Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 12
Guðmundur Guðni Guðmundsson: Staðarfells- slysið 1920 Kvæðiö Óveður eftir Hannes Hafstein, sem var settur sýslumaður Dalamanna árið 1886 og tók sér bólfestu á Ktaðarfelli, lýsir vel norðanstormi á þeim slóðum, er hið hörmulega slys vildi til árið 1920. í kvæðinu er getið örnefna í landi Staðarfells, eins og Nábeinavíkur og Skúta, svo að enginn vafi getur leikið á því, að þetta stórbrotna kvæði er þarna upprunriið. Kvæðið bendir til þess, að skáldið hafi heyrt ýmsar slysasögur af þessum slóðum frá fyrri tímum. Skal hér því birtur kafli úr kvæði þessu: Þótt eklki væm stundaðir fiskiróðrar fró Hvammsfirði, eru býsna margir, sem þar hafa látið lífið á liðnunl öldum. Síðasta slysið, sem þar hefur orðið á báti, mun hafa borið að árið 1935, þegar Valgeir Björnsson, bóndi á Ytra-Felli, fórst við þriðja mann 14. desembermánaðar, En það var einmitt Valgeir, sem fyrstur manna, ásamt tveim öðrum, kom að hinu drukknaða fólki 1920. Flug- slys varð svo á Hvammsfirði 1947, en síðan hef ég ekki heyrt getið slysa þaðan. Árið 1920 bjuggu á Staðarfelli hjónin Magnús Frið- rilcsson og kona hans, Soffía Gestsdóttir, bæði frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Þegar Magnús hóf bú- skap, var hann eignalaus maður, sem unnið hafði heimili móður sinnar og stjúpa, ýmist sem verkmaður heima við bú þeirra eða sjómaður á Suðurnesjum. Með hygg- indum og dugnaði tókst honum að verða eigandi að hinu gamQa höfuðbóli, Staðarfelli, árið 1903, en þá var aðeins einn sjálfseignarbóndi í hreppnum. Allar jarð- ir voru þar í eigu manna af ætt Boga Benediktssonar ættfræðings, er lengi bjó á Staðarfelli og rakaði saman fé. En niðjar Boga voru allir farnir burtu og hirtu bara leigu af jörðum ættarinnar. Ytrafell eitt var sjálfs- eignarjörð, og var það þannig tilkomið, að Vigfús, bónd- inn þar, var sonur Valgerðar Jónsdóttur, sem hafði átt að fyrri manni Vigfús í Gvendareyjum, son Bjarna amtmanns Thorarensens, en Bjarni var kvæntur Hildi Bogadóttur frá Staðarfelli. Steypir sér af nákaldri, naktri klettaborg norðanstormur þindarlaus, hvín með rokuihlátrum. Ryðst hann um við björgin og rekur svo upp org, svo rymur við og dynur þungt í svörtum Skútalátrum. Blístrar gjóstur í gjá og við grátennta rönd, stendur stundum á önd, strýkst svo hvínandi hjá. Þá heyrist radda býsn, svo að blöskrar öllum mönnum, sem bergtröll opni gin og láti þjóta í skögultönnum. Fjörugt gengur nú í henni Nábeinavík. Þar nöldrar undir bökkunum tíður glamurkliður. Þar sem fyrrum volkuðust marflólöskuð lík, þar leika sér nú hvítstrókar, teygjast upp og niður. Eykur kjúkuklið kátur illviðradans. Hoppar fölleitur fans, býst nú félögum við. Þeir leika sér og kastast á með löngu fúnum þóftum og láta storminn syngja við í holum augnatóftum. Þau Magnús og Soffía áttu þrjú börn, tvær dætur og einn son, Gest Zóphónías, er fæddist 16. júlí 1889. Dæturnar voru Björg, fædd 8. júní 1888 og átti MagnúS Jónasson, bónda í Túngarði, og Þuríði fædd 25. febrúar 1891, gift Sigfinni Sigtryggssyni, bónda á Hofakri. Auk sinna barna fóstruðu þau upp -Magnús Zóphónías Guð- finnsson, fæddan 8. ágúst 1898. Magnús var sonur hjón- anna Guðfinns Björnssonar og Sigurbjargar Guðbrands- dóttar frá Vogi. Þessi hjón bjuggu í Litla-Galtardal. Þau áttu alls ellefu börn, og voru meðal þeirra dr. Björn Guðfinnsson, prófessor við Háskóla fslands, og Gestur Gaðfinnsson, skáld í Reykjavílk. Var bæði frændsemi og vinátta milii heimilanna, því að Soffía og Sigurbjörg voru systradætur og uppeldissystur. Árið 1920 voru dætur Magnúsar giftar og farnar að búa Þetta sumar voru til heimilis á Staðarfelli, auk hjónanna, sem bæði voru heilsuveil og konan að mestú í rúminu, Gestur, sonur þeirra, Magnús, fóstursunur þeirra, Þohleifur Guðmundsson vinnumaður og Sigríður Guðbrandsdóttir, vinnukona frá Hallsstöðum. Þá var þar kaupakona, Jóhanna Finnsdóttir að nafni. GESTUR MAGNÚSSON — sonur Staðarfellshjóna MAGNUS GUÐIFINNSSON — fóstursonur Staðarfellshjóna. 972 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.