Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Blaðsíða 8
þeim og sagðist ekkert hafa lært. Ég ætilaði að storka fínu fólki. En sannast sagna lærði ég dá- lítið í myndlist, þegar ég var leið- sögujmaður lisímálara undir Jökli. Ég vildi enga borgun þiggja í pen- ingum, en spurði mennina hins ■ vegar spjörunum úr um list þeirra og kunnáttu. Sko, þetta var minn skóli. Svo datt mér í hug að gera eitthvað, sem þeir höfðu ekki gert, og þá leitaði ég í náttúruna sjálfa. Hún kenndi mér þessa áferð. Á ég að segja þér af mér ljóta sögu? Stundum hef ég málað á hellur með bitvargablóði. Oftlega, þegar ég ligg á greni, hef skotið íófurnar og bíð eftir yrðlingunum, þá dunda ég við að mála á hell- ur með bitvargablóði, stundum fallegar myndir. Eins set ég sam- an kvæði á fjöllum. Ég skal lofa þér að heyra eitt, sem ég orti. Hin fagra minning fest við sumarnætur fegrar lifið, veitir ró og frið. í fögrum runna fjólan unga grætur, iiún fljúga vill, en binzt þó moldu við Nú fuglar syngja, elfur undir taka, æska lífsins skapar nýjan þrótt. Er sælan mest um sumarkvöld að vaka, þá sólin fögur býður góða nótt. Þá talar allt og engu hægt að leyna, andar blærinn, hér er kyrrt og hljótt. Er báran smáa strýkur harða steina, vilil steinninn mæla: Fagurt er í nótt. Sérðu. Þó mennirnir skynji ekki fegurðina, eru steinarnir svo lif- andi, að þeir sjá hana. — Þetta hefurðu lært á fjöll- um? — Já, og allt er hugsun. Jafn- vel fjöllin tala sínu máli. — En geta allir sJcidið mál náttúrunnar? — Það held ég hljóti að vera. Við refaskyttur skiljum það. Ég tala við tófuna eins og ég tala við þig. Við erum aftur seztir í stofuna að sötra katffi. — Mér hefur skilizt, Þórður, að þér sé ekkert um gagnrýnend- ur gefið? — Og mér skilst, að þeim sé ekkert getfið um mig. Annars eru þeir allir steyptir í sama mótið. Þeir þora ekki að standa einir. Það er eins og múgsefjan grípi þessa fáu menn. Svo er annað. Ég hélt, að gagnrýnendur ættu að gagnrýna Ustaverk en ekki að rítfa einstaka listamenn niður. Nú. Ef þeir vilja endilega hrekja einhvern út á gadd inn, eiga þeir að minnsta kosti að kynnast manninum, sem þeir ætla að rífa niður. Þeir geta bara hitt þann fyrir, sem þeir eru ekki menn til að kveða í kútinn. Ég held, að gagnrýnendur gætu sér að skaðlausu lært eitt vers úr Passíusálmunum, og ættu þeir að hafa það ytfir á hverju kvöldi, áð- ur en þeir skreiðast í bælið. Ókenndum þér, þó aumur sé, aldrei tililegðu háð né spé, þú veizt ei, hvern þú hittir þar, heldur en þessir Gyðingar. — En er nokkur furða, þó gagn- rýnendur líti allar þessar myndlist arsýningar óhýru auga. Er þjóðin gædd slíikum myndlistarhæfileik- um, að annar hver maður geti leyft sér að halda opinbera sýningu? — Vissulega eru íslendingaf list hneigðir, og engan skal undra, þó íislendingar séu listhneigðir, því skáld brúka kjaft. Þegar Haraldur hárfagri brauzt til valda, voru margir forfeður íslendinga gerðir útlægir fyrir ihelvítis kjaftinn. — Hvað er þá listhneigð, Þórð- ur? — Ég hef svo sem enga vísinda- lega skýringu á reiðum höndum, en ætli listhneigðin sé ekki vel- flestum í blóð borin viðlíka og trúlhneigðin og aðrar hneigðir. Annað mál er svo það, að hneigð- in er missterk með mönnum, kannski réttara að orða það svo, að menn séu misjafnlega hneigðar- sterkir. Þannig er það og hefur alltaf verið um listhneigða menn. Hjá sumum hefur þörfin á að veita þessari Ihneigð útrás ekki verið rí'kari en það, að þeim hef- ur tekizt að svætfa hana, að minnsta kosti að halda henni í sketfjum við hveredagsstrit. Aðrir hatfa orðið að fá henni útrás, hvað sem það kostaði. Þeir farga öllu tímanlegu fyrir listhneigð sína, jafnvel heill og hag ástvina sinna, og eru þessa ótfá dæmi. En þess eru einnig dæmi, að menn glata allri auðnu og jafnvel heilbrigðri skynsemi, þar eð þeir fá ekki tjáningarþörf sinni fullnægt. Áður fyrr voru aðstæður hér slíkar, að mönnum var ókleift að veita listhneigð sinni útrás nema í orði, bundnu máli eð óbundnu. Sök um þessa varð skáldskaparlist há þróaðri hér en í nokkru öðru landi og sagnaritun meira iðkuð en dæmi eru til með öðrum þjóðum. Hvað vitum við, hve marga tón- snillinga þjóðin hefur misst vegna þess, að hér fékkst enginn viður i strengjahljóðfæri og einungis hægt að beita röddinni í rímna- kveðskap og tvísöng. Ekki vitum við heldur, hversu margir mynd- listarsnillingar hafa farið forgörð- um hér vegna þess, að hér voru ekki handbærir neinir meðfærileg ir litir og ekki fannst hér nein steintegund, hentug til högg- myndagerðar. En forn útskurður sýnir, að þjóðin hefur búið yfir slíkum hæfileikum í myndlist. Þórður drepur í sjötta vindlin- um, horfir í gaupnir sér, og held- ur síðan áfram, alvarlegur í bragði. — Nú eru áðstæður breyttar frá því, sem áður var, og sökum þess er ekki nema eðlilegt, að tónlistar- menn og myndlistarmenn skuli vaða uppi en orðsins list sé hins vegar á undanhaldi. Breyttar að- stæður hafa leyst þarna úr viðjum listhneigð, sem var fjötruð um ald- ir. Því er nú einu sinni svo farið, að engin listgrein nær full'komn- un með nokkurri þjóð nema hún eigi sér rætur í alþýðulist og sæki þangað þjóðleg einkenni. Þetta verður að styðja hvað annað, ef vel á að vera. Ég tel því heimsku Iegt að amast við því, að alþýðu- maður fái listhneigð sinni útrás í línum og litum og sýni almenningi. Þetta gera hagyrðingar. Þeir kveða í eyru almennings og gefa stökur sínar út á prenti. Alþýðumaður, sem málar eins og andinn blæs honum í brjóst, verður myndlist- inni aldrei skaðlegur. Hann villir ekki myndlistarsmekk þjóðarinn- ar. Aftur á móti geta gagnrýnend- ur orðið mun hættulegri, ef þeir hampa tízkufyrirbæruim, sem eru Framhald á 526. síSu. 512 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.