Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Qupperneq 4
0 Syðst í Ermarsundi, og þó mi'klu er Frakklandi en Englandi og raunar í sjáKu mynni Malóflóans, er dálítill eyjaklasi — hinar svo- nefndu Norðmannaeyjar. Eyjar þessar lúta yfirráðum Breta, og eru Jersey og Guernsey stærstar þeirra. Sem næst tíu kilómetra austan við Guernsey er smáeyja, sem nefnist Sark, um fimm fer- kílómetrar að flatarmáii. íbúarnir eru um fimm hundruð, en mann- félagið á þessari eyju á óviða sinn lika, því að þáð ber enn sterkan keim af lénsskipulaginu gamla. Til Skamms tíma drottnaði á eynni kona ein, mjög til aldurs komin, Stíbydi Hathaway að nafni, og kall- aðist eyjarfrúin. Sark er allhálend klettaeyja. Á austunströndinni er höfn, þar sem heitir Creux. Á einum stað sker- ast vogar inn í eyna úr báðum áttum, svo að litlu munar, 'a'ð sjór hafi náð að brjótast í gegn. Ör- mjór kiettahryggur tengir eyjar- hlutana saman, en eftir þessum mjóa hrygg hefur nú verið gerður vegur. Framan af öldum áttu fáir sér athvarf á Sarkey, enda ekki dælt að búa þar, er sjóræningjar óðu uppi á höínum og gátu gengið þar á land, hvenær sem var. En á þessu varð breyting á sextándu öld. Þá var á Jersey aðalsmaður Eyjarfrúin. eynni á milli þeirra, og fék’k hver fjölskylda ofurlítinn skika, sem áíti að nægja henni til framfæris. Það eru niðjar þessa. fólks, sem enn hafast við á eynni, og enn er landinu _skipt með svipuðum hætti og fyrir fjögur hundruð árum. Það getur varla heitið, að nein breyting hafi orðið á tölu skikanna og stærð. Eyjarnar í Ermansundi höfðu Til skamms tíma hafa Sarkeying- ar verið sjáKum sér nógir í flest- um greinum, enda hefði fólk ekki getað búið þar ella. Þar var not- aður sérstakur gjaldmiðill, og nú er þar í gildi svonefnt sundspund, sem jafngjldir raunar venjulegu sterlingspundi, en verður alls ekki komið í aðra mynt utan Engands, enda hafa fæstir bankamenn í heiminum nokkurn tíma séð þessa peninga og hefðu ekki hugboð um verðmæti þeirra, þótt einhver sýndi þeim þá. Helzta tekjulmd eyríkis þessa er nú tollur af tóbaki og áfengi, um tólf þúsund pund á ári, og með fargjaldaskatti, sem allir verða að greiða, er stíga á þiljur eyjarbáts- ins, eru greiddir vextir og afborg- anir af láni, sem varið var til hafn- argerðar. Loks verða allir, sem hafa umráð lands, að greiða nokkra landskuld. Þeim fjármun- um er nú varið til styrktar gamal- mennum, sjúklingum og umkomu- lausum börnum. Að jafnaði er landskuldin greidd bæði í pening- um og afurðum að gamalli venju. Geri einhver óskunda á eynni, er honum tafarlaust stefnt fyrir rétt. Dómstóllinn hefur þó ekki heimild til að kveða upp þunga sektardóma. Hámark refsingar, sem hann getur ákvarðað, er tveggja sólarhringa fangelsisvist einn, sem hét Helier de Carteret, og réði þar nökkru landsvæði. Hann fýsti ákaft að eignast heila eyju, og þess vegna sneri hann sér til Elísabetar drottningar árið 1563 og bað hana að veita sér Sarkey að léni. Hét hann að vernda hana og rækta og stugga burt víkingum þeim, sem þangað leituðu, ef drotitning yrði við bæn hans. Tveim árum síðar féllst drottning- in á að selja honum eyna í hend- ur, enda hefði hann þar eigi færri en fjörutíu vopnaða menn, svo að hann gæti varizt áhlaupum sjó- ræningja og annarra ævintýra- manna. Aðalsmanninum varð ekki skota »kuM úr því að smala saman fjöru- tíu fjölskyMum, sem hann fluttist nieð til eyjarinnar. Skipti hann lotið yfirráðum Englendinga j fimm aldir, er Helierd de Carteret gerðiist lénsherra á Sarkey. Þó hef- ur enskra áhrifa aldrei gætt þar ýkjamikið. Sarkeyingar hafa sjálí- ir sett sér lög, þeir búa við félags- hætti og skattheimtuherfi, sem er fyrir löngu úr sögunni annars stað- ar, og þeir hafa sérstaka land- stjórn. Mörgum tilskipunum og fyr irmælum fyrsta lénsherrans hefur ekki verið breytt í fjögur hundruð ár, og meðal annars má bóndi hvorki skipta skika sínum, selja hann né ánafna öðrum, nema til komi heimiid þess, sem fer með lénstign á eynni. Og fái einhver leyfi til þess að farga sneið af landi sínu, gengur talsverður hluti af veröinu til eyjarherrans eða eyjar- frúarinnar. eða fimm punda sekt. Fangaklefi var síðast notaður árift hafði einn eyjarskeggja drukkið sig ölvaðan og gengið berserks- gang um eyna. Fangaklefarnir eru tveir, og berserkurinn var látinn hírast i öðrum þeirra, þar til af honum rann. Séu framin afbrot, er varða þyngri refsingu en dóm- stóllinn er bær að fjalla um, eru sökudólgarnir sendir til Guerns- eyjar, þar sem kveða má upp harð- ari dóma. Lengst af hefur búskapurinn ver ið undirstaða afkomunnar. Nú er þetta tekið nokkuð að breytast. Því veldur höfnin. Ferðamenn streyma til eyjarinnar, um fjöru- tíu þúsund á ári, og þar hafa verið rekst þrjú stór gistihús, auk fjög- urra matsölustaða. Það er auðveld- 532 T Í 1» I N N — SUNNUDAGSBLAJD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.