Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Síða 10
Vélbúnaðurinn í auga því, sem sjórinn streymlr um viS aSfall og útfall.
ir, sem glímdu við þessa þraut, og
skömmu eftir heimsstyrjöldina
fyrri sóttu tvö hundruð og átján
menn á einu og sama ári um einka-
rétt á aðferðum til þess að virkja
sjávarföllin. En engin þessara að-
ferða reyndist hagnýt, þegar til
kastanna kom. Hlutföllin milli til-
kO'stnaðarins og orkunnar, sem í
vonum var, voru svo óhagstæð, að
ekki koma til greina að beita þeim.
En nú er öldin önnur og sigr-
uð sú þraut, er virtist óyfirstígan-
Prestur nokkur hóf stólræðu
sína á þessa leið:
Vér sáum örn úti á Gíslakots-
bökkum í gær. Vér meintum, að
hún hefði misst undan sér hið
hægra lærið. Svo fer Guð með
oss hinar • skynsemdarfullu skepn-
ur. Hann sviftir oss hinu andlega
læri. Tak þú því skónál skynsem-
innar, þræddu hana með þræði
þrenningarinnar, taktu lepp lítil-
mennskunnar og legðu fyrir sálar-
innar holudyr, svo að hinn hel-
vízki kattarormur, djöfullinn, kom
ist ekki inn og nái að gera svona
og svona ...
Og presturinn klóraði út í loftið.
leg fyrir tæpum fimmtíu árum.
Sjávarfallorkuverið í Rancesfljóti
hefur því dregið að sér at-
hygli verkfræðinga um heim allan,
þótt víðar séu á döfinni svipaðar
fyrirætlanir. Ráðstjórnin í Sovét-
ríkjunum hefur til dæmis á prjón-
unum miklar áætlanir um sams
konar orkuver við Hvítahaf og Bar-
entshaf í nánd við heimskautsbaug
eða jafnvel norðan hans. Það er
einn þátturinn í sóknihni norður
á bóginn, en eins og kunnugt er
Hér er byrjun á stólræðu:
Ég ætla að leggja út af hinum
„narraktuga" Farísea og hinum
„skítaktuga“ tollheimtumanni, er
þeir gengu upp í musterið að biðj
ast fyrir.
Tollheimtumaðm’inn nögraði
og hökti, bögraði og bökti, skjögr-
aði og skjökti, unz hann loksins
komst upp í kórbekkinn og lá þar
eins og í doðasótt.
En Faríseinn gekk nokkuð ribb-
aldalega upp að altarinu og flutti
þar langa rollu, og síðan tók hann
bæn sína, rétt eins og þegar smala
maður snýr roð upp í smalatík sína
og smeygir því upp í andlitið á
sér.
hafa Rússar lengi varið ógrynni
fjár til rannsókna og tilrauna í við
ernum hinna norðlægu héraða
ríkis síns og hafið þar stórfellt
landnám, er sífellt færist í aukana.
Það eru ekki eingöngu stórþjóð-
irnar, sem glímt hafa við þá þraut,
hvernig hafa mætti not af sjávar-
föllunum og láta þau vinna fyrir
sig. Vestur í Breiðafjarðareyjum
var bóndi, Vigfús Hjaltalín í Brok-
ey, ekki lét sér vaxa í augum að
reyna að beizla fallstrauminn við
eyna. Og honum tókst það á sinn
hátt.
Svo hagar til, að milli heiraa-
eyjarinnar og svonefndrar Norður-
eyjar er mjótt sund, og er í því
stríður strengur á sjávarföLlum,
einna líkastur straumharðri á.
Þarna kom Vigfús upp vatnsmyllu
skömmu eftir aldamótin síðustu, og
var hún notuð í tvo áratugi til
þess að mala korn. Er enn tii sýn-
is mylluhústóftin í Brokey, og
liggja í henni myllusteinarnir, sem
möluðu mjölið handa Brokeyjar-
heimilinu, ásamt leifum af myllu-
karli og tannhjóli úr tré, og minna
á hugkvæman framtaksmann, sem
leysti af höndum mikla þraut með
þeirri prýði, að óvíst er, að öðrum
hefði betur tekizt, þótt meiri lær-
dóm hefði haft við að styðjast.
PRESTAGAMAN
538
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