Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 19
Hans Hartvig Seedorf-Pedersen:
♦
Tólf rauðnef jctðir sjóarar
Tólf rauSnefjaðir sjóarar réðu sig á skip,
er ráðið var í för til Austurlanda.
Þeir kvöddu í snatri reiðarann og sigldu í
einum svip
og sinntu ei um toll né annan vanda.
(Með viskítári er vatnið gott að blanda).
Og brimið féll og stundi við Breiðamerkursand,
en bárur kysstu sjóara í önnum.
Þá drápust tveir úr ólund, þá langaði í land
I léttan dans með Hornaf jarðarsvönnum.
(Já, kvensemin er kross á sumum mönnum).
Og fjórtán hnúta tíkargjóla skipið skók og sle*t
við Skotlandsströnd, og boðar risu á sundum.
í verri enda stýrimannsins krabbakrýli beit,
og karlgarmurinn dó af þeirra fundum.
(Þótt vel sé byrjað, endar illa sfundum).
í Biskayaflóanum ærið ókyrrt var,
menn ákölluðu bæði Þór og drottin.
En dauflegt varð í eldhúsinu 5. febrúar,
þá fyrir borð var Lási matsveinn dottinn.
(Hann fór til heljar — hafði með sér pottinn).
Og timburmannsins örlög voru hroðahörð
og ströng:
í hákarlskjafti endalokin sá hann.
Þeir reyndu vel og lengi að losa hann með töng,
en lubbinn beifti vígtönnunum á hann.
(Þeir sögðu loks, að fjandinn mætti fá hann).
Og náhvalur í litlaskattinn léttadrenginn hlaut,
og langa Tomma soltnir negrar átu.
Svo hámuðu þeir aðra tvo og höfðu engan graut,
og hausnum náð af skipstjóranum gátu.
(Þeir steiktu hann á stórri arfasátu).
Af. sorg dó Óli kyndari og minning hans er mæt,
og minnisvarði dável þótti passa:
Á lokinu á kistu hans var letrað „Black and
White",
hann lagði sig í tóman viskíkassa.
(Hann víldi aðeins vfn af fyrsta klassa).
Og einsamall á þiljum stóð Bjössi f Höfðaborg,
með brotnum kompás reyndi að forðast
strandið.
Hann raulaði við stýrið: „Hve sorglegt, ó hve
sorg..."
en sá þá birtast fyrirheitna landið.
(Og gleymdi strax, hve loft var lævi blandið.)
Hann gifti síg á stundinni og dýrðardaga naut,
og drekkti sorg und pálmakrónum grænum.
Af kaffibrúnum strákapöttum heila tylft hann
hlaut.
Er heim þeir sigldu f Ijúfum austanblænum.
var húrrað svo að hrikti í vesturbænum.
Jóhannes Benjamínsson
þýddi.
T í H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
919