Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 15
Þar stóðu þau uppi til 23. október að jarðsungið var.
Allan þann tíma gekk Magnús dag hvern út í kirkju
og gerði bæn sína. Segist hann vera viss um, að guð
hafi heyrt bænir sínar, þótt þær væru veikar og van-
máttugar. eins og hann sjálfur kemst að orði. Munu
bænir hans hafa göfgað hann og fegrað sálarlífið. Eftir
þær var hann albúinn að gefa eigur sínar til fram-
dráttar góðu málefni samsveitunga sinna. Vildi hann
tengja saman minningu um hjartfólginn son og fóstur-
son og ást Dalamannsins á sveit sinni og fólkinu, sem
þar háði sína lífsbaráttu í félagi við hann og oft und-
ir hans forystu.
Það sást greinilega við jarðarförina, hversu slys þetta
hafði gengið nærri fólkinu þarna í sveitinni. Þrátt fyrir
versta veður jarðarfarardaginn kom þá 170—180 manns
að Staðarfelli: Alla leið utan úr Stykkishólmi kom fólk
til þess að taka þátt í sorg þeirra, er eftir lifðu.
Þeir Magnús og Guðmundur Björnsson, feður fóst-
bræðranna, unnu sjálfir að því að búa þeim hvílurúm
í Staðarfellskirkjugarði.
Frú Herdís Benediktsen, ekkja Brynjólfs Bogasonar frá
Staðarfelli, hafði látið semja arfleiðsluskrá, samkvæmt
ósk Ingileifar, dóttur sinnar, er lézt nálægt tvítugu, og
gefið mestan hluta eigna sinna, er voru miklar, til
stofnunar kvennaskóla á Vesturlandi. Ekki var tiltek-
inn sérstakur staður, þar sem skólinn skyldi reistur.
Frú Herdís var mikil raunakona. Mann sinn hafði hún
misst, að vísu roskinn, eftir kvalafullan sjúkdóm, fjór-
táu börn hafði hún átt og séð þau öll hverfa ung
o.fan i gröfina. Síðust dó Ingileif, komin nálægt tvítugu.
Maður hennar hafði hins vegar átt barn með stúlku,
áður en hann kvæntist, en neitað faðerni. í arfleiðslu-
skrá sinni ánafnaði hann henni fjórðungsgjöf, og var
hún eftir það talin hans barn. Þaðan eru ættir komnar
frá Brynjólfi, meðal annarra Geir Hallgrímsson, borgar
stjóri í Reykjavík.
4rið 1920 hafði enn ekki verið stofnaður skóli sá,
er Herdís gaf fé sitt til. Þau Staðarfellshjón, Magnús og
Soffía, höfðu mikinn hug á því að halda uppi minn-
ingu sonar síns og fóstursonar og sáu það ráð bezt að
gefa ríkinu óðal sitt með húsum og mannvirkjum handa
skóla frú Herdísar Benediktsen með þeim skilyrðum, sem
þáverandi forsætis- og kennslumálaráðherra, Jón Magn-
ússon, samþykkti:
1) að gjöfin skyldi halda uppi minningu Gests, sonar
þeirra Soffíu og Magnúsar, og Magnúsar Guðfinnssonar,
fóstursonar þeirra, og skyldu nöfn þeirra tekin upp í
reglugerð skólans, þegar hún yrði samin.
2) að hinn fyrirhugaði skóli frú Herdísar Benediktsen
yrði reistur á Staðarfelli.
3) að ríkissjóður eða sjóður frú Herdísar greiddi þeim
Staðarfellshjónum lífeyri, 2500 krónur árlega.
Forsætisráðherra lagði tilboðið fyrir alþingi, er sam-
þykkti það með þeirri breytingu einni, að hækkaður var
lífeyrir til þeirra hjóna í þrjú þúsund krónur.
Síðar gaf Magnús svo tíu þúsund krónur til viðbótar,
þegar honum þótti dragast á langinn, að skólinn yrði
settar á stofn
Skólinn var fyrst einkaskóli árið 1927, en ári síðar,
1928, ákvað Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var orð-
inn kennslumálaráðherra, að skóh frú Herdísar skyldi
vera á Staðarfelli og sameinast gjöf þeirra Magnúsar
Friðrikssonar og Soffíu Gestsdóttur. Skólinn var vígður
4. júní 1928, að viðstöddum kennslumálaráðherranum
og miklu fjölmenni. Við vígslu skólans fluttu tvö skáld
Dalamanna vígsluljóð. Það voru þeir Stefán frá Hvíta-
dal. Sigurðsson, og Jóhannes úr Kötlum, Jónasson.
