Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Qupperneq 4
1500—1600 milljónir mamna töld ust vera í heiminum öllum árið 1907, og börn fæddust jafn ótt og úr dlkaði við eyra manns og samt nokkru tíðar — sextlíu og átta á mínútu hverri. Eða svo hermdu skýrslur. Þrátt fyrir alla mannmergðina í heiminum voru íbúar hins ís- lenzka höfuðstaðar við Sund ekki nema tíu þúsund, og þar kom ekki einu sinni ein barnsfæðing á hverja sólarupprás. Skorti þó ekki góðar ljósmæður, þar sem þær voru, Þórunn Björnsdóttir og Þórdís Jónsdóttir, og hefði þvi mátt betur gera með nægri alúð og fullri nýtingu. En með því að viðkoman var nú einu sinni ekki meiri en þetta, nægði barnaskólinn við tjörnina, enda eitt mesta hús bæjarins með þaki, sem lak ekki dropa, og hef- ur engin barnaskólabygging á Vik- urlandi heppnazt svo vel til þessa dags. Þar var skólastjóri Morten Hansen, smávaxinn og bæklaður og bæði Ijútfmenni og spekingur, sem bændur uppi í sveit létu heita í höfuðið á. Þar var líka Guðlaug Arasen, ekki aldæla þeim, sem tor- næmir voru á mannasiði og héldu klunnalega um pennann'sinn. En úr því var helzt svo að bæta með snöggu höggi með reglustriku á fingurgómana. Þannig fóm þeir að suður i Danmörku. Brunnar og vatnspóstar voru enn í góðu gildi og með þeim vatnsberarnir, sem lengi settu mikinn svip á Reykjavík. Voru þeir að vísu ekkert tízkufólk á borð verzlunarþjónana og dætur emb- ættismannanna, en þó sannar hjálp arhellur góðborgaranna. Thomsens magasín var stórveldi, og þangað hópuðust bændurnir á lestunum með klyfjahesta sína, svo að ekki varð þverfótað fyrir þeim í grennd við verzlunarhúsin. Piltarnir í lat- ínuskólanum stóðu mörgum þrep- um ofar hverjum alþýðumanni, og ungmeyjarnar gerðu sig eins sið- ugar á svipinn og þeim var fram- ast unnt, þegar þeir komu niður skólabrúna, fetuðu forugt strætið, sem settlegast með alla þá eggjandi blygðunarsemi, sem þær höfðu þaulæft, í látbragði sínu — og gjó- uðu svo út undan sér augunum og leið þær fóru hjá. í hópi ógnvalda bæjarins voru Óli í Hólakoti, Stjáni blái og Jón sinnep, og þótti engum dælt að mæta þeim að kvöldlagi á myrkum stað, þegar á þeim var berserksgangur. Þá var mikil guðs blessun að vita af þeim einhvers staðar í nánd, Þorvaidi pólitíi, Ólafi búfræðingi, Jónasi næt urverði eða Palla frá Skammbeins- stöðum, þó að lögreglubúningur- inn þeirra væri ekki ævinlega ný- kominn undan strokjárninu og dyttu Disney Leith í hug tindátar, þegar hún sá þá. En þeim mun meiri gustur stóð af Þorvaldi, þeg- ar hann þeysti um göturnar á Grána sínum með dáiítið prúss- neskum liðþjálfatilburðum, og renndi arnfráum augum á fótgang andi lýðinn, sem hrökklaðist und- an upp að húsveggjunum. Jarðarfarir voru enn meiri hátt- ar skemmtun roskinna kvenna, sem komnar voru af þeim aldri, að til nokkurs væri fyrir þær að sækja böllin í Bárubúð, og ekki botnuðu að ráði í myndarunu þeirri sem birtist á tjaldinu í Reykjavík Biographteater, sem tók til starfa árið 1906 í Fjalakettinum, leikhúsi Valgarðs Breiðfjörðs. Það var ó- trúlegur skari dökkklæddra kvenna, sem oft þrammaði á eftir kistunum suður í garð, og nefnd- ust þær grátkonur, sem fastast sóttu þetta tómstundagaman. En við gat það borið, að þeim væri ekki alls kostar Ijóst, hvern var verið að bera til grafar, þótt frétta- fróðar væru, og lutu þær þá kannski að þeirri, er næst gekk, um ieið og þær brugðu hendi und- an dökku sjalinu og struku sér um augun, og spurðust fyrir um það, því alltaf var viðkunnanlegra að vita sann á slíku. Kirkjur voru tvær á bænum og skamunt á milli — dómkirkjan og fríkirkjan. Kirkjusókn var með á- gætum. Þó tók út yfir, þegar stofnað var til kirkjubrúðkaupa, og var ekki dæmalaust, að slíkar at- hafnir yrðu að fara fram við lög- regluvernd. En sá var grunur sumra, þó kannski ekki nægjanlega rökstuddur, að yngra fólkið kæml f kirkjurnar fieiri erinda en hlýða á sálmasöng og predikun. Að minnsta kosti kvað eitt Reykjavík- urblaðanna suma „af lauslætis- HORFÍÐ TIL ÁRSINS 1907 II 436 T í IVl I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.