Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Page 7
Lagarfl|ótsbrúin nýsmfðuð Hún var mikíð mannvirkl á sinni tíð.
þeir, sem ríðandi komu. En
þar sem við vorum austan fljóts
en hestar okkar vestan, héldum
við yfir brúna, og var þar óslitin
röð af fólki. Rétt þegar við nálg-
uðumst brúna, gerði snarpa vind-
hviðu, og brey-ttist veðurblíðan
snögglega í suðvestanrok. Vildi svo
til, að sá, sem gekk á undan mér,
missti hattinn, og fauk hann langt
út á fljót. Maðurinn rak upp óp
mikið, og við það leit sá næsti um
öxl, og sagan endurtók sig. Enn leit
sá þriðji um öxl, og þarna flutu
þrír hattar, sem sigldu með glæsi-
brag út fljótið. Hvort þá rak seinna
á fjörur Héraðsbúa, veit ég ekki.
Við bjuggum okkur nú til ferð-
ar svo fljótt sem við gátum, því
að við, sem ætluðum á hestum, vor-
um farnir að óttast um vélbátinn.
Við vorum þrír bræður saman,
auk margra annarra úr Fellum og
Fljótsdal. Veðrið var nú orðið
rokhvasst, að við urðum að halla
okkur fram á makkann á hestun-
um til þess að hafa á móti. Höfuð-
föt og annað lauslegt var vand-
lega frágengið í hnakktöskunum
eða þá innan klæða, því að veðr-
ið hefði tekið allt, sem losnað gat,
svo var veðurofsinn ægilegur. Urð-
um við alvarlega hræddir um þát-
inn, því að aldan á Lagarfljóti er
mjög kröpp í svona veðri og brýt-
ur í hverja báru. Svo var fljótið
yfir að líta sem það væri aUf einn
ógurlegur brotsjór.
Það jók ótta Okkar bræðra, að
á bátnum voru foreldrar okkar og
fjögur systkini, auk margra vina
og frænda. Keyrðum við hestana
sem mest við máttum, enda vorum
við léttir strákar á milli ferming-
ar og tvítugs, en hestarnir röskir
og þolgóðir. Miðaði okkur þvt vel
áfram, þrátt fyrir veðurofsann
beint í fangið.
Myrkur var skollið á, svo að von-
laust var að sjá nokkuð tii báts-
ins, enda svo langt um liðið, að
hann átti að vera kominn
að Brekku fyrir löngu, ef allt hefði
gengið skaplega.
Þegar við komum á móts við
Skeggjastaði, sáum við einhverja
þúst rétt ofan við veginn. Við nán-
ari athugun reyndist þetta vera
flokkur gangandi fólks á leið heim
að bænum. Var þarna komið fólk-
ið af bátnum, og sagði það þau
tíðindi, að nauðlent hafði verið í
Iítilli vík og bátinn rekið aftur á
bak svo langt upp í flæðarmálið að
fólkið komst þurrum fótum á land.
Ekkert slys hafði orðið á mönnum,
og báturinn var óskemmdur. Þótti
þetta ganga kraftaverki næst I ofsa
roki og náttmyrkri. Vík ég nú -óg-
unni að sjálfri bátsferðinni og
styðst þar við frásögn konu minn-
ar, sem var meðal farþega á bátn-
um, þá sextán ára gömul.
Lagt var af stað frá brúnni í
bezta veðri og raðað í bátinn eins
mörgum farþegum og fært þótti.
Gekk allt vel upp að Vallanesi, en
þar fór í land hópur Skriðdælinga
og Vallamanna. Eftir urðu Fljóts-
dælingar og Jökuldælingar, sem
komið höfðu með bátnum frá
Brekku um morguninn, alls upp
undir þrjátíu farþegar, mest rosk-
in hjón með börn sín. Varla var
báturinn laus frá landi, þegar
hvessa tók af suðvestri, og skall
á svipstundu á aftakarok. Tók þá
bátstjórinn þá ákvörðun að leita
yfir undir vesturbakka fljótsins, ef
veðrið skyldi vera vægara þar.
Eins og^ áður var sagt var
Tryggvi Ólafsson bátstjóri, og
skyldi aðstoðarmaður hans stýra,
þegar Tryggvi var sjálfur tepptur
við vélina. Veitti Tryggvi-því eft-
irtekt, að stýrimaður var eitthvað
ótryggur við stjórnvölinn, en sjálf-
ur komst hann ekki frá vélinni.
Kallaði hann þá til Halldórs Bene-
diktssonar, bónda á Skriðuklaustri,
og bað hann taka við stýrinu. Mátti
það ekki seinna vera, því að mað-
urinn valt niður í bátinn og svaf
þar svefni hinna réttlátu allt á leið-
arenda.
Halldór stýrði nú, og var haldið
sem næst beint í ölduna, en þó
reynt að nálgast vesturbakkann,
eftir því sem unnt var. Veðrið smá-
harðnaði, og ganghraði bátsins
minnkaði. Þegar komið var
á móts við Hrafnsgerði, hætti bát-
urinn að hafa á móti. Tók hann
að reka undan veðrinu, og var þá
ekki um annað að gera en halda
honum upp í ölduna og láta hann
berast þannig undan. Kallaði Iíall-
dór á dóttur sína, sem sat
frammi í bátnum, og bað hana að
koma til sín. Munu flestir, sem inn-
an borðs voru, hafa gert sér grein
fyrir því, að engu siátti muna, ef
björgun átti að takast. Enginn
mælti æðruorð, en gleðskapur all-
ur féll niður af sjálfu sér. Sátu
menn hljóðir og biðu þess, íem
verða vildi.
Myrkur var dottið á, og var því
örðugt að finna stað, þar sem
lendandi væri. Halldór var þarna
kunnugur frá gamalli tíð, og vissi
hann af lítilli sandvík niður af
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAf)
535