Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 19
í lind eða læk eöa í nokkru öðru
vatni. Ef þú þarft að drekka, þá
taktu vatnið með krukku þinni
eða könnu.
Item, ég banna þér að láta sjá
þig í öðrum klæðum en holds-
veikrabúningi, svo að aðrir geti
þekkt þig, ekki mátt þú -heldur
ganga berfættur nema"í þínu eig-
in húsi.
Item, ég banna þér að snerta
á nokkrum hlut, sem þú girnist
að kaupa, með staf þínum eða priki
skalt þú benda á það, svo að vitað
verði, hvers þú óskar.
Item, ég banna þér að svara
nokkrum manni, sem kynni að
beina til þín spurningu úti á víða-
vangi, nema þú gangir fyrst til
hliðar, svo að vindur standi á þig,
til þess að þú sýkir ekki. Ekki
mátt þú heldur hér eftir fara al-
mannaleiðir, þar sem helzt er
mönnum að mæta.
Item, ég banna þér, ef þú kemst
ekki hjá því að ganga troðnar
götur um akra eða engi, að snerta
hríslur eða runna meðfram göt-
unni nema þú hafir áður dregið
hanzka á hendur þér.
Item, ég banna þér að snerta við
börnum eða ungmennum.
Item, ég banna/þér hér eftir að
neyta matar eða drykkjar með öðr
um nema þeir séu sjálfir holds-
veikir.“
Holdsveiki maðurinn klæddist
síðan holdsveikrabúningnum, batt
slæðu fyrir munn sér og tók við
af prestinum klömbrum þeim, sem
hann átti að hafa til þess að vara
heilbrigt fólk við návist sinni.
Presturinn kvaddi hann að lokum
með þessum orðum:
„Þú skalt ekki örvænta, þótt pú
sért skilinn frá öðrum mönnum,
þvi að þú skalt fá þinn hluta af
öllum bænum heilagrar kirkju,
eins og þú værir sjálfur viðstadd-
ur hverja guðsþjónustu. Verfcu
gaumgæfinn og þolinmóður. Guð
sé með þér.“
Surns staðar tíðkaðist, þegar at-
höfn þessi var á enda, að holds-
veiki maðurinn var látinn stíga
niður í opna gröf í kirkjugarðin-
um, og þar fór fram greftrun hans
á táknlegan hátt. En hitt var al-
gengara, að hann var leiddur út úr
kirkjunni og söfnuðurinn fylgdi
honum heim að kofa hans. Kross-
mark var sett á hurðina, og hengdi
presturinn þar samskotabauk".
Lágstéttasjúklingar drógu fram
lófið með betli. Þeir héldu því til
í nánd við þjóðbrautir og treystu
þar á hjálparvilja og vorkunn-
semi vegfarenda. Einnig var þeim
víða heimilt að beiðast ölmusu j
þorpum og bæjum á tilteknum
degi, stað og stundu, en urðu þá
að gæta þess vendilega að tala
hvorki né koma við nokkurn
mann. Sums staðar voru þó holds-
veikisjúklingar illa séðir í þéttbýli,
og í Vicenza leyfðist mönnum til
dæmis að flæma þá burtu með
svipuhöggum.
Er tímar liðu, fór heldur að
draga úr grimmd og miskunnar-
leysi í garð holdveikisjúklinga.
Þeir fengu jafnvel að sækja kirkju
og sátu þá í sérstökum holdsveikra
bekkjum, og þeir máttu Ifka kaupa
nauðsynjavörur í almennum verzl-
unum.
Á fimmtándu og sextándu öld
voru holdveikisjúklingar taldir
næstum heilagir píslarvottar í
suðurparti álfunnar. Frakkar köll-
uðu þá „les malades de Dieu“
(sjúklingar guðs), „les chers pauv
res de Dieu“ (guðs volaðir aum-
ingjar) eða „les bonnes gens“
( hinar góðu kynkvíslir), og þar í
landi og víðar þótti mjög fagurt
og göfugt að rétta holdsveikisjúkl-
ingi hjálparhönd. Sá, sem skaut
skjólshúsi yfir líkþráan mann,
þurfti ekki lengur að óttast reiði
guðs. En þvi miður stóð fólki
meiri stuggur af holdsveiki en
dómi hins æðsta föður, og sökum
þess voru sjúklingarnir oftast ein-
ir um að halda í sér lífinu, unz
dauðinn veitti þeim hvíld að lok-
um. -
„Einnegin fjalir og saum i lík-
kistu“.
