Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Qupperneq 21

Tíminn Sunnudagsblað - 21.05.1967, Qupperneq 21
Grafreitur í Sarajevó — á leiðunum eru steinsúlur, og er liking vefjarhattar efst á þeim súlum, er settar hafa verið á grafir karlmanna. Jnnar um það var hann fyrirmynd allra Júgóslava, sem háðu hinn árangursrika skæruhernað gegn Þjóðverjum. Serbar höfnuðu úrsiitakostum Austurríkismanna árið 1914. Þelrri neitun fylgdi, að tvær millj- ónir manna af suðurslavnesku þjóð erni týndu lífinu. í heimsstyrjöld- inni síðari sögðu Júgóslavar aftur nei við kröfum Þjóðverja. Sökum þess dó ein milljón og sjö hundr- uð þúsund manna. Árið 1948 höfn- uðu þeir enn tillögum þeim, sem Stalín vildi, að þeir samþykktu. Það dró ekki á eftir sér neinn þann dilk, að harma vekti, og vissi það þó enginn til fullrar hlítar fyrir- fram. Þannig er saga Slava. Eins lengi og sögur greina hafa þeir risið upp gegn útlendu valdi, sem leitaðist við að kúga þá. Gavríló Princip er Júgóslövum sem tákn- imynd þessarar lyndiseinkunnar. Við hornið, þar sem Gavríló etóð, þegar hann hljóp upp á aur- brettin á vagni erkihertogans, hafa fótspor verið mörkuð í steinstétt- ina, svo að aldrei gieymist, að það var hér, sem hann stóð. í hús- vegginn hefur verið greypt fáorð frásögn: „Á þessum stað lét Gavríló Pdnc ip í ljós andúð þjóðarinnar á harð- stjórninni og mörg hundrað ára gamla frelsisþrá Suður-Slava með byssuskotum sínum hinn 28. dag júnímánaðar árið 1914“. Stundum ber það við, að skóla- drengir í ilskóm nema staðar þarna á horninu og lesa áletrunina. Þá er ekki fátítt, að þeir stíga í spor- . in, sem meitluð hafa verið í gang- stéttina, og máti, hversu þeir fylla út í þau. Utlendingurinn stendur álengdar og horfir á. Hann botnar varla að neinu ráði í hugsunar- hætti og lífsviðhorfum þess fólks, sem byggir þessa borg. En hann getur kannski látið sig gruna óhvikulan vilja fátæktar og hrjáðr- ar þjóðar til þess að lifa í landi sínu og ráða sjálf örlögum sínum, hvað. sem það kostar. Eitt sinn skal hver deyja. Það [ skiptir ekki máli, þó að einstaklingurinn deyi, ef þjóðin lifir. Og drengirnir, sem eru að prófa sporin — er ekki vísast, að þeir gengju út í opinn dauðann eins og Gavríló, ef örlögin höguðu t því svo, að þeir stæðu einhvern tíma í sporum hans í raun og veru? Drengur við múrinn, þar sem erklhertoginn var skotinn til bana. Þeir. sem hugsa sér að halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu því að athuga fyrr en síðar, hvort eitthvað vantar í hiá þeim og ráða bót á því. T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 453

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.