Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Qupperneq 17
Torgsölukonur í Sarajevó með varning slnn fyrir framan basarana. BORGIN, ÞAR SEM ERKIHERTOGINN DÓ Hinn 28. dag júnímánaðar árið 1914 reið af skot í borginni Sara- jevó í Bosníu. Það var nítján ára gamall menntaskólapiltur, Gavriló Princip, sem hleypti af þessu skoti. Fyrir því varð ríkiserfinginn aust- urríski, Frans Ferdínand, erkiher- togi, er beið samstundis bana. Af- Ieiðingin varð heimsstyrjöldin fyrri — að minnsta kfsti var þessi atburður hafður að yfirskini. Sarajevó er höfuðborg Bosníu og Hersegovínu, eins sambands- iríkja þeirra, er mynda Júgóslavíu, og stendur í þröngum dal í fjalllendi miklu norður af Svart- fjallalandi á bökkum árinnar Mil- jakka. Þar lýstur mjög saman ara- bískum og serbneskum menning- aráhrifum, og þriðjungur borgar- búa aðhyllist Múhameðstrú. Áður en dagur er á lofti yfir brúnum f jallsins Trebevíts, hljómar um alla borgina bænaáikall Múhameðsprest anna frá mjóturni einhverrar mork unnar: Allah ins Allah. Jafnskjótt er tekið undir í hverjum mjóturn- inum af öðrum, unz þessi einkenni- legi, tilbreytingárlausi söngur hljómar frá öllum mjóturnum moskanna áttatíu, sem í Sarajevó eru — hátíðlegur og alvarlegur. Loks deyja langdregnir tónarnir út, og aftur heyrist ekkert annað en þytur golunnar í háum og bein- vöxnum öspunum og fótatak eins og eins manns, sem hraðar sér eft- ir steinstéttunum. Þannig vaknar Sarajevó af næturblundi morgun hvern. Slíkar hafa morgnar verið í Sara- jevó í margar aldir, og þannig hef- ur einnig verið morgun júnídags- ins eftirminnilega árið 1914. Kannski lá menntaskólapilturinn, sem íbúar þessarar borgar telja mestu hetju hennar, vakandi í rúmi sínu fyrir dögun og hlustaði á á- kall prestanna í mjóturnunum á meðan hann hugleiddi fyrirmæli þau, sem hann hafði fengið uro dagsverkið. Ungverjar reistu bæinn Bosna- var á þessum stað á þrettándu öld, og á rústum hans byggðist Sara- jevó í kringum 1500 og hlaut nafn af höll, sem eitt af stór- mennum Bosníu lét reisa. 1878 brutu austurrískar og ungverskar hersveitir Múhameðstrúarmenn í borginni á bak aftur. Nú eru í- búarnir orðnir um tvö hundruð þúsund, og í ferðamannabækling- um má lesa, að þar hafa fjörutíu nýjar verksmiðjur verið reistar síð- an heimsstyrjöldinni síðari Jauk. En þessu nýju iðjuver eru öll í úthverfunum, svo að þau spilla í engu hinum gamla kjarna borgar- innar, þar sem moskur og kirkjur eru við annað hvert fótmál, serb- nesk og tyrknesk íbúðarhús, sem skaga miklu lengra fram að ofan en neðan, má næstum því saman yfir þröngum og krókóttum göt- unum, og austurlenzkir basarar með háværa sölumenn iaða til sín langferðamenn. Enn heyrast högg kveða við í hverfi koparsmiðanna, þar sem litlir drengir troða fýsi- belgina, skósmiðirnir eru að sama starfi og þeir hafa haft með hönd- um á götum úti í margar aldir, og sveitakonur standa hnarreistar við mannhæðarháa hlaða af mel- ónum á grænmetistorgunum og spjalla glaðlega um síðustu við- burði. Það er sterkur þefur af steik, viðarolíu, hvítlauk og papríku í kringum dyr litlu veitingahúsanna, þar sem maturinn er færður beint upp úr pottum, sem sitja á hlóð- um í einu horninu. Kettir snuðra meðfram borðum og bíða þess, að eitthvað hrjóti á gólfið, og karl- menn dorma yfir kaffibolla og reykja vatnspípu sína í makind- um. Laglegar skólatelpur þvaðra og hlæja fyrir f-raman búð silfursmiðs ins, benda á skartgripina og óska sér þess að vera orðnar stórar og búnar að eignast aðdáendur, sem gefa fallegum stúlkum men og festar. Asnar hrina hástöfum í hlið- argötunum við grænmetistorgið. Og svo kveður allt í einu við á ný söngur prestanna frá mjóturnun- um, og jafnskjótt slær þögn á allt. Menn, sem átt hafa í hrókaræðum um verð og gæði varningsins, reykt vatnspípuna eða staðið á tali á ein- hverju götuhorninu, flýta sér að brunnunum í görðum moskanna. TÍMINN-SHNNUDAGSBLAÐ 449

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.