Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 25.06.1967, Qupperneq 17
■og bláhjálmurinn angaði. Hvers vegna gat hann ekki brotizt út úr þvögunni eins og trylltur graðhest- ur, sem steypir sér í fljót í sum- arhita, stokkið yfir mannhringinn, smogið inn í sefið á enginu og gleymt þar þessari martröð — lát- ið morgunroðann þurrka út þenn- an ljóta draum? Hann spratt á fætur. En sam- stundis fann hann hendur lagðar á axlir sér — honum var þrýst niður í sætið. Litlu síðar var dóm- urinn kveðinn upp, strangur og miskunnarlaus: Tuttugu ár í fang- elsi. Zarlás náði varla andanum. Loks gat hann stunið upp fáein- um orðum: Ég er saklaus — sak- laus! Hann öskraði eins og maður, sem fallið hefur í djúpan brunn og kallar á hjálp. Og í næstu andrá sá hann einhvern lúta niður uppi yfir brunnauganu, sem dagsbirtan og sólskinið lagðist yfir dagsbirtan ur hlemmur. Þetta var Kristur, nauðalíkur myndinni, sem hékk á þilinu yfir höfði dómaranna tveggja. Kristur var ekki með neinn spotta, sem hann gæti rennt niður til hans, og hann hafði ekki heldur komið með stiga. Hann var ekki með neitt — nema þyrnikó- rónu sína. Þannig hófst þrautaganga Zar- lásar. Þeir fóru með hann i (ang- elsi á Egínaey og lokuðu hann inni í myrkum klefa. Dagarn- ir voru sem eilífðin sjálf, næturnar endalaus martröð. Einveran kvaldi hann þó ekki mest, heldur var það ranglætið, sem hann hafði verið beittur. Það grúfði sig yfir hann eins og ófreskja, er aldrei lét hann í friði. Hann óskaði þess eins, að hann kæmist með einhverjum hætti heim í þorpið sitt og gæti sannað sakleysi sitt. Oft stóð hann við járngrindurnar, kreppti hend- ur um teinana og starir út í tóm- ið. Stundum komu Hugur suðandi. En Zarlás dró ekki að sér höndina, mýið mátti stinga hann og sjúga í sig blóð hans. Kannski þakkaði það fyrir sig með því að fljúga heim í ættbyggð hans og svífa þar suðandi frá einu eyra að öðru, hús úr húsi, og segja gömlum grönn- um hans, hvílíkt ranglætisvei-k hafði verið framið á honum. Snöggvast kviknaði ný von í brjósti Zarlásar: Sonur hans viljaði hans. „Þú gefst ekki upp, faðir minn,“ hafði sonurinn sagt. „Þú skalt ekki þurfa að rotna hér inni til lang- frama. Ég ætla að heimta, að mál- ið verði tekið uppa ð nýju.“ Síðan liðu margir mánuðir, og mánuðirnir urðu loks að árum. Zarlás missti kjarkinn. „Nei, ég fæ sjálfsagt aldrei upp- reisn,“ tuldi-aði hann við sjálfan sig. „Þeir halda, að ég sé morðingi, og eins og glæpamanni verður mér holað niður í jöfðina.“ Það bar við snemma morguns, er fangarnir fengu að vera dálitla stund úti í fangelsisgarðinum, að samfangi hans einn heyrði tuldur hans. „Láttu þetta ekki hryggja þig, ‘ sagði hann. „Það er ekki verst að vera talinn glæpamaður. Hundrað sinnum verra er að vita sekt sína.