Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Qupperneq 20
ungra manna, sem settir höfðu
verið til þess að ráða erkihertog-
ann af dögum. Engum hinna fimm
hafði gefizt færi á að framkvæma
verkið. En nú beið Gavríló ekki
boðanna. Hann stökk upp á aur-
bretti vagnsins og hleypti af tveim
skotum. Það var ætlan hans að
bana erkihertoganum og yfirhers-
höfðingjanum. Fyrra skotið hæfði
þann, sem því var ætlað að hæfa,
en hið síðara varð Soffíu erkiher-
togafrú að bana. Henni hafði ekki
verið dauði ætlaður, þó að svona
tækist til.
Gavríló var þegar gripinn. Orð
var á því gert, hve karlmannlega
hann bar sig, þegar hann var leidd-
ur fyrir dómara sína. Hann tók á
sig einan alla ábyrgð á þessum
verknaði, þótt nú sé ful'lvíst af
skjölum, er fram komu árið 1953,
að þetta var víðtækt samsæri. Gav-
ríló og félagar hans voru í sam-
tökum ungra Bosníumanna, sem
æfðu vopnaburð á laun. Þessi sam-
tök voru í tengslum við þá hermd-
arverkahreyfingu Serba, sem
nefndist Svarta höndin, og foringi
hennar var yfirmaður serbnesku
upplýsingaþjónustunnar, Dragút-
in Dimítrijevíts — sami maðurinn
og lagði á öll ráð um morð Alxe-
anders konungs og Drögu drottn-
ingar árið 1903. Svarta höndin
haíði látið hinum ungu Bosníu-
mönnum í té vopn og komið á
framfæri nákvæmum fyrirmælum
um það. hvernig unnið skyldi á
erkihertoganum og yfirhershöfð-
ingjanum. En yfir varir Gavrílós
kom aidrei orð, sem vakið gæti
grun um það, hvernig til morðsins
var stofnað.
Hver var þessi Gavríló Princip?
Hann var fátækur sveitadrengur úr
fjailabyggð í Bosníu — einn
þriggja systkina, sem komizt höfðu
á legg af níu börnum foreldra
hans. Hann var um skeið skólafé-
lagi ívós Andrics í menntaskólan-
um i Sarajevó — einn hinna vupp-
reisnargjörnu engla“, sem ívó lýsti
í Brúnni yfir Drínu, hugsjónamað-
ur og draumamaður, sem þráði
heim, þar sem réttlæti og ham-
ingja ríkti og engum voru forrétt-
indi veitt á kostnáð annarra.
Draumsjón þessara manna var suð-
ur-slavneskt ríki, sem hefði leið-
sögu og forystu meðal þjóðarbrot-
anna á þessum slóðum og styddu
þau til þroska og bræðralags. Gav-
ríló gerðist morðingi og hermdar-
verkamaður. En sá einn getur
dæmt hann, er staðið hefur í spor-
um ungra manna í Bosníu á ár-
unum fyrir heimsstyrjöldina fyrri.
Um kynslóð hans segir ívó And-
ric:
„Það var langt síðan risið hafði
á legg kynslóð, sem talaði jafnoft
og einarðlega um lífið, lífsnautn-
ina og frelsið, þó að hún nyti
minni lífsgæða, ynni harðari hönd-
um og yrði skammlífari en aðrar.“
Gavríló hætti skólanámi í Sara-
jevó og flúði á fjöll. Hann komst
til Serbíu til þess að taka þátt í
skæruhernaði í Balkanstríðinu, var
sendur í þjálfunarstöðvar, en gerð-
ur afturreka sökum þess, hve þrótt
lítill hann þótti. Þá sneri hann til
Belgrad, naut þar nokkurrar einka
kennslu og byrjaði síðan mennta-
skólanám á ný. Hann las rit um
heimspeki og stjórnmál fram á
miðjar nætur og varð góðvinur
prentarans Kabrinóvíts, sein
sprengjunni kastaði í Sarajevó.
Fyrir meðalgöngu Kabrinóvíts
komst hanrx í kynni við Svörtu
höndina, tók að æfa skotfimi og
héit síðan á laun yfir fjöllin til
Sarajevó. Þar var hann um hríð
við nám og las mjög heimspeki-
rit, unz upp ranri sá dagur, að
hann varð nafnkunnur um öll
lönd jarðar.
