Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 18.06.1967, Síða 11
Vort daglegt brauð Þegar verkalýðshreyfing festi hér rætur og hóf skipulagða kjarabaráttu, bættust íslenzk- unni ný orð, sem lutu að ný- mælum, er þá komu til sögu. Orð eins og verkfall komst fljótt á hvers manns varir. Nú gengur Þjóðviljinn fram fyrir skjöldu með annað orð, „stræk“: „Svíar við Búrfell fóru í matarstræk", er fyrirsögn í því blaði, og svo kom að því „að stræknum var af- lýst“. Kannski veldur túhliðr- unarsemi við Kanann og ál- höfðingjana því, að Þjóðviljan- um finnst nú tímabært að fara að kalla það stræki, sem hingað til hefur nefnzt verkföll. Morgunblaðið hefur tekið upp nýja tíðarbeygingu sagnarinnar að höggva: „höggvaði". Þar gat einnig að líta hið prýðilegasta nýyrði, „hausingavél11. Og Mogginn „ætti að vita, hvað hann syngur í tálknunum'1, svo að tekinn sé upp einn aí tals- háttum hans. „Ég vildi óska, að eggið, sem ég skreið úr, hefði aldrei verið verpt“, er líka hans mál. Hitt vil ég leiðrétta, er rangt var hermt í síðasta þætti: Það var í Tímanum, en ekki Morgunblaðinu, að hafísinn var sagður reka „inn yfir land- ið“. í Vísi sjáum við gefið í skyn, að Strandarkirkja sé á Reykja- nesi, en í dálkum Morgunblaðs- ins er stúlka ein, sem sagðist fædd austur á Síðu, spurð að því, hvort hún sé þá ekki skyld Síðu-Halli. En nei, því miður — getspekin brást: Bær Síðu- Halls reyndist sem sé verið hafa víðs fjarri byggðum Vestur Skaftafellssýslu. Vísi þykir einnig full hvers- dagslegt að segja, að þjófar steli — þeir „nappa“, og kann- ski lifa ungir menn þá stund, að dómarar landsins fari að dæma fingralöngu fólki hegn- ingu fyrir „napp“. Þar er einn- ig „sjokk“ tekið fram yfir lost eða að minnsta kosti notað jöfnum höndum, og „apparat“ þykir eigi síðra tæki. Þá er það sjónvarpið, og er af því nokkur tíðindi að segja. Á feldi þess (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri notaði þetta orð fyrstur í forspjalli sínu á kynningarkvöldi stjórn- málaflokkanna) sáum við í síðustu viku maímánaðar, að fleirtölumyndinni „músir“ hefur verið vikið til hliðar, og mun þess að vænta, að þar verði framvegis talað um mýs. Hins vegar var vættur talið karl- kynsorð á þeim bæ — meira að segja hvað eftir annað: „meinvætturinn“, „óvættur- inn“. Eitfchvað eru þetta líka kyndugar setningar: „Við Grikkir erum full af mót- sögnum", „hann yfirgaf hana fyrir aðra konu“. Ógerðarlegt er að segja, að „örn kroppaði í sundur lifur hans“, en lítt hófsamlegt að komast svo að orði: „Ég sór að fara ekki með ykkur í söfn“. í íslenzku máli hæfir hér sögnin að heita: Ég hét að fara ekki með ykkur í söfn. Og ekki myndi rétt talið í barnaskóla, það sem tvítekið var eitt kvöldið í Dýrð- lingnum: „Gangtu ekki fyrir gluggann". ★ Hér á þessari síðu hefur nú um skeið verið hent á lofti sitt af hverju, sem miður hefur far- ið hjá blöðum og sjónvarpi síðustu vikur. Það hefur þó verið talsvert handahófskennt, hvað til hefur verið tínt, enda gert af manni, sem ekki hefur haft tíma né tækifæri til þess að lesa blöðin frá orði til orðs, eða horfa á hvern sjónvarps- þátt. Það, sem hér hefur verið drepið á, hefur því einungis Verið lítið sýnishorn þess, hvaða frágang ritaðs máls það fólk, sem hefur atvinnu af skriftum hjá blöðum og sjónvarpi, leyfir sér að viðhafa. Vísast er, að mýmjörg dæmi, jafnhrópleg hinu versta, sem hér hefur ver- ið nefnt, hafi undan borið. Ekki skal um það dæmt, hvort þáttur sem þessi fær nokkru áorkað til bóta. Þó kann að vera, að hann geti hrósað sér af músasigrinum í sjón- varpinu, þar sem þráfaldlega var talað um „músir“, þar til nú fyrir skemmstu. Vonandi sfcendur fleira, sem þar hefur afskeiðis farið um málfar, til bóta. Leið að því marki, væri að fela mönnum, sem stundað hafa .íslenzkunám í háskóla, að semja skýringarnar með mynda- þáttunum. En hvort sem þessi gagnrýni hefur eitthvert gagn gert eða ekki, þá mun hún falla niður að sinni sökum fjarvistar þess, sem henni hefur haldið uppi. 515 ’# T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.