Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Page 21
út í? Mér fannnst þetta allt S einu líkast fangelsisdómi. Ég hafði aldrei leikið á sviði, og ég gat ómögulega tekið undir það gamla og að mínu áliti alranga slagorð „sýningin verð ur að haida áfram“. Nú, þegar ég var kominn í spilið, voru allar horf ur á því, að sýningin mundi ekki oft halda áfram. Ég sá ekki sjálfan mig í anda „halda áfram gegn læknis ráði,“ eins og góðir sviSsleikarar eru sagðir gera. Það var ekki nóg að segja, að ég vildi taka að mér hlut verkið núna, því að á heilu ári getur líf manns tekið algerum stakkaskipt um — maður gæti gengið í hjóna band eða skilið, orðið faðir eða Búdd isti eða grænmetisæta. Mér fannst það núna engin smá ræðis forherðing að lofa þvi skrif- lega, að eftir fjórtán mánuði skyldi ég enn standa á sama sviði og syngja sömu söngvana. Guð kynni að hafa ætlað mér annað. Hvernig gat ég vit að, hvert ástand mitt yrðu eftir sex mánuði, hvað þá eftir fjórtán? Hinn inngróni piparsveinn í mér, sem am- aðist við öllum böndum og höftum, gerði uppreisn gegn slíkri frelsis skerðingu. Mér fannst ég vera kom inn í nauðungarhjónaband. Ég hafði tælt Rogers og Hammerstein til þess að veita mér hlutverkið, og nú var ég nánast giftur þeim í fimmtán mánuði — og gat ekki einu sinni stungið af til Reno eða Las Vegas til þess að fá skilnað. Ég fékk heiftarlegan bakverk. Og þó að læknar gætu ekki fundið neina líkamlega ástæðu fyrir honum, lin aði það ekkert þjáningar mínar. Ég hafði áður verið haldinn óslökkvandi löngun í hlutverkið, en nú varð ástríða mín til þess að losna við það miklu meiri. Ég gat því ekkert annað gert en skrifað Rogers og Hammer stein, útskýrt hrygglengjuna í mér og beðið þá að leysa mig undan samningnum. Og þeir voru svo elsku- legir, að þeir veittu mér frelsi mitt aftur. Og um leið og það var fengið, hvarf bakverkurinn. Athugasemd, sem ég lét út úr mér í kvikmyndinni Tunglið og tíeyring ur, varð þess valdandi, að farið var að líta á mig sem sérfræðing um konur. í myndinni sagði ég — og það voru orð Somersets Maughams, en ekki mín — eitthvað á þá leið, að því meira sem maður berði kon ur, þeim mun betri yrðu þær. Ég gleymdi þessu strax aftur, en nokkr um mánuðum síðar þegar ég var að vinna að annarri mynd, var ég skyndi lega kominn inn í stormmiðju fyrir þessi orð. Sýningar voru hafnar á Tunglið og tíeyringur, og fjöldi kvenna hafði sem næst gripið til vopna gegn mér. Þær helltu úr skálum reiði sinnar yf ir mig. „Hvernig getið þér sagt ann- að eins?“ þrumuðu þ'ær, og barmar þeirra hófust og hnigu í ákafa. „Þeíta var ósvífið, gróft og ruddalegt.“ Ég benti þeim á, mér til varnar, að ég hefði aðeins verið að leika hlutverk Gauguins, sem var allt í senn, ósvíf- inn, grófur og ruddalegur. Ég gat þess einnig, að ég bæri enga ábyrgð á tilsvörum mínum í kvikmyndum. þau væru fengin mér svona í hend ur. Ég sá ekki ástæðu til þess að halda því á lofti, að um þetta atriði vorum við allir sammála, Gauguin. Maugham og ég. En svo hélt ég áfram i sama dúr í nokkrum blaðaviðtölum. Ég sagð ist hlynntur hinum austurlenzka sið að halda kvennabúr. Og einhvern tíma hrökk líka út úr mér, að hægt væri að fara með konu eins og hund, hún elskaði mann samt. Persónu- lega hef ég ávallt komið ákaflega kurteislega fram við hunda, og raun ar fara flestir menn betur með þá en eiginkonur sínar, en af einhverj um ástæðum var þetta talin ósmekk- leg athugasemd. Síðan eru liðin nærri fimmtán ár, en áhrifin náðu langt. Hvar sem ég fer, spyrja blaða menn mig, hvort ég sé kvenhatari. Nú er ég farinn að