og þar suður af
Slættaratindur.
Að austanverðu er Kollur aflíð-
andi og hugsaði ég með mér, að
miklu auðveldara hefði verið að
ganga á hann þeim megin, en auð-
vitað var hin leiðin miklu tilkomu-
meiri og Heini valið því hana. Við
héldum nú niður fjallið. Þegar komið
var niður undir jafnsléttu, var kom-
ið á móbergskletta. Sást vel, hvernig
skriðjöklar höfðu sorfið bergið fyrir
langa löngu. - Færeyirigar segja, að
þetta minni þá faelzt á grindavöðu,
enda var engu líkara en horft væri
yfir hop af hvölum.
Þegar við komum niður í þorpið,
fórum við heim með Heina og drukk-
um hjá honum kaffi. Harin sagði mér
um kirkjuna þarna á staðnum, sem
er steinkirkja, að hún hefði verið
flutt frá Danmörku og átt að flytjast
tll fslands, en hafði hafnað þarna
af einhverjum ástæðum.
Áður en ég skll við Eiði, verð ég
að minnast á Niels Kruse, sem var
einn af brautryðjendum málaralistar-
innar i Færeyjum og bjó mestan
hluta ævinnar hér á Eiði, þessari sér-
kennilegu litlu fjallabyggð. Héðan eru
flestar fyrirmyndirnar að olíumálverk
um hans.
Nú var bíllinn kominn, sem ég ætl-
aði með að Oyri. Ég kvaddi Heina
og ferðafélaga okkar og ók gf
Frá Oyri var ég ferjaður ul Hvá*Vp>
ur og þaðan lá leiðín t(l Þörsháftþ
ar og kém ég þangað klukkan atfá
um kvöldið.
Ferð til Klakksvíkur.
Nú var fimmtudagur. Þennan dag
ætlaði ég að skreppa til KÍakksvik*
ur, því að ekkl fannst mér annall
fært en að sjá þennan bæ, sem fyrir
nokkrum árum varð (frægur vegna
læknadeilunnar, sem þar reis upp,
Að auki er þetta annar stærsti bær
í Færeyjum og mikill og vaxandi afc-
hafnabær.
Klukkan tólf á hádegi fór ég um
borð í „Pride,“ en svo heitir skipið,
sem heldur uppi ferðum til Norður-
eyjanna. Siglt var fyrir Sundin, norð-
ur með Austurey fyrir Lambavík og
Götuvík og austur fyrir Kalsoy. Fyrir
austan Kunoy (Konuey) var siglt inn
á Klakksvík, þar sem samnefndur
kaupstaður stendur.
Skipið stóð þar aðeins við í tvær
klukkustundir, svo að tíminn var
naumur, sem ég hafði til að skoða
mig um í bænum. Ég heimsótti Stíg
Rasmussen, prentsmiðjustjóra, í prent
smiðju hans. Rétt eftjr styrjaldarlok-
in vann hann hér á landi, í ísafoldar-
prentsmiðju, og var nýlega hættur
þar, þegar ég réðist þangað. Ég átti
að bera honum kveðjur frá fyrrí
vinnufélögum hans, því að hann hafði
áunnið sér miklar vinsældir meðan
hann vann hér. Hann tók mér vel
T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
Smábó+ar á höfninni í Þórshöfn. Færeyingar eiga margar fleytur.
736