Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 9
****** ,. . : -
Titilblöð á Schedæ
og Grönlandiu
(Íslendinynbók) Ara prests fróða
lærða. Bækurnar prentaðar í Skálholti af Hendirk Krúse árið 1688.
Arngríms
1756- Þær bækur eru ihér í safninu,
svo og tvær fyrstu þýddu skiáldsög-
urnar, sem út komu hér á landi, en
þær eru: Þess Svenska Gustav Land-
Krone Og þess Engelska Berhholds
Faabreitilegar Robinson / Edur
Lijfs Og Æve Sögur, Hoolum 1756.
Af öðrum bókum, sem út komu í
stjórnartíð Björns, á ég til dæmis:
Ein lijtil Psalma og Vijsna Book,
I—II, 1757. Hún er ein íd fágætustu
átjándu aldar bókum mínum og
óvenjulega fallegt eintak.
Haustið sautján hundruð sextíu
og fimm tók Gísli Magnússon við
stjórn prentsmiðjunnar og hafði hana
með höndum til dauðadags, árið sautj
án hundruð sjötíu og níu. Gísli veitti
prentsmiðjunni góða forstöðu, og
ég á nokkrar útgáfubækur frá hans
tíð, til dæmis Nokkur ljóðmæli Þor-
láks Þórarinssonar, 1775, og allar út-
gáfur þeirra síðan.
Hann þagnar, lítur á mig:
— Heyrðu, ég gleymdi áðan Hóla-
Harmóníu, frá 1749.
Enn verður hann hugsi og segir
loks:
— Er ekki bezt, að ég ljúki prent-
sögunni og telji svo upp eitthvað af
bókunum frá þeim tíma á eftir? Telji
svona upp af handahófi? Það er ógern
ingur að nefna þær allar.
— Jú, jú, gerðu það bara eins og
þú vilt.
— Ja. — Eftir daga Gísla biskups
fór prentsmiðjunni sífellt hnignandi,
bæði vegna harðinda og eymdar og
eins vegna lélegrar forstöðu. Það
er mjög sárt til þess að vita, að
slík skuli hafa orðið örlög Ilóla-
prentsmiðju að grotna niður og
verða eyðingu að bráð í höndum lít
ilsigldra manna. Árið sautján hundr-
uð níutíu og sjö var gerð tilraun
til að lífga prentverkið við, og stóð
Sigurður biskup Stefánsson fyrir
því fyrirtæki. Misjöfnum augum litu
landsmenn á þessa endurlífgun og
kenndi jafnvel háðungar í skrjfum
um prentverkið. Ég get lesið hérna
fyrir þig um það, sem Magnús
Stephensen skrifar um þennan at-
burð.
Þorsteinn setur upp gleraugu opn
ar bók og les:
„Mér sparast ómak greinilega að
útskýra, hversu Hólaprentverk eftir
formála Sigurhrósshugvekjanna, sem
í vetur eru þar útklesstar og afklastr-
aðar, bókast nú við að brölta aftur
á knén.“
Hann leggur frú sér bókina og tek-
ur gleraugun ofan.
— Svo fór ljka, að Hólaprentverk-
ið lognaðist út aí, og var prentsmiðj-
an lögð til Landsuppfræðingarfé-
lagsins.
— Gg meginorsök þess harðæri og
léleg forstaða, segirðu.
— Já, og svo tilkoma nýju prent-
smiðjunnar í Hrappsey árið sautján
hundruð sjötíu og þrjú.
Sunnlendingar létu ekki af kröf-
um sínum um prentsmiðju í Skál-
holtsdæmi, og konungur veitti leyfi
sitt að lokum árið sautján hundruð
sjötíu og tvö. Ólafur Olavíus kom
svo út hingað með prentverk árið
eftir, og var það sett niður í Hrapps-
ey. Þar var prentsmiðja í tuttugu ár,
og gegndi hlutverki sínu vel og gaf
mikið út af bókum, einkum á fyrri
htuta þess tímabils. Hrappseyjar-
prentið var bylting í íslenzkri
bókaútgáfu. Það kom nýr andi yfir
alla bókagerð. Þeir fara að gefa út
veraldlegar ijóðabækur, tímarit og
fræðslurit. Starf þeirra manna, sem
þar unnu, verður seint metið að
fullu, og er einkum vert að geta
Boga Benediktssonar, bónda í Hrapps
ey.
Um sautján hundruð og níubíu
fór að dofna yfir útgáfustarfseminni
í Hrappsey, og að lokum var prent-
smiðjan seld Landsuppfræðingarfé-
laginu og hún flutt úr Hrappsey til
Leirárgarða árið sautján hundruð níu
tíu og fimm. Árið sautján hundruð
níutíu og níu voru svo báðar prent-
smiðjurnar sameinaðar að Leirárgörð
um. Árið átján hundruð og fjórtán
var prentverkið flutt að Beitistöð-
um.skammt frá Leirá, og fimm ár-
um síðar lætur Magnús Stephensen
flytja það til Viðeyjar.
— Og það hafnaði trúlega að lok-
um í Reykjavík?
— Já. Það var flutt til Reykja-
víkur árið átján hundruð fjörutíu og
Opna úr Jóns-lagabók frá Hólum. Myndin sýnlr Ólaf Haraldsson hinn helga.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
969