vita, hvers konar svör þeir vilja helzt fá, og ég reyni að gera þeim til geðs. Viðtölin eru því oft eitthvað á þesssa leið: Fréttamaður: Hvert er álit yðar á gáfuðum konum, herra Sanders? Eg: Eru þær til? Fréttamaður: Álítið þér, að fagrar konur séu góðar eiginkonur? Framhald af 722. síðu stökkum úr sútuðum sauðskinnum. Einnig höfðu konur skinnsvuntur, er þær notuðu á stundum til þess að hræra á eggjaköku. — Yfir sumar- tímann gekk fólkið berfætt, en á vet- urna á tréskóm. Mikið var unnið að tóvinnu og sokkaprjóni af konum og körlum á þessum heimilum. Konurn- ar spunnu stundum til kl. 1 að nóttu, og oft höfðu þær prjónana með sér á göngu. Einnig voru unglingarnir, sem gættu búsmalans látnir hafa prjónana með sér. Þótt þetta væri illa borgað, varð það þó til þess að bjarga sumum fjölskyldum frá sulti, fyrstu árin. Lítil var uppfræðslan á börnum fyrst í stað. Þau urðu að læra að skrifa í sandinum, en svo fóru kvöldskólarnir að koma. Sú saga er til frá þeim tíma, að einn dreng- urinn spurði kennarann, hvort straum ar væru í hafinu. Brást kennarinn reiður við yfir því, að hann skyldi láta sér detta í hug aðra eins vit- leysu! Einu sinni var fátækur bóndi í vinnu hjá nágranna sínum við að taka upp kartöflur. Þegar hann var Ég: Þær eru betr hjákonur AIlar konur eru betri hjákoaur Fréttamaður: Finnst yður k/mur verði að vera fallegai fyrir morgun verð? Ég: Það mundi aldrei flögra að mér að líta á konu fyrir moreun- verð. „Fegurðin nær aðeins inn úr skinn inu,“ sagði einhver leiðindadurg ur einhverju sinni. Mér finnst það alveg nægilegt. Hver kærir sig um fallega gallblöðru, þegar allt kemur til alls? Fegurðardísunum í Hollywood er sífellt legið á hálsi fyrir það, að þær hafi falleg andlit, en ekkert vit í kollinum. Værum við eitthvað bet- ur settir, eða þær, ef þær hefðu ófrið andlit og ekkert í kollinum? Prédikarar og bölsýnismenn tala oft um kvenlega fegurð með lítils- virðingu, vegna þess, að hún er tíma bundin. Það virðist ríkja einhver óhugnanleg ánægja yfir því, að hún er forgengileg. Er eitthvað betra, að kona sé ófríð alla ævi? Og þegar öllu er á botninn hvolft, er þá nokkuð í veröldinni óháð breytingum? Fög- ur kona verður gömul og ófríð kona verður ófríðari og gömul auk þess. Með þessu er ég ekki að segja, að fagrar konur hafi öll trompin á hend inni. Ég hef kynnzt ófríðum kon- um, sem höfðu svo margt til brunns að bera, að þær skákuðu margri feg urðargyðjunni. að fara aftur heim úr vinnunni, segir bóndi við hann, að hann megi eiga einn tunnupoka af kartöflum, ef hann geti borið hann heim. Fátæka bóndanum fannst pokinn ótrúlega þungur og grunaði, að pokinn væri jafnvel. yfir 100 kg. að þyngd. En pokann fór hann með heim. Eitt sinn spurði maður nokkur rosk inn bónda, hvort hann hefði tekið eft if fegurð heiðanna á sínum yngri ár- um. „Nei, við höfðnni um annað að hugsa á þeim dögo»- var svarið. Margt af þessu .ki vann fram á elliár með 80 — 00 ár að baki. Nú, eftir heila öld, er öðru vísi um að litast í Jótlandsheiðum. Tréplóg- ar og önnur slík frumstæð jarðvinnslu tæki sjást ekki lengur. Þar þekkj- ast ekki orðið nema nýjustu og beztu búvélar. Sama er að segja um húsa- gerð alla. Hús eru byggð éftir nýj- ustu tízku og ekki má gleyœa raf- ljósunum, sem lýsa upp þessi ný- tizkulegu hús. Þar eru öll þæg- indi nútímans að finna. Um slíki dýrð gat gömlu kynslóðina ekki einu sinni dreymt. Hún hafði af allt öðrum og gerólíkum hekni að segja. JÓZKU HEIÐABÆNDURNIR - T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 741

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.