Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Side 10
„Treg var hún til þess að setjast í þetta hásæti, en hér urðu aðrir að ráða: Sterkir armar Hávarðs í
Króki lyftu frúnni í hnakkinn".
við strandið og svo ákvað hann,
að menn skyldu vera komnir á
strandstaðinn næsta dag á tiltek-
inni stund. — Sumir strandmanna,
hjónin og skipstjó'rinn, urðu kyrrir
á Fljótum.
Næstu daga var unnið við strand-
Ið. Strax var kominn sjór í lestar
skipsins og saltið brátt ónýtt. Þó
var nokkru af því bjargað. Matar-
forða og fatnaði skipverja var
bjargað, einnig áhöldum öllum,
seglum og köðlum. Siglutré voru
felld og þau færð upp í fjöruna,
ásamt rám og öllum reiða. Skút-
an færðist nær landi, svo að þurrt
varð að henni þegar lágsjávað var.
Svo var ákveðinn uppboðsdagur,
þar sem átti að selja þetta strand-
aða skip og allt, sem því heyrði
til. Það var fyrsti dagur einmán-
aðar. Veður var gott, og margt
manna var komið suður á Fljóta-
fjöru snemma dags. Sýslumaður-
urinn, Sigurður Eggerz, var kom-
inn og skrifari hans, Jón Þorsteins-
son: „Uppboðið er sett“.
En í því sýslumaður sagði þetta,
kom maður og afhenti honum bréf.
Hann leit á bréfið, las svo upphátt:
„Skip er að stranda við Kúðaós,
get ekki komið. Þér ættuð að
koma á vettvang. Stefán Ingimund-
arson“.
Sýslumaður fékk skrifara sínum
hamarinn og fól honum að halda
áfram uppboðinu, fékk sér hesta og
fylgdarmann og hélt á burt. Ekkert
sögulegt gerðist. Strandgóssið var
selt og slegið hæstbjóðanda, og
tíminn leið. Loks kom sýslumaður.
Hann saði, að togari væri land-
fastur úti við Kúðaós.
„Ég sendi hreppstjórana báðum
megin fljótsins suður í fjöru, á-
samt nokkrum kviklegum strák-
um,“ sagði hann.
Framhald á 454. síðu.
442
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