Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Page 18
MINNINGAR A T-
VINNUÞORPARA
Bandaríski kvikmyndaleikaririn
George Sanders skrifaSi ævisögu'
sína, meðan stóð á töku kvikmynd
arinnar Salómon og Sheba á Spáni
fyrir nokkrum árum. Að loknu
skólanámi í Englandi þvældist
, hann til Suður-Ameríku, þar sem
hann lenti í ýmsum ævintýrum.
Þeim lauk þó heldur óvænt, er
hann hafði næstum gengið af reið-
um eiginmanni dauðum í eirivígi.
Honum var skipað að hafa sig á
brotí frá Suður-Ameríku og koma
þangað ekki aftur. Einhvern veg-
inn slæddist hann inn í kvikmynd-
ir og hefur nú leikið í yfir sjö-
tiu myndum. Hann leikur yfirleitt
þorpara, snyrtilega og ísmeygilega
óþokka, vel klædda og hreina,
sem fremja morð sín með ánægju,
að minnsta kosti á meðan ekki
sletiist blóð á hvíta skyrtuna. Hér
koma nokkrar glefsur úr sjálfsævi-
sögu hans. Um komu sína í þenn-
an heim hefur hann þetta að segja:
Hinn 3. júlí 1906 var heimurinn
friðsæll að sjá. Ekkert markvert virt-
ist vera að gerast í höfuðborgum hans,
og ekkert raskaði sumarró íbúanna.
Alls staðar blundaði fólk ánægjulega
í sumarmollunni, algerlega óafvit-
andi um það, að meiriháttar viðburð-
ur var að gerast í Pétursborg í
Rússiandi í húsinu númer 6 við
Petroffs!.! Ostroff fædíjist hjónunum
Margaret og Henry Sanders geislandi
fagur sonur gædd’tr takmarkalausum
þokka. Það var ég.
Ég kom heldur treglega úr móður-
kviði klukkan sex um morgúninn.
Faðir minn, sem frétti með skömmum
fyrirvara, hvað var í aðsigi, hentist
af stað til þess að sækja ljósmóður-
ina, sem bjó hinum megin við fljótið
Nevu. Hann ók droskunni að Tooch-
koffbrúnni, lyftibrú, sem var stundum
opnuð á sumrin til þess að bótarnir
á ánni kæmust ieiðar sinnar. Og auð-
vitað var hún að opnast, þegar hann
kom að henni. Hann hentist niður úr
vagninum, skeytti engu aðvörunaróp-
um hátsverja, stökk yfir stækkandi
bilið og hljóp það, sem eftir var til
Ijósmóðurinnar. Hann kom henni í
árabát aftur yfir ána, og hann var
að niðurlotum kominn, er hann ýtti
henni inn í herbergi móður minnar.
í ljósi þeirrar staðreyndar, að óg
hef séð fyrir föður mínum síðustu
tuttugu árin, þá verður umhyggja
hans fyrir velferð minni við komu
mína í þennan heim að teljast mjög
skynsamleg.
Skömmu eftir að ég kom til Holly
wood, áður en andlit mitt hafði feng
ið á sig svipmót hins fágaða þorpara
skapar, sem mér er sagt, að það beri
nú, fékk ég tækifæri til þess að
verða rómantísk hetja í kvikmyndum.
Louis B. Mayer hafði komizt að
þeirri niðurstöðu — sjálfsagt á ein
hverju sljóu augnabliki — að hann
gæti gert mig að stjörnu, sem gæti
komið hjarta heimsins, svo þreytt
sem það var, til að slá örar
- Þessu hafði hann getað áorkað með
hundinn Lassie, og nú hefur hann
sjálfsagt talið sér fært að leggja í
erfiðara verkefni, nefnilega mig. Þó
að ég treysti mér til að fullyrða, án
þess að ég þykist grobba, að ég
hafi meiri kynþokka en Lassie, þá
efast ég um, að ég hefði verið eins
góð fjárfesting fyrir Louis B. Mayer.
í fyrsta lagi hef ég grun um, að ég
sé ekki eins góður leikari og Lassie,
og í öðru lagi er ég líklegri til að
finna sjálfur fyrir örari hjartslætti
en valda honum hjá öðrum. En
hvað sem því ieið, þá vár Mayer þeirr
ar skoðunar, að ég væri stjörnuefni,
og hann bauð mér til hádegisverðar
til þess að ræða þann möguleika, að
ég færi frá 20th Century-Fox og
kæmi til Metro Goldwyn-Mayer-kvik
myndafélagsins.
