Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Page 7
eyri var farinn að renna vonaraugu
til smáfisks þessa, og var það þó
ekki karl, sem Iaut að því, sem
lítilfjörlegt taldist.
ísafjörður var einnig mikill
mektarstaður óg litiu fámenari en
sjálf Akureyri, enda var þá með
talin útborgin Krókur, þar sem nú
var risin Pétursborg, niðursuðu-
verksmiðja Péturs M. Bjarnasonar,
er verða skyldi eitt mesta fyrir-
tæki landsins og veita þrjátíu til
fjörutíu manns atvinnu þegar í
stað. Var þó áður hvergi flutt jafn-
mikið af vöru á skip sem á ísa-
firði, að Reykjavík einni undanskil-
inni. Þar var heimsborgarbragur á
flestu. Þaðan var siglt með fisk
beint til Spánar, og þar fengust
ekki einungis „ágætustu vindlar,
sem konungar og keisarar reykja,“
hjá Bjarna Sigurðssyni í Skipagötu,
heldur einnig „hin heimsfræga,
þurrkaða mjólk, sem mest ihefur
veið talað um í útlendum blöð-
um“. Og þarna var vagga vélbáta-
útgerðarinnar, mesti vélbátafloti
landsins og fyrsta vélaverkstæðið,
sem komið var á fót. Hús sín
nefndu ísfirðingar eftir stórborg-
um utan lands. Hét til dæmis eitt
Rómaborg, og var um það kveðin
vísa.
Bygging ein við bæjartorg
breiðan skrýðir sjónarhring:
Rölulglituð Rómaborg,
reist af Jóni Geiteying.
Færöerne.“ En einmitt þetta ár
fluttist Pétur alfarinn brott frá
Bíldudal og stofnaði Milljónafé-
lagið sællar minningar. Og svo
er til fólk, sem heldur, að það hafi
aldrei heyrzt milljón nefnd 1 land-
inu fyrr en með síðustu tungl-
komu. Hugði Pétur á togaraútgerð
meðal annars, og renndu þó fleiri
hýru auga til slíkra veiðiskipa:
Togararnir Jón forseti, sem Alli-
ance lét smíða, og Marz, sem hluta-
félagið ísland keypti, komu til
landsins þetta sama ár.
Á Austfjörðum var Seyðisfjörð-
ur mestur staður. Þar var hefðar-
bragur á hinum gildari bæjar-
þegnum og talsvert af norsku ívafi,
og var það arfur frá þeim tíma,
er norskir síldveiðimenn þyrptust
til Austfjarða. Þar var kvenna-
blað fyrst gefið út á landi hér,
nokkru fyrir aldamótin, og kvenna
skóli var þar rekinn tvo vetur.
Heilum aldarfjórðungi fyrr hafði
þó verið kvennaskóli á Eskifirði,
stofnaður ári síðar en kvennaskól-
inn í Reykjavik.
I Alþingisrímunum gömlu er
þetta erindi:
Uppi 1 hlíðinni utan við Krók-
inn bjó kraftajötunninn Sólon Guð-
mundsson í Slunkaríki — sá, er
lét sig ekki muna um það að seil-
ast með annarri hendi í kenginn
á steininum mikla í Bolungavík-
urmölum og bera hann þrjár lengd
ir sínar jafnléttilega og vatnsskjóla
væri. Þegar aldur færðist á hann,
tók hann að yrkja, og er þetta vísu
korn um hið stórbrotna athafna-
líf á Vestfjörðum, eftir hann:
Fjögur þúsund svertingjar
starfa af feiknamóði.
Nær þá kolareykurinn
upp til hárra fjalla.
Annar fremdarstaður á Vest-
fjörðum var Bíldudalur, þar sem
Pétur Thorsteinsson hafði útveg
sinn. Saltfiskur frá Bíldudal varð
svo frægur á mörkuðum í útland-
inu að danskir fiskkaupmenn aug-
lýstu jafnvel .Bildal-Klipfisk fra
Sexæringurinn Stanley, eign Árna Gislasonar, fyrsta fleyta með aflvél i eigu
íslendinga.
TÍHINN - SUNNUDAGSBLAÐ
439