Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 7
■
■;
lM*yM)uÖ^»|WKUOM
':;s-...
.sýnir, sem kemur fram í viðskiptum
Þorlaks við Brynjólf biskup í Skál-
holti.
BrynjóLfur hafði mikinn hug á að
koma upp prentsmiðju í Skálholti og
hefja þar útgáfu fræðirita og forn-
sagna. Hann tók við embætti um
gextán hundruð og fjörutíu og hugði
til prentsmiðju i Skálholti og sótti
um leyfi til að reka hana þar á staðn-
um. Þorlákur lagðist eindregið gegn
þessu og vildi ekki sjá aðra prent-
smiðju inn í landið. Þetta er auðvit-
að bara pólitík, en hún hafði þær
afleiðingar, að íslendingar hófu ekki
{irentun fornsagna, fyrr en árið sex-
án hundruð áttatíu og átta. Sjáðu
hérna til dæmis, hvað Þorlákur skrif-
ar Óla Worm, prófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla:
„Ég get ekki nægilega furðaö mig
á, hvers vegna embættisbróðir minn,
Brynjólfur Sveinsson, leggur svo
mikið kapp á að fá prentsmiðju í
Skálholti, þegar hann veit, að það
getúr ekki orðið nema með skaða
fyrir mig. Að hann fari að gefa út
sögur og fornfræði, með svo mikluin
kostnaði, sem til þess þartf, er óhugs-
andi, nema hann ætti smátt og smátt
að ná í mín réttindi."
Þorsteinn leggur bókina fró sér.
—t Enda fór svo, að Brynjólfvr
biskup fékk aldrei prentsmiðju í Skál
holt.
— Hefurðu bækur, prentaðar í
biskupstíð Þorláks?
— Nei, en aftur á móti á ég tvær
bækur, prentaðar á Hólum í biskups-
tíð Gísla Þorlákssonar. Ég á ágætt ein-
tak af Manuale, prentuðum sextán
hundruð sextíu og eitt.
Þorsteinn sýnir mér bókina. Þar
er á titilblað þrykktur langur og
greiðargóður titill, svo að íslenzk-
um lesendum hefur ekki dulizt, nvers
éfnis mætti finna milli spjalda bókar-
innar: Manuale, það er Handbokar
Korn hvörnenn Maður eige að Lifa
kristelega og Deyja guðlega.
Hafa íslendingar ætíð lagt litla
rækt við hið fyrrtalda, en stundað
hið síðara af mikilli kostgæfni.
- — Þá á ég brúklegt eintak af
Nockrar Predikaner wt af Pijnu og
Dauða D^ottins vors Jesu öhristi eftir
Johann Arndt, prentað á Hólum sex-
tán hundruð áttatíu og þrjú. Aftasta
blað þeirrar bókar er ekki alveg staf-
heilt.
Að auki á ég fáeinar aðrar Hóla
bækur frá sautjándu öld, en þær eru
mjög vanheilar.
Þorsteinn gengur fram í annað
bókaherbergið og setur Manúalinn 1
hillu.
— Gísli biskup andast árið sextán
hundruð áttatíu og fjögur, og tekur
þá við embætti Jón nokkur Vigfússon.
Hann átti í deilum við presta stifts-
ins, og gat þvi ekki sinnt útgáfu
bóka, enda hafði Þórður Þorláksson,
Tltllblað á sögu Ólafs Tryggvasonar, fyrra blndi, prentuðu I Skálholtl af Jónl
Snorrasyni, árum eftlr Ouðs burð 1689.
bróðir Gísla, tekið við Skálholtsstól,
og fékk hann því nú framgengt, að
prentsmiðjan var flutt að Skálholti ár
ið sextán hundruð áttatíu og fimm,
svo að Jón greip í tómt, þegar hann
gat loksins veitt sér tóm til bókaút-
gáfu. Skáliholtsprentsmiðja reyndist
mjög vel þau átján ár, sem hún var
starfrækt, og þar voru fyrsfú ís-
lenzku útgáfurnar af fornsögunum
gefnar út.
Af Skálholtsbókum á ég nokkuð,
og eru þær allar falleg eintök, og
tvær þeirra mjög góðar. Þessar tvær
eru Landnáma frá 1688 og Ólafs saga
Tryggvasonar, fyrra og síðara bindi,
prentuð 1689 og 1690. Aðrar Ská'holts
bækur í eigu minni eru Schedæ Ara-
prests fróða eða íslendingabók frá
1688, Grönlandia Arngríms lærða,
einnig frá 1688, hún er ein þeirra
fáu íslenzkra bóka, sem eru í mjög
háu verði erlendis, einkum í Banda-
ríkjum hún kostar miklu meira
þar en hér. Þá á ég Kristnisögu, prent
aða í Skálholti 1688, Srhematograph
ia Sacra Edur Nockrar Merkefegar
Figurur og Minder, 1695, Idran-Speig
ill, 1694, mjög gott eintak, og að lok-
um Sa Store Catechismus Útlagður af
Herra Guðbrande Thorlákssyne frá
1691.
— Hvað um eriendar útgáfur frá
þessum tíma?
— Ég á eina guðsorðabók, prent-
aða í Stokkhólmi árið 1671, það er
D.N. Jesu Christi_ S.S. Evangelia ab
Ulfila gothorum. í þessari bók eru
guðspjöllin á fjórum tungum, foru-
gotnesku, íslenzku, sænsku og lat-
ínu. Þetta er mjög fallegt eintak.
Á síðari hluta sautjándu aldar gáfu
Svía einnig út fomsögur íslendinga á
frummálinu, og á ég margar þeirra
Þar má fyrsta telja fyrstu fornsög-
una, sem gefin var út á íslenzkri
tungu, en það er Gautrekssaga ög
Hrólfs saga Gautrekssonar eða Goth-
rici & Rolfi Westrogothiæ rerum
Historia, prentuð í Uppsölum 1664.
ÍÞ& má nefna Herrauds och Bosa
saga, Uppsölum 1666, Servarar saga
pá gammal Gauska, Uppsölum 1671.
Þeir kölluðu íslenzku „gammal
967
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