Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 13.11.1966, Blaðsíða 21
Avignon. í ágústmánuði sama ár sáu Parísarbúar glóandi hnött á himnin- um. Þessi sýn stóð nokkra stand. Landskjálftar vom sagðir tíðir rétt fyrir pláguna. Landskjálfti varð slík- ur í Feneyjum, að klukkur Markúsar- kirkjunnar tóku að hringja af sjálfs dáðum og turnar og kirkjur hrundu til grunna. Síðast í júnímánuði 1338 varð vart vð mikla sveima af engisprettam- Mergðin var slík, að sólin huldist um hádegi, og ef þessi ófögnuður settist, varð jörðin svört á margra mílna svæði. Kvikindin átu allan jarðar- gróða, þar sem þau fóru um. 1346 koniu þau aftur, og auk þess upp hófst þá mi'kill músafaraldur á Þýzka landi. Auk sveima ýmis konar kvikinda, sem menn könnuðust við, þóttust menn einnig verða heldur betur var ir við torkennilegar og óhugnanlegar idýrategundir, sem enginn hafði fyrr augum litið. Svo var um undar- lega stórvaxna maðka, sem virtust geta skriöið óeðlilega fljótt. Einnig komu fram froskar með hala, sem þeinra tíðar náttúrufræðingar töldu ekki vera eðlilegan froskhala. Marg- vislegar þöddur og fuglar, köngulær og snákar, skutu upp kollinum, og ailtaf var eitthvað ískyggilegt við lit eða hátterni þessara kvikinda. Mikið bar á ókenniiegum eðlum og sporð- drekum, sem sveimuðu um eítir að skyggja tók og gáfu frá sér torkenni- leg hljóð og vein. Samtimahöfundur getur þess að, „margvísleg kvikindi, hverra eðli er að byggja jarðholur, komi upp á yfirborð jarðar og eyði- leggi uppskeruna, köngulær spinni járnþræði og jarðarávöxtur rotai fyr ir tiiverknað orma, sem enginn sjái. ‘ Sami höfundur heldur áfram: „Bú- smalinn dettur niður dauður í hagan um, án sýnilegra orsaka, brauðið á borðum manna breytist í mold“ og að vetri til mátti oft líta snjóinn iðandi af ógeðfelldum smákvikindum- „Búfjárpestir geisa, hundar og kettir ærast, og upp af jörðinni stíga oft eitraðar gufur. Hrafnagerið flokk ar sig og flýgur með háværu gargi umhéerfis sjúkrahúsin, einkum um nætur, og aðrir fuglar fara á kreik um nætur, gagnstætt öllu eðh sinu.“ Ýmsar nýjar uglategundir birtast, og meðal þeirra eru „pestarfuglar" svonefndir. Þegar plágan tók að geisa, linnti ekki fyrirburðum. Sögur voru um. brauð, sem rann blóð úr, þegar það var tekið út úr bökunarofninum og sneitt. Rauðir og hvítir smákross- ar féllu til jarðar á kiæði manna. Þeir, sem urðu fyrir þessum kross- um, dóu undantekningarlaust. Þess- ir fyrirburðir urðu víða til þess, að fólki féllust hendur. Það áleit, að einskis væri að vænta og beið dauð- ans. Læknar stóðu úrræðalausir gagn- vart plágunni. Þeir sem heiðarlegast- ir voru, játaðu vanmátt sinn og sögðu að piágan væri ólæknandi — þeir, sem læknuðust, gætu þakkað það hamingju sinni eða etastakri náð guðs. Þeir samþykktu þá skoðun kirkjunnar, að etaa von manna væri guðsótti og bænir. Það „gæti helzt megnað að verja fólk hinum eitruðu örvum.“ Annars var ekki að vænta á þess- um tímum. Pestarsýkillinn fannst ekki fyrr en 1894 og þá fyrst sann- aðist, hvernig hún dreifðist. „Pastur- ella pestis" lifir á rottum, strádrepur þær og berst úr þeim með flugum- Um þetta höfðu menn ekki minnsta grun, og því "ar ráðleysið algert með- al lærðra manna og lækna. Lækna- stéttin var undir aga kirkjunnar, há- skólarnir voru það einnig, og kirkj unnar menn litu á læknana sem nokkurs konar líkamshirða, en að þeirra dómi var sálin fyrir öllu: Sálu- hjálpta skipti meginmáli. Lækning sjúkdóma var venjulega þökkuð einihverjum dýrlingi, sem heit ið var á, en ekki lækninum, sem lagði á ráð um, hvernig mætti lækna htan sjúka- Presturinn stundaði ekki síður hinn sjúka en læknirtan, nema þegar bráðsmitandi plágur gengu — þá vildu knappast um vitjanir líkams- og sálnahirða. Presturinn otaði þá að hinum sjúka þeim dýrlingi, sem hann áleit sterkastan, og síðan var heitið á hann, hinum sjúka til bata. Galdraóttinn ríkti meðal