Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Blaðsíða 13
f ■■■ ,M,
Slefán Stefánsson var kunnastur leiðsögumaður útlendra ferðamanna
á landi hér. Hann gerþekkti landið af löngum ferðalögum á hestum
hvert einasta sumar. Þó mun Krisuvík hafa verið honum kærari en
flestir staðir aðrir. Við Kleifarvatn hefur skjöldur verið felldur í klett
til minningar um hann og höfði verið nefndur eftir honum. Á þeim stað
var ösku hans dreift út á vatnði að fyrirlagi hans sjálfs. Grein þá, sem
hér birtist, mun Stefán hafa ritað alllöngu áður en hann lézt, og var það
einn þátturinn í ræktarsemi hans við Krísuvík.
þessara tveggja kletta væri Dagon.
Um þetta mál sýndist sitt hverj-
um. Vísast um þetta mál i sýsiu-
bækur Gullbringusýslu.
Á korti herforingjaráösisis
danska, er Dagon sýndur mjög
greinilega, en hér kemur til greina,
eins og reyndar víöa annars staðar,
hversu öruggar heimildir þeirra
mælingamanna hafi verið.
Bilið millum hinna tveggja
hraundranga, eða fjöruræma sú,
sem deilurnar hafa verið um, mun
eigi lengri en það, að meðalstóran
hval gæti fest þar.
Ummál Krísuvíkurlandareignar,
er milli sextíu til sjötíu kílómetrar,
en flatarmálið eitthvað á þriðja
hundrað ferkílómetra. Er stórmikill
hfuti af þessu víða flæmi ýmist ber
og nakin fjöll með smáa og strjála
grasteyginga upp í ræturnar eða þá
víðáttumiklar hrauiibreiður, þar
sem lítinn gróður er að finna ann-
an en grámosa gnógan og svo lyng
á stöku stað. Aðalgraslendið í land-
areigninni er í sjálfu Krísuvíkur-
hverfinu og þar í nánd. Má segja,
að takmörk þessa svæðis séu Ög-
mundarhraun að vestan, Sveiflu-
háls að norðvestan, Kleifarvatn að
norðan, gróðurlítlar hæðir og mel-
ásar að norðaustan og svo Geita-
hlíð, Eldborg og Krísuvíkurhraun
að austan, en bjargið og hafið að
sunnan. Þessi óbrunna landspilda
er nálega sex kílómetra breið syðst
— sem svarar allri lengd Krísu-
víkurbergs frá Ytri-Bergsenda til
hins eystri, en mjókkar svo jafnt
og þétt allt norður að Kleifarvatni
og verður þar ekki breiðari en
suðurendi vatnsins, einn til tveir
kílómetrar. En frá bjargbrún og
inn að Kleifarvatni eru um níu
kílómetrar. Á svæði þessu skiptust
á tún, engi, hagmýrar og heið-
lendi, vaxið lyngi og lítils háttar
kjarri. En víða er gróðurlendi þetta
sundurslitið af gróðurlausum mel-
um og grýttum flögum. Geta mætti
þess til, að valllendið og mýrarnar
á þessu svæði hafi verið tíu fer-
kílómetrar.
Ýms fell og hæðir rísa upp úr
sléttlendi þessu, svo sem Lamba-
fellin tvö, sem aðskilja Vesturengi
og Austurengi, Bæjarfellið norðan
við Krísuvíkurbæinn og Arnarfell,
suður af bænum. Bæði þessi íell
eru móbergsfjöll. Sunnar nokkru,
er hálsdrag eitt austur af Fitatúni.
Eru þar vestastir móbergstindarn-
ir Strákar, þá Selalda, Selhóll og
Trygghólar austastir. Það var tal-
inn hádegisstaður frá Krísúvík,
þar sem mætast rætur Eystri-
Trygghólsins og jafnsléttan aust
ur af honum. Suður af Selöldu og
fremst á brún Krísuvíkurbjargs er
hæð sú, er Skriða heitir. Mun þar
vera hinn eini staður í berginu,
sem nokkurs móbergs gætir, en
vestanvert við hæð þessa er basalt-
lag, eitt eða fleiri. Efst í bjarg-
brúninni skagar basaltið þar lengra
Bæjarhóllinn í Krísuvtk og kirkjan, tröðin heim að bænum og gömul, jarðsigin garðlög.
TT í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
541