Eins og gat í fyrri hluta, herj-
aði holdsveiki á Norðurlöndum allt
fram yfir síðustu aldamót, og
sums staðar var hún nánast í-
skyggilega tíður sjúkdómur, eink-
um í afskekktum byggðarlögum
og eyjum, og nægir að nefna sem
dæmi okkar eigið föðurland. En
fyrr en rakin verða spor holds-
veikinnar á íslandi, skal numið
staðar um stund á Álandseyjum.
Holdsveiki var afar skæð í eyj-
unum á seytjándu og átjándu öld,
enda þótt reynt væri af öllum
mætti að hefta útbreiðslu hennar
með þvi að einangra' sjúklinga. í
vísitazíuskýrslum eftir eyjapró-
fastinn Boetius Muur frá árunum
1637 til 1666 er að finna ágæta
heimild um ' baráttu Álendinga
gegn sjúkdóminum, og skal vikií
að henni nokkrum orðum.
Félli á tinhvern sá grunur, að }
hann væri holdsveikur, var hon-
um skylt að gefa sig fram við }
sóknarprestinn. Prestur færði
nafn hins grunaða á lista og bauð v
honum að koma til kirkju á þeim
sunnudegi, þegar prófastur vísi- '
teraði sóknina.
Daginn þenna stjórnaði prófast-
ur „réttarrannsókn" í kirkjunnl
Hinir grunuðu voru gaumgæfðir
hátt og íágt, og safnaðarfólkið
„dæmdi“ þá síðan „hreina“ til ’
reynslu næstfylgjandi ár“ eða .ó-
hreina og spítelska". Þá skrifaði >
prófasturinn nöfn „hinna dæmdu“
í skrá, er hann sendi árlega til
yfirvaldanna í Ábæ. Yfirvöldin
létu svo flytja sjúklingana til
holdsveikrarhælis, er hét Sálna-
hólmi. Á hverju hausti komu
að meðaltali tíu Álendingar
til hælisins og ætíð fengu )
þeir allir inni. Enda þótt
hælið rúmaði einungis fimm*
tíu vistmenn og skyldi fullnægja
þörfum fleiri héraða en Álands- ,
eyja, stóðu þar að jafnaði nokkrar
hvílur auðar, því að árlega dóu
á hælinu ekki færri en tuttugu og
fim msjúíklingar. Sálnahólmur bar
vissulega nafn með rentu.
Tíðum voru sjúklingar lengi í ^
einangrun heima fyrir, áður en
safnaðarfólkið taldi þá tvimæla-
laust holdsveika, og má að dæmi
taka húsfrú Mörtu í Finnabæ. Ár*
ið 1648 dæmdi safnaðarfólkið
Mörtu „'til reynslu næstfylgjandi
ár“. Skömmu síðar fór sóknar-
prestur að Finnabæ, þuldi yfir
konunni fyrirmæli Móselaga um
líkþráa sjúklinga og bauð henni
án vægðar að dveljast fjarri heim-
iii sínu næstu ellefu mánuði. Var
hún nauðbeygð til að kveðja allt |
sitt skyldulið og hafast ein við i
litlum kofa drjúgan spöl frá bæn-
um. Þá mátti hún ekki hlýða
messu, nsma hún sæti í holds-
veikrabekknum undir vesturgafli }
kirkjunnar og héldí sig frá öðru
fólki. Árið 1649 var Marta enn
dæmd til reynslu, og svo hljóðar
einnig dómurinn árið 1650, en
fjórða febrúar 1651 skrifar pró-
fasturinn, að „húsfrú Marta í
/
T t M I ftl N — SUNNUDAGSBLAÐ
901