“ Þessi maður var kennari, lesinn maður, og Zarlás botnaði ekkert í því, hvað hann átti við. „Þyngst er sú refsing, sem mað- urinn leggur á sig sjálfur," hélt kennarinn áfram. „Heimurinn get- ur haldið okkur saklaysa, en samt kiknum við undir því fargi, sem samvizka okkar leggur okkur á herðar. Og sú kvöl er óþolandi." Zarlás var jafnnær. Fangarnir liðkuðu stirðnaða limi daufu skinj vetrarsólarinnar í fang elsisgarðinum, og kennarinn sagði Zarlási söguna um órestes, sem uppi var i fornöld. Það var kon- ungssonur, sem réð móður sinni. hórkonunni, bana til þess að bjarga sæmd ættarinnar. Hann varð að hefna föður síns, þvi að blóð hans hafði litað sfeingólfið í höll ættar- innar rautt. En þó;að fólk í Mýkene sýknaði' hann. veitti samvizka hans honum epgih grið. Þó áð hann færi pílagrímsför í'llelgidóm Apóllos í Delfi, þar seni hánn leitaði úr- skurðar véfréttarinnar, brann eyð- andi logi ájálfsásakananna jafn- heitt i brjósti hans. Þetta var harð- asti dómurinn," sem kveðinn varð upþ yfir -nokkrUm hianni — dóm- ur, sem enginn fékk vikizt und- an. ......, _ . Zaríási fánnst sagan um Órest- eg. undarleg r p'g íll^kiljanleg þjóð sagav Qg, þö ;^ð þgnn væri sönn, þá hf|ifði..konúngs,sonurinn eigi að siður'# (jrjsi^ nianni að bana. Og hvprjuniX Móður sinni! Hendur Zarlásar höfðu aftur á móti aldrei flekkazt blóði nokkurs manns — samvizka hans var hrein. Svo barst óvænt fregn: Málið hafði verið tekið upp að nýju. Son- ur hans hafði loks haft upp á ó- kunnu mönnunum, sem séð höfðu Zarlás við vinnu sína úti í hagan- um, þegar Maniátis var myrtur. Vitnisburður þeirra varð til þess, að málsskjölin voru tekin á ný út úr skápum dómaraembættisins. Zai-lás þráði það mest af öllu, að kona hans biði við fangelsishlið- ið, þegar hann gengi út um það. Hún átti að standa þar með hreina skyi’tu handa honum og safarík epli úr garðinum þeii’ra í dálitlu hnýti og faðma hann að sér. En kona hans stóð ekki fyrir ut- an hliðið. „Mamma er farin,“ sagði sonur hans. „Henni varð ofraun að bíða svona lengi. Hún veslaðist upp af sorg og armæðu.“ Lífið hafðj misst hálft gildi sitt. Zarlás beit á vörina, því að hann vildi ekki fara að gráta úti á götu. Málið var rannsakað á nýjan ieik, sannleikurinn kom í Ijós: Sak laus. Zai’lás leit á myndina á þilinu fyrir ofan dómarana, oghonum var undarlega þung höndin, þegar harm signdi sig. Saklaus! Fréttin barst á vængj- um vindanna heim í þorpið hans. Zarlás sá langt tilsýndar, að fjöldi fólks hafði safnazt saman við þorpsveginn til þess að fagna heim komu hans. Allir föðmuðu þeir hann og vöfðu hann að sér og rom- uðu þrek hans og þollyndi. Hann svaf vel í fyrsta skipti í fimm löng ár. Þetta var eins og að koma heim úr stríði að unnum réttlátum sigri. Sonur hans hafði orðið að selja alla hjörðina og veðsetja jörðina, svo að hann gæti borgað lögfræð- ingum o g vitnum, sem komið höfðu um langan veg til þess að hnekkja sektardóminum. Zarlás hafði verið efnaður bóndi, en nú var hann fátækur daglaunamaður. En sæmd hans — henni var borg- ið. Allt illt gleymdist, þegar fólk úr næstu þorpum staðnæmdist fyr- ir framan garðshliðið og þrýsti hönd hans, og hann varð beinni í baki, þegar presturinn nefndi hann öðrum til fordæmis. Á slík- um stundum fannst honum sem hann ætti allan heiminn, slétturn- ar og fjallahlíðarnar og fénaðinn og fuglana, sem þar undu sér. Og vatnið, se mríslaði í árfarvegin- um milli steina og oleandertrjáa niðaði líka lag honum til dýi’ðar. En þeir menn voru til, sem stóð T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 545

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.