Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 16
9.
Áður en af sjálfu uppboðinu seg-
ir, langar mig til þess að víkja lít-
ið eitt að þeim mönnum þrem,
sem mæddi mest á þennan dag.
Er þá fyrst að nefna Ólaf Jóns-
son á Geldingaá, sem var mestur
virðingarmaður í Leirár- og Mela-
sveit. Hann fæddist á Leirá 24.
september 1850, sonur Jóns stúd-
ents Ámasonar frá Kalmanstungu
og Ragnhildar Ólafsdóttur frá
Lundum. Hann var hreppstjóri
eins og áður var sagt, hrepps-
nefndaroddviti, sóknarnefndar-
formaður, meðhjálpari í Leirár-
kirkju, sáttanefndarmