Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Side 14
fram en móbergið (af skiljanlegum
ástæðum, svo að loftsig er alla
leið niður í urðina, sem þar er
neðan undir. Er þarna einn hinna
fáu og fremur smáu staða á allri
strandlengju Krísuvíkur, sem
vænta má, að nokkuð reki á fjör-
urnar. »
Framan í Skriðunni er Ræningja
stígur (hans er getið í Þjóðsögum
J. Á. og ef til vill víðar). Stígur
þessi er gangur einn, sem myndazt
hefur í móberginu og liggur ská-
hallt ofan af bjargbiiin og niður
í flæðarmál. Ræningjastígur hefur
verið fær til skamms tíma, en nú
er sagt, að svo mikið sé hrunið úr
honum á einum stað, að Mtt muni
hann fær eða ekki.
Utan þessa svæðis, sem hér er
nefnt, má telja til gróðurlendis
hina svonefndu Klofninga í Krísu-
víkurhrauni. Þar er sauðfjárbeit
góð, þá er Fjárskjólshraun sunnan
1 Geitahlíð, austarlega, og hólm-
arnir tveir i Ögmundarlhrauni, Hús
hólmi og Óbrennishólmi. Er. á öll-
um þessum stöðum lynggróður
mikill og dálítið kjarr, sprottið upp
úr gömlum hraunum.
Þá eru hjáleigurnar tvær. Aust-
an við Núphlíðarháls voru Vigdís-
arvellir og Bali með túnstæði sín
og mýraskika í nágrrenninu, og
svo að lokum Dalirnir og vallendis-
flatirnar fyrir innan Kleifarvatn,
ásamt grasbrekkum no'kkrum, sem
ganga þar upp í hlíðarnar.
Sævarströndin.
Strandlengja landareignarínnar
frá Dagon á Selatöngum og austur
í sýslumörk á Seljabót er fimmián
til sextán kílómetrar. Frá Dagon
og á austurjaðar Ögmundarhrauns
eru fimm til sex kílómetrar. Er það
óslitin hraunbreiða állt í sæ fram,
að yndantekinni Húshólmafjóru,
sem vart er lengri en 300 til 400
metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur
við þverhnípt bjargið (Krísuvíkur-
berg) og er það talið þrítugt til
fertugt að faðmatali. Ekki er ó-
líklegt, að þessi áætlun um hæð
bjargsins sé nokkuð rífleg, því að
á korti herforingjaráðsins eru sýnd
ar tvær hæðamælingar á bjargbrún
inni og er önnur 33 metrar, en hin
36. Ef til vill gæti það átt við hér,
sem Páll Ólafsson kvað forðum:
„Þeir ljúga báðir, held ég megi
segja.“
Fyrir austan Eystri-Bergsenda
tekur við Krísuvíkurhraunið, allt
austur á Seljabót, og þar fyrir aust-
an Herdísarvíkurhraun. En þá er
komið austur fyrir sýslumörk, og
skal því staðar numið.
Þar sem hraun þessi, Ögmund-
arhraun og Krísuvíkurhraun,
ganga fram á sævarströndina,
verða víðast hvar hamrar nokkrir,
en þó ekki nægilega háir til þess,
að bjargfugl geti haldizt þar við
um varptímann.
Þrátt fyrir þessa miklu strand-
lengju eru þó furðulega fáir staðir
á henni, þar sem reka getur fest
og rnunu rekasvæðin öll til samans
vart vera lengri en einn kílómetri.
Af þessum stuttu fjörustúfum eru
Skriða, sem áður er nefnd, en þar
er bjargsig allmikið og verður að
draga upp í festum hvern þann
hlut, sem þar rekur á fjöru og
að nokkrum notum skal koma.
Sama máli gegnir og um Bergs-
endana báða, þá sjaldan nokkað
slæðist þar á fjörurnar. Á Kefla-
vík eða Kirkjufjöru í Krísuvíkur-
hrauni og eins á Miðrekunum,
milli Selatanga og Húshólma, er
og lítils háttar reki. En um illan
veg er að sækja,, ef afla skal fanga
af öðrum hvorum þessara staða.
Austarlega í Ögmundarhrauni
verða tveir básar upp í hraun-
brúnina frammi við sjóinn, Rauði-
bás og Bolabás, en ekki er fjaran
í hvorum þeirra nema fáeinir metr-
ar.
Eitt er það um Krísuvík, sem fá-
staðar mun vera til á íslandi, en
það er að heiman frá höfuðbólinu
og reyndar frá flestum öðrum bæj-
um í hverfinu, sást engin skák af
landi né fjall, svo að ekki ^æri
það innan landareignarinnar, nema
ef telja skyldi, að þegar hann er
óvenju austanhreinn, þá sjást Vest-
mannaeyjar hilla uppi. Er svo talið,
að jafnan viti „eyjahillingar" á
mjög mikla úrkomu. Dr. Bjarni
Sæmundsson getur þess einnig í
ritum sínum, að í Grindavík sé það
trú manna, að eyjahillingar boði
hálfsmánaðar rigningu. Frá Krísu-
vík eru rösklega tíu tigir kílóimetra
sjónhending til Vestmannaeyja, en
nálega stórt hundrað kíló-
metra úr Grindavík. Eyjarnar
eru að sjá frá Krísuvík sem
sex, misstórar þúfur yzt við hafs-
brún.
Hjáleigur Krísuvíkur.
Krísuvík, með hjálelgum sínum
öllum, var um langan aldur sér-
stök kirkjusókn, og mun kirkja
jafnan hafa handizt þar frá ómuna-
tíð. Líklegt má tglja, að það hafi
gerzt í kaþólskum sið, að Krísu-
víkurkirkja eignaðist jörðina Her-
dísarvík í Árnessýslu, en eftir að
kirkjan í Krísuvík var lögð niður,
var ekkert því til fyrirstöðu, að
jarðirnar yrðu aðskildar eignir,
Enda er og nú svo. — Herdísarvík
hefur jafnan talizt til Sel-
vogshrepps og fólk þaðan atti
kirkjusókn að Strandarkirkju.
Sé Stóri-Nýjabær talinn tvíbýlis-
jörð, eins og oftast mun verið hafa
fram undir síðastliðin aldamót, og
sé því ennfremur trúað, að nokk-
urn tíma hafi verið byggð á Kald-
Svona þykkur jarðvegur hefur einhvern tímann verið á Krísuvikurbergi.
542
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