Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Page 11
'1 Það bar eitt sinn til í byggð- arlagi, þar sem afbrot voru harla fátíð, að strákar nokkrir frömdu innbrot og stálu einu og öðru, einkum verkfærum ýmiss konar. Hreppstjóra sveit- arinnar tókst þó að hafa hend- ur í hári þeirra. Lét hann þá segja sér alla söguna, samdi síðan skýrslu um yfirheyislur sínar og sendi hana boðleið rétta til sýslumannsins. Nú fannst sýslumanni gripdeild’r strákanna ekki sérlega söguleg ar, því að hann hafði kynnxt mörgum brotamanninum ítæk- ari um dagana. Hitt varð hon- um starsýnna á, að nöfn þess- ara piltunga voru öll skriíuð með litlum staf, en heiti á góð- um og gagnlegum verkfærum, sem þeir höfðu hnuplað, með viðhafnarmiklum nástöfum: Hjólbörur, Skófla, Sög, Nagl- bítur. Þetta er líklega engú lakari réttritun en aðrir menn hafa tíðkað, enda virðast beztu stofn anir hallast að henni. f sjón- varpinu nýtur orð eins og „Ráðuneyti“ sömu virðingar og naglbítur hjá gamla hreppstjór- anum, og 1 Morgunblaðinu var „Rafmagnsbrennari“ í skurð- stofu eins sjúkrahússins heiðr- aður nýlega með sama hætti. Annars eru þeir miklir bragðarefir í sjónvarpinu. „Hér liggur liggur fiskur und- ir steini,“ sagði einn af mikilli getspeki, er honum sýndist ekki allt með felldu. Það er enn frétta af þeim vígstöðvum, að „Fred er áfram í kúrnum.“ Og svo „plata“ þeir, „stinga af“ "og óska Afríkukóngum góðra „kokka“ — meira að segja „prýðiskokka.“ Þetta er fólk, sem „líður“ ekki neina óhæfu, og gerir sjálfsagðan greinarmun á því, sem er „ekta“ og „óekta“. „Þú munnt deyja“, var sagt við einn svartan á miðvikudags- kvöldið í fyrri viku, og „munnti“ vissulega vel á því fara, að sú sjónvarpsréttritun hlyti skjóta viðurkenningu. í Morgunblaðinu sjáum við, að Heath karlinn spjarar sig: „Þá aðvaraði hann Wilson við því að búast við skjótum við- brögðum." Tíminn gleður landsmenn með því, að þrír óskilgetnir syn ir Trujillós einræðisherra hafi verið „viðurkenndir til að eiga rétt á arfi,“ og vegur það nokk- uð á móti hinu, að dægurlaga- söngkona, sem kvað heita Connie Francis, virðist nú „eitt- hvað vera að dala.“ Fjárhættu- spilari framhaldssögunnar er enginn veifiskati, og fer hann senn að telja „gæfur“ sínar 1 tylftum eins og kaupmennirn- ir tvinnakeflin. „Það færði mér eina gæfu,“ segir hann. En mik ið vill meira, og þess vegna bæt- ir hann við: „Kannski færir það mér aðra.“ Og snart síðan nakta öxl vinkonunnar með vör unum. Það gerði hann þó ein ungis „til að taka tilfinningar sínar skýrt fram.“ En þráðbeinn er þó ekki gæfuvegur þessa manns. Snögglega heyrast óp og skruðningar: „Dynkur gerði okkur bylt við og við hrukkum frá hvor öðru.“ Vonandi hefur þó ekki nein af „gæfunum“ farið forgörðum við það. Það hefur fróðum mönnum lengi verið kunnugt, að spilað er á fiðlur og gítara og mörg önnur hljóðfæri. í Vísi er svipt af því hulunni, að líka er „spil- að á mörk.“ Þróunin er þó komin skammt á veg: „Annar flokkurinn spilar annað mark- ið.“ Dr. Salazar er orðinn gamall maður og þyrfti góða aðhlynn- ingu. í fljótu bragði mætti ætla, að hann hefði komið sér upp vönduðu rúmi með dúnsængum og dýrindis svæflum — maður, sem hefur verið einræðisherra í landi sínu í þriðjung aldar. En það er nú öðru nær. í Alþýðublaðinu var einn daginn grein um dr. Salaz- ar með stórri fyrirsögn: „Ein- valdur í tómarúmi.“ í greininni sjálfri segir auðvitað ger af lé- legum viðleguútbúnaði einræð- iúherrans: „Þegar hann fellur frá, skilur hann eftir sig tóma- rúm, sem jafnvel stuðnings- menn hans eru farnir að ótt- ast“. Það er ekki nýtt, að hjúin geti ekki sætt sig við það, sem húsbændunum þykir nógu gott handa sér. En þetta hefði dokt- orinn mátt sjá fyrir. Jafnvel einn byltingarseggurinn „dúsar í fangelsi.“ Liggi bandingjarn- ir við dúsur í typtunarhúsun- um í Portúgal, má nærri geta, að dekrað hefur verið við hina, sem þjóna herra sínum af allri dyggð. Kannski tyggur mann- fjandinn hreint og beint í dús- urnar handa þeim eins og kerl- ingarnar handa kornbörnunum hér á árum fyrr? I T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 443

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.