En hann ofmat framagirni mína,
því að ég kom aldrei í matarboðið. Ég
var öflnum kafinn um þessar mundir
við að smíða sjónauka í bakgarðin-
um mínum, og þar sem ég er fikt-
samur fúskari að eðlisfari, hafði ég
miklu meiri áhuga á þessu en þeirri
gullnu framtíð, sem Mayer var að
bjóða mér á silfurdiski.
Ég átti þó eftir að hafa þó nokkra
ánægju af sjónaukanum við að skoða
pláneturnar, en hann var vita gagns
laus til að horfa á stúlkur í baðföt
um eða konur að afklæðast 1 ná-
grenninu, þar sem allt kom fram á
hvolfi í honum. Ég seldi að lokum
Universal International kvikmynda-
félaginu sjónaukann fyrir 500 dali,
og þeir notuðu hann — og mig — f
kvikmyndinni Harry frændi.
Kannski verður þetta undar-
lega kæruleysi mitt gagnvart frama
skiljanlegra, ef ég skýri frá því, að
það, sem hefur rekið mig áfram í líí
inu, hefur ævinlega verið leti. Og til
þess að geta látið hana eftir mér
nokkurn veginn þægilega, hef ég
jafnvel verið tilbúinn til að vinna
öðru hverju. Ég held ég hafi
fundið af eðlisávísun, að ef ég gerðist
rómantísk stjarna, yrði krafizt
meira af mér en ég var tilbúinn að
veita. Ég hafði einungis áhuga á að
komast upp á toppinn á þægilegan
hátt, og ef ég gat það ekki, var mér
fyllilega nægilegt að komast eitthvað
af leiðinni, ef það gat aðeins orðið
fyrirhafnarlítið.
Kannski gerði ég skyssu, er ég
kom ekki í matarboð Mayers, en er
ég lít til baka á þetta stóra augna
blik í kvikmyndaferli mínum, sé ég
aðeins eftir að hafa misst af afbragðs
mat. Hefði ég orðið kvikmyndahetja,
væri ég ef til vill stórum efnaðri
en raun ber vitni, en á hinn bóginn
gæti verið, að ég væri ekki lengur í
umferð. „Dánartala“ stjarnanna er
nefnilega geysihá, en góður skap
gerðarleikari hins vegar næstum
ódrepandi. Slíkur leikari getur jafn
vel unnið sér inn drjúgan skilding
með annan fótinn í gröfinni, því að
svo virðist sem fjöldi hlutverka sé
skrifaður, þar sem leikarinn á að líta
út eins og hann sé að dauða kom
inn, og þá getur þetta ástand hans
gert frammistöðu hans svo sannfær-
andi, að leikur hans hefði ekki kom
izt í hálfkvisti við það.
Og þar sem leikferill minn tók þá
stefnu, sem hann gerði, þá er ég nú,
fimmtíu og þriggja ára að aldri, í
þeirri notalegu aðstöðu, að ég þarf
engar áhyggjur að hafa af þvi, að ég
lít út eins og ég sé fimmtíu og
þriggja ára gamall. Þegar ný hrukka
boðar komu sína á andliti mínu, get
ég tekið á móti henni geðshræringa-
laust.
Og þegar ég. fer að þjást af íiða
gigt, get ég nýtt þjáningar mínar
til fulls og kreist samúð og hjálp
út úr vinum og ættingjum. En væri
ég kvikmyndahetja, yrði ég að þjást
í hljóði og leynd. Þá yrði ég að sýna
heiminum, hve ungúr og hraustur ég
væri, en það hefði mér þótf mikil
plága, jafnvel á mínum yngri árum.
En meðan stóð yfir taka kvik-
myndaririnar Salómon og Sheba,
læddist samt að mér sá grunur, að
ég kynni að hafa misst af einhverju,
er ég borðaði ekki með Louis B. May
er. Þá hafði ég tækifæri til að virða
Yul Brynner fyrir mér, en hann er
auðvitað mikil rómantisk stjarna, þó
að hann sé að minnsta kosti ekki
eins ríkulega búinn frá náttúrunnar
hendi og ég.
Eftir lát Tyrones Powers kom Bryn
ner til Madrid til þess að taka við
hlutverki Salómons. Hann hefur sjálf
738
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