Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 11
BJARNI HALLDÓRSSON: Páskabylurinn 1917 Margir muna enn eftir hinu mikla veðri, sem gekk yfir Norð- ur- og Austurland frá 7. til 10. apríl 1917. Hefur víða verið um þetta veður Skrifað. Ég var ráðinn kennari í Möðru- dal á Fjöllum frá áramótum þenn- an vetur. En auk þess átti ég að (hirða hesta, sem teknir höfðu ver- ir í hús eða á gjöf, eins og venja var að orða það. Þetta var einu ári eftir andlát Stefáns bónda í Möðrudal, og bjó ekkjan áfram aneð börnum sínum, en Einar sonur hennar, var ráðsmaður hjá henni. Við munum hafa verið fjór- ir karlmenn, eftir að ég kom þang- að. Einn hirti féð á Byrgjunum (sem voru beitarhúss og tveir um féð, sem var heima, ásamt kúm, og svo þurfti einn oft að vera í sendiferðum. Það var föst venja að skipta um fé á Byrgjunum um mánaðamótin marz og apríl. Þá voru settar þangað allar síðbærur og geldar ær, ásamt sauðum, ef til voru. Veðrátba hafði verið óvenjugóð fram að páskum, svo að ekki var smalað Byrgjafénu til heimrekstr- ar fyrr en laugardaginn fyrir páska. Við fórum þrír að sækja féð og þurftum auðvitað að smala því saman vítt og breitt í „útlandi“, sem kallað var, áður en heim- relcstur byrjaði. Þetta gekk ágætlega, og vor- um við komnir með féð heim í björtu. Það var hýst í svokölluð- um Dalhúsum — þau voru nyrzt á túninu og aðskilin frá öðrum gripahúsum með svolitlu dalverpi, sem lá þar á milli.. Þessi hús voru tvö með hlöðu í miðju, þannig að ein samstæða myndaðist. Svo þröngt var á fénu, að eng- in leið var að það kæmist allt á garða samtímis. Eftir að fénu hafði verið gefið og frá öllu gengið sem bezt, fórum við heim til þess að fá okkur hressingu. Skömmu þar á eftir bar gest að garði. Það var Páll Vigfússon, góður kunningi okkar allra. Hann var að koma austan af Jökuldal ríðandi á ungum fola, sem hann átti þá. Við fórum með hestinn út í hesfhús, sem stóð norðaustan við kirikjugarðinn. Þar gáfum við honum vel, og nú var gestinum veittur beini á þann hábt, sem þekktist í Möðrudal: Að bera á borð alls konar matarkræsingar. — Svo var strax byrjað að skemmta sér með gamanmálum, gleði og söng, og gekk á því fram til miðnættis. Þá hafði Páll orð á því, að betra væri að ’ brynna hesti hans, áður en við gengjum til náða. Nú var sjálfsagt, að allir fylgdu honum út í hesthús, og höfðum við vatnsfötu meðferðis, sem við fengum niðri í eldhúsi — fórum svo bakdyramegin út. Hurðinni var lokað innan frá með orfbroti, sem var stungið í gólf og fest svo undir oka, sem hurðini .. Úti var rjóma drífa. Viðstaða var ekki löng í hesthúsinu og við fórum sömu leið inn. Hver þar fór seinastur fékkst aldrei upplýst, en sá hafði mikið á samvizkunni og kem ég að því síðar. Húsaskipan í Möðrudal var þann ig, að nokkur hluti af bænum var byggður síðar sem viðbót við gamla baðstofu, sem sneri austur og vestur, alveg syðst í húsasam- stæðunni. Svo hafði verið byggt norðan og vestan við þetta, og var timburbygging með stórum kvisti að vestan. Bæjardyr voru á miðju og breiður gangur inn úr þeim. Norðan við ganginn var lítið svefn- herbergi og bak við það smíða- stofa. Sunnan við ganginn var gestastofa, sæmilega rúmgóð. Svo var eitt svefnherbergi á milli hennar og baðstofunnar. Yfir bæjardyrum (og hluta af stofu og svefnherbergi var svo kvistur, og þar sváfu piltar, eftir því sem á stóð — á sumrin fjórir eða fimm en færri á vetrum. Nú vorum við þarna fjórir og voru tveir og tveir í rúmi. Við Einar sváfum saman að sunnan verðu með höfðalagið rétt undir glugga. Ég sofnaði fljótt eftir langan og erilsaman dag. En ég hafði sotfið sbutt, þegar ég vaknaði við einhvern sársauka. Jafnframt fann ég snjókóf steypast yfir okkur í rúminu líkt og við værum úti. Það var kominn öskrandi norðan- stórhríð og gluggarúðan yfir okk- ur, sem kannski hefur verið sprungin, hafði brotnað. Glerbrot- in fuku inn yfir okkur. Ég hafði legið á hliðinni, og eitt brotið hafði sært mig á eyranu. Við Ein- ar tókum koddann okkar og stung- uim honum upp í gluggann, þann- ig að tiltölulega lítið gustaði inn á okkur. Svo tíndum við eitthvað af fötum saman undir höfuðið á okk- ur og sofnuðum aftur. Þegar konurnar ætluðu ofan um morguninn til þess að hita morgunkaffið, brá þeim í brún: Snjóskaflinn mætti þeim í miðjum stiganum niður í eldhúsið. Þá kom í ljós, að útihurðin í bakdyrunum hafði hrokkið upp, og snjóskaflar voru í öllum göngum og vistar- verum, sem voru í kjallaranum undir norðurhluta byggingarinn- ar. Við þessu var ekkert hægt að gera í bráð, nema loka útidyrunum. en úti var blindþreifandi bylur. Þegar við karlmennirnir höfð- um búið okkur vel, skiptum við með okkur verkum. Ég átti að fara í hesthúsin tvö, tveir fóru út í Dalhúsin og aðrir í fjérhúsin, sem nær voru. Mér gekk mjög vel að finna hesthúsin og lauk þar verki á stuttum tíma og gaf hest- unum snjó fyrir vatn. Þegar ég hafði lokið við mitt verk, greip mig sterk löngun til að hitta þá, sem voru í Dalhús- unum. Ég taldi núg alveg örugg- an að finna þau, en bylurinn var svo svartur, að ég sá aðeins niðui fyrir fæturna á mér. f Ijóst, að þetta var hættulegt. Það mátti. engu muna, að ég hitti á húsin, því þau hafði alveg snjóað í kaf, og lægðin var orðin fuíl af snjó, svo þar mátti heita slétt að öllu. Þegar ég var viss, að ég hefði gengið lengra en vegalengd- in var út að húsunum, sneri ég við. Jafnframt horfði ég nákvæm- lega á snjóinn fyrir fótum mér, hvort nokkur missmíði sæjust á honum. Jú, þarna sá ég litlar snjó- örður. Ég gekk einn hring til þess að sjá, hvort þær voru dreifðar. Jú, þær voru það. Þá fór ég stærri hring til að finna, hvar þær /æru 'Framhald á 548. síðu TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 539

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.