Gavríló var ekki nein sérstök
skytta fremur en margir félagar
hans. Veraldarsagan hefði að ein-
hverju leyti orðið með öðrtim hætti
ef vagn erkihertogans hefði ekki
numið staðar rétt hjá honum. Mað-
urinn, sem hann varð að bana, var
ekki einungis hataður af öllum
serbneskum þjóðum, heldur einn-
ig harla óvinsæll í sjálfu heima-
landi sínu og hafði litla hylli
gamla keisarans. Á hinn bóginn
voru valdamiklir menn í Austur-
ríki, sem biðu átyllu til þess að
þjarma að Serbum. Og þeir létu
ekki tækifærið ganga sér úr greip-
um, þótt sumir þeirra hafi ekki
harmað hertogann svo mjög.
Margir konungar og þjóðhöfð-
ingjar hafa verið ráðnir af dögum,
án þess að af því hlytizt heims-
styrjöld, sem eyddi lönd og tor-
tímdi lífi milljóna. Og það væri
rangt að kenna Gavríló um heims-
styrjöldina. Orsakir hennar lágu
miklu dýpra. Þess hefði varla
verið langt að bíða, að stórófriður
skylli á, þótt Gavríló hefði ekki
komizt í færi við erkihertogann
Ófyrirleitin öfl stefndu eindregið
að stríði.
Stríðinu fylgdi hryllileg tortím-
ing. En þær urðu bölvabætur, að
margar þjóðir öðluðust frelsi, er
fallbyssurnar þögnuðu. Meðal
þeirra voru hinar suðurslavnesku
þjóðir, sem nú gátu myndað sterkt
og víðlent ríki. Fyrir þær sakir er
Gavrílós minnzt um gervalla Júgó-
slavíu sem hetju og velgerðar-
manns. Ýmsum kann að þykja
ískyggilegt, að morðingi skuli
njóta slíkrar hylli. Eigi að síður
er það svo, að Gavríló Princip er
í hugum Júgóslava eitthvað svip-
að og Vilhjálmur Tell er Svisslend-
ingum. Munurinn er sá einn, að
Gavríló var maður með holdi og
blóði, sem varð að gjalda grimmi-
lega verknaðar síns. Hann var of
ungur til þess, að austurrísk lög
leyfðu, að hann væri tekinn af lífi.
í þess stað var vistaður í fanga-
klefa neðan jarðar, þar sem hann
var hlekkjaður á höndum og fót-
um. Hann leit aldrei framar sól á
heiðum himni. Hann lifði ekki að
vita landa sína frjálsa og Júgósla-
víu risna af rústum heimsstyrjald-
arinnar. Hann dó árið 1918 í dýfl-
issunni í Teresíuborg, hrjáður af
hungri og illri meðferð og sjúkur
af berklum.
Síðan leið tæpur aldarfjórðung-
ur. Þá réðust Þjóðverjar inn í
Júgóslavíu. Ungir landar Gavrílós,
sem dreymdi mikla drauma
í æsku, myrti mann og lét lífið
með hörmungum í fangelsi óvina
sinna, þurftu ekki svo mjög að
hugsa sig um: Þeirra leið lá upp
í fjöllin, og þaðan hófu þeir skæru-
hernað sinn gegn innrásarsveitun-
um. Það var sjaldan talað um Gav-
ríló meðal fólks, sem gerði fjöll-
in að hæli sínu, en mjög margir
báru á sér mynd af honum. Kyn-
slóð hans sá ekki önnur úrræði
en hermdarverk, og hann /ar
barn síns tíma. Hin nýja kynslóð,
sem átti í höggi við Þjóðverja,
hugsaði á annan veg. Hún var að
skipuleggja baráttu heillar þjóðar,
sem einsetti að berjast til síðasta
manns, ef svo vildi verkast —
sigra eða líða undir lok. Þess
vegna kvað miklu minna að hermd-
arverkum í Júgóslavíu en meðal
margra annarra hernuminna þjóða,
er ekki gátu eða náðu að snúast
til skipulegrar varnar. Hermdar-
verk voru að vísu framin, en þau
voru ekki það, sem á var treyst.
Þegar Gavríló skaut erkihertogann
vissi hann, að hann var að fórna
lífi sjálfs sín. Og vegna vitundar-
452
TÍMINN - SUNXUDAGSBLAÐ