Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 2
Hann ræktaði skóg,
skrifaði heimsádeilu
og trúði á tiivist
Krýsa og steinaldar-
manna á landi hér
4 Jochum Eggertsson í skógarlundi,
er hann annaSist á sumrum vestur
í Þorskafirði, og steinasafn það, er hann
dró saman og taidi vitnisburð um dvöl
steinaldarfólks þar vestra.
Ljósmyndir: Þorsteinn Jósepsson.
Jochum Eggertsson, sem lezt fyrir
ekki löngu, var einn hinn sérkennilcg.
ustu manna, sem uppi hafa verið á
okkar dögum.
Það lætur að likum, að hann þræddi
ekki troðnar slóðir. Þótti hann penna-
fær í bezta lagi og flestum kin nyrtari,
skorti hann það taumhald á sjáifum sér
og pennanum, að hann gæti unnið lönd
og ríki með þeim hætti. Hneigðist hug-
ur hans lengi að þjóðflokki einum, sem
hann taldi, að búið hefði á landi hér
fyrir daga norskkynjuðu landnáms-
manna, og ætlaði, að hefðu haft höfuð
setur sitt í Krýsuvík. Hafði hann uppi
margar sögur af Krýsum, menningar-
afrekum þeirra og endalokuni.
Á efstu árum sinum dvaldist hann
sumar hvert vestur á óðali ættar sinn-
ar, Skógum í Þorskafirði, þar sem hann
starfaði að skógrækt með ágætum
árangri og safnaði steinum, er hann
ætlaði öngla og önnur tæki steinaldar
manna ,er verið hefðu vistum í Þorska
firði í fyrndinni. Viðaði hann sér firna
miklu safni slíkra steina og geymdi
vandlega i kjallaranum hjá Eggerti list-
málara Guðmundssyni, þar sem hann
átti athvarf á vetrum.
962
f Í IH I N N — SUNNUDAGSBLAÐ