aiþýð- unnar, og etanig meðal hinna Iærðu. Læknar, sem sáu lengra en pa þótti hollt, máttu alltaf búast við bví að vera litair hornauga og taldir galdramenn. Læknar urðu að taka fuilt tillit til guðfræðinnar, og því voru vístadi þeirra sambland af lækn isfræði og trúarkreddum, ásamt væn- um skammti af hjátrú og hindurvitn- um. Almenningur leitaði ógjaman til lærðra lækna, heldur sótti ráð til skottuiækna, gullgerðarmanna og kunnáttumanna. í svartadauða urðu læknar annálaðir fyrir okurverð á vitjunum. Flestallir neituðu þá að vitja pestarsjúklinga. Það voru helzt hinir allra merkustu, sem hættu lífi sínu með því að vitja sjúklinga. Guy de Chauliac dó úr pestinni, og einn frægasti læknir Ítalíu, Gentiles de Fulgieno, fór sömu leið. Ótrú manna á læknum kemur greimlega í ijós hjá Petrarka og fleiri hans idk’Um á þessum árum. Petrarka og aðrir honum andlega skyldir spör- uðu ekki að hæða og hrakyrða lækna stéttina fyrir vankunnáttu, hjátrú og gretadarskort, enda gáfust gömul hús ráð og keriingabækur oft betur í baráttunni við venjulega sjúkdóma, en sérvizkufullar ráðleggtagair lækna, sem höfðu þefað af líffærafræði og efnafræði, en skorti almenna gretad til þess að nota þekkinguna heppi- lega, þegar á lá. Sums staðar var það, að aimenning ur hélt, að læknar lygju upp pestar- sögum til þess að auka aðsóknina og magna þannig hræðslu og upplausn innan borganna. Flestallir þeir, sem tóku svarta- dauða, létust- Meðul voru einskis nýt og heitgöngur til helgra skrína urðu aðeins til þess að útbreiða pestma enn frekar. Eina ráðið, sem virtist duga, var flótttan. Þegar menn höfðu áttáð sig á þessu, biðu þeir ekki boðanna og flýðu borg, bæ og sveit, þar sem pestin geisaði. Stórar borgir voru oft nær mannlausar, þegar nokk ur hiuti íbúanna var fallinn úr plág- unni, því að þeir, sexn eftir lifðu, lögðu á flótta. Háir sem lágir flýðu. Víða voru gefta ráð til varnar pestinni. LæknaskóUnn í París lét birta eftirtaldar ráðleggingar í októ- ber 1348: „Ekki er ráðlegt að neyta kjúkl- inga, vaðfugia, grísa, gamals nauta- kjöts né netas feits kjöts. Kjöt af dýrum, sem lifa á þurrum stöðum, er hættuminnst. Það er hættulegt að sofa á daginn, og skyldu menn ekki sofa lengi eftir að dagur er .runninn. Menn eiga að varast kalda pg vota fæðu. Það er mjög hættulegt að fara út um nætur, einkum þegar er dögg- fall. Fiskmeti er stórhættulegt. Of mikil hreyfing en einnig hættuleg. Menn skyldu klæðast hlýjum fötum, sem verja þá kulda og regni. Það er mjög hættulegt að sjóða matinn í rigningarvatai. Ólívuoiía er banvæn. Feitlagið fólk á að liggja nakið úti í sólskini. Öli æsing, reiði, gleði og drykkjuskapur er stórhættulegt. Það er varhugavert að baða sig, og hnerri veit á illt.“ ítölsku læknarnir, Marsilío og Gar- bó, ráðlögðu mönnum eftirfarandi: „Menn skuli aldrei hugsa um, dauð- ann, forðast reiði og ástarbrinia. Menn mega ekki hafa áhyggjur af neinum sköpuðum hlut og hyggja eingöngu að því, sem er þeim til þæginda, yndisauka og lífsfegrunar. Menn skyldu forðast samkvæmislíf. Fólk á að setjast niður, þar sem Uact- úrufegurð er, til dæmis fagrir aldin- garðar, og einkum skulu menn rækta í görðum sínum ilmsterkar juitir. Forðast skal langdvalir i görðum um nætur, því að næturloftið er hættu- legt. Þegar plágur geisa, eiga menn að forðast gleðikonur og drykkju- menn. Vín skal drekka í hófi. Hljóm- list er heilsusamleg, og í góðri veðr- áttu að voriagi og sumarlagi er mönn um hollt að umgangast líttan hóp valinna manna. Menn skulu skoða skartmuni og gimsteina, þvi slíkt eyk ur gléði hjartans." Læknar álitu ró og spekt mjög holla, svo og hóflega vtadrykkju (á þessum timum voru brennd vín ó- þekkt til almennrar notkunar). Loftið var talið eitrazt af plágunni, og þess vegna hylltust menn til þess T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 981

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.