Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 7
oft heimsótt í lifanda lifi, verið jafn- an velkominn þar og litið á það sem annað föðurland sitt. Nefndá Jakob sérstaklega New Ross, er við ókum gegnum, í því sambandi og benti á staðinn, þar sem hús Kennedy-fjöl- skyldunnar stóð. Annars virtist þekkingu Jakobs um land, þjóð og sögu írlands lítil tak- mörk sett. Miðlaði hann fróðleik sínum við hvert tækifæri, sem gafst. Endursagði ég flest jafnóðum og bætti við frá sjálfs mín brjósti því, er ég vissi sannast og réttast. í fyrstu bjóst ég við, að unga fólk- inu fyndist nóg um fræðsluna, svo að ekki sé meira sagt. Mesta gleðiefni ferðafólksins þenn an dag mun þó hafa verið lausn matarvandamálsins. Ti-lkynnt var í heyranda hljóíSi, að nú og upp frá þessu til ferðarloka skyldu alir fá hádegisverð eftir samningum. Mun þessi lausn mest hafa verið að þakka ráðsnilli Jóns vagnstjóra hjá þeim Herði og Árna og símtölum hans. Þegar kom til þorpsins Tramore nokkru sunnan við borgina Water- ford, var numið staðar og setzt að snæðin-gi, og var það fyrsta reglu- lega máltáðin, sem ferðafólkið naut, eftir að það kom til írlands, og sýnilega með velþóknun. Á hinn bóginn þegar ferðaþættir þessir fara í prentun, hefur ferða- skrifstofan að fullu endurgoldið það, sem henni bar og um leið fullnægt öllum sínum skuldbindingum,' sem hér með ska-1 þakkað. Hér þykir ástæða til að minnast ummæla forstöðukonu veitingahúss- ins í Tramore, en henni fórust orð á þá leið við fararstjóra leiðang-urs- ins, að hún hefði kviðið fyrir kiomu þessa hóps og búizt við, að ungling- arnir yrðu áiíka uppivöðslusamir og hún ætti að venjast af hálfu enskra skólanemenda, sem kæmu þangað í hei-msókn. En reynslan varð allt önnur, sagði hún. íslenzku ungmenn in úr Hafnarfirði vor-u miklu betur siðuð en þau ensku, að hennar sögn. Svipaðan úrskurð gáf-u bílstjórarnir. Elensborgarfólkið bar langt af ensk- um ja-fnöldrum þess í framkomu allri, s-ögðu þeir margreyndu menn, sem voru þó alvanir að ferðast með æsku-lýð handan um írlandshaf á xEyjunni grænu. Dag þennan — eins og reyndar lengst a-f í ferðinni — var skúraskin: imilt veður og jafnvel hlýtt, þegar sólin skein, en svo skyggðu regnský- in yfir á milli, og vatnið féll í d-embum, án efa ti-1 mikils góðs fyr- ir hið græna land, skóga, kjarr, gras og blómgróður, er skartaði því meir »em sunnar dró. Einna minnisstæð- ust urðu möngum rósatrén fögru (Rhododendron), sem prýddu víðs vegar, einkum við hús og þorp. Frá Tramore var ekið n-álega við- stöðulaust til Gork, höfuðstaðar Suð- ur-írlands, en hún er sérkennileg um mar-gt, háskólabær og miðstöð mjólk uriðnaðar og fl-eiri iðngreina. Áður en ekið var inn í Oork, lét Jakob þess getið, að íbúarnir væru harla hreyknir af borg sinni, feg-urð henn- ar og fiæsð, hún he-fði átt merba hlutdeild í sögu írlands, þaðan væri núverandi forsætisráðherra þjóðar- innar og þar væri hagstætt að verzla. Péll síðastnefnd upplýsing í góðan jarðveg hjá ferðafólkin-u, sem gaf það til kynna með velþóknunar and- varpi. Áin Lee rennur gegnum Oork, en Blarneykastali stendur í nánd við hana, og er einn af steinum þeim, sem hann er gerður úr, með þeirri n-áttúru, að hver, sem hann kyssir, öðlast mælskuis-nilld. Eru m-argar hel-gisagnir til um steininn ,og er ein þeirra á þá lund, að Ja-kob, einn af ættfeðrum ísraelsmanna, hafi forðum haft hann fyrh- kodda, þeg- ar hann svaf undir ber-u lofti, eins og sagt er frá í MóseSbók, en kross- fari nokkur hafi flutt hann frá Land- inu hel-ga til Eyjarinnar grænu. Gistihús alls hópsins tvær nætur var Farfuglaheimilið í Cork, stil- hrein bygging að utan, en sannkall- Óskasteinn í gömlum rústum í Glenda- loch. Jón bílstjóri segir sögu steins- ins. ÞaS er þó ekki Hafnfirðingar, sem hlusta á hann. Ljósmynd: GE. að völundarhús innan dyra. Þegar ferðafólkið hafði búið um sig á gisti- staðnum og borðað kvöldverð, var borgin skoðuð o-g einkum gengið um helztu göturnar, Stórstræti (Grand Parade) og Sankti-Patreksstræti, og ósj-aldan staðnæmzt þar við búðar- glu-gga til athugunar á girnilegri vöru. Árdegis 25. maí skoðaði allt ferða- fól-kið Blarney-kastala. Timburvirki var fyrst reist á staðnum, þar sem kastalinn stendur, þegar á 10. öld, en það síðar endurr-eist úr steini, sú bygging seinna brotin að mestu og nýr kastali reistur á rústum henn- ar af Dermot Mac Carty, konumgi í ÍMunster, 1446. Leifar hans eru enn í dag ein af frægustu fornminjum Írlands, og ekki sízt skoðaðar vegna. steinsins fræga, en upp til hans verður að ganga 120 þrep. Krefst allmikils Mðleika og nokkurs áræðis að kyssa steininn. Verður að leggj- ast á bakiö og s-veigja sig allmikið T I tU l M \ - SLNNUIJAÍJSBI.AÐ 895

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.