Kvæði Stefáns er svo fulLkomin lýsing á forsögu skól-
ans, að ekki verður betur gert. Þar er sagt frá því,
hvernig hið bezta í manninum græðir hina stærstu
harma með kærleika til ókominna kynslóða og lýsir sem
blys logandi þeim, er harmar þjá og mest trega horfna
ástvini. Með harminum er fræ göfugmennskunnar vökv-
að og því lyft upp í æðra veldi frá myrkri moldarinnar
til sólarljóssins. Það, sem þeim Staðarfellshjónum og
frú Herdísi var til ills, snúa þau öðrum til góðs.
☆
Hér skal að síðustu sögð grein á þeim, er drukknuðu
við Hjalleyjar 2. október 1920.
Gestur Zópónías Magnússon fæddist 16. júli 1889 í
Hvammi í Dölum. Foreldrar hans bjuggu þá í Knarrar-
höfn. Var hans settur til náms skömmu eftir ferm-
ingu og var fyrst við undirbúningsnám í Hvammi hjá
síra Ásgeiri Ásgeirssyni veturna 1905—1906 og 1906—
1907. Árið 1907 veiktist hann af berklum í lungum. Þá
var ekkert sjúkrahús hér á landi handa slíkum sjúkling-
um og urðu margir vágesti þessum að bráð. Faðir hans
sendi hann því til Danmerkur, og hafði Árni kaupmað-
ur Riis lofað að taka á móti honum og annast hann
sem hann og gerði með prýði. Gestur fór utan í októ-
bermánuði 1907. Hann dvaldist á heilsuhælinu í Silki-
borg á Jótlandi um sjö mánaða skeið og kom þaðan
heim með vottorð um fullan bata. Fór hann svo í
gagnfræðaskólann á Akureyri árið 1909 og lauk þaðan
prófi 1912, en 1914 hóf hann nám í búnaðarskólanúm
á Hólum og kom þaðan heim vorið eftir.
Síðasta veturinn á Akureyri kenndi hann aftur síns
fyrra sjúkdóms, er leið á vetur og í prófunum. Lauk
hann þó námi sínu með góðum vitnisburði, og var þar
nyrðra talinn vel til forystu fallinn, enda bæði um-
sjónarmaður í skólanum og formaður mötuneytis nem-
enda og fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann þar.
Vorið 1913 var hann í gróðrarstöðinni í Reykjavík
og notaði þá tækifærið til þess að læra að synda í
sundlaugum Reykjavikur. Hann var áhugasamur um
blómarækt og gerði snotran blómagarð við íbúðarhúsið
á Staðarfelli. Hann varð að kalla alheill af sjúkdómi
þeim, er hann átti við að stríða, en þó mun hann
ávallt hafa verið veill nokkuð. Hann var vel greindur,
kappsmaður hinn mesti of hvers manns hugljúfi, enda
sem fyrr er sagt hinn bezti drengur.
Magnús Zóphónías Guðfinnsson fæddist 8. ágúst 1898
og var því aðeins tuttugu og tveggja ára, er hann
drukknaði. Hann var hinn mesti efnismaður og hafði
lokið búfræðinámi á Hvanneyri. Hraustur var hann og
vel sð öllu gerður. Foreldra hans hef ég áður getið.
Þorleifur Guðmundsson fæddist 11. september 1883,
sonur Ingibjargar Jónsdóttur, er var uppeldisdóttir síra
Þorleifs Jónssonar í Hvammi og almannarómurinn segir
verið hafa dóttur hans, og Guðmundar Torfasonar úr
Ólafsví'k- Þau Ingibjörg áttu og dóttur, er hét Sigrún
og dó ung. Guðmundur var vel hagmæltur og skemmti-
legur maður. Ingibjörg átti einnig barn með öðrum Guð-
mundi, og var það Karl Mórits, brunavörður í Reykjavík,
kvæntur maður, er átti börn. Ingibjörg giftist svo Þor-
leifi Magnússyni, og bjuggu þau í Sælingsdal árið 1920
og áttu ekki börn. Þorleifur hafði lengi verið í vinnu-
mennsku á Staðarfelli, ókvæntur og barnlaus.
Sigríður Guðbrandsdóttir fæddist 25. marz 1892 á Halls
stöðum, dóttir hjónanna Guðbrands Jónssonar, bónda þar,
og konu hans, Kristínar Sigríðar Halldórsdóttur frá Níp.
Arndís Sigriður, eins og hún hét fullu nafni, var ógift
og barnlaus. Ekki er mér frekar kunnugt um hana, en
ættfólk hennar fluttist til Keflavikur. Mun ekki vera
til mynd af Sigríði.
/
TÍMINN - SUN NUD AGSBLAÐ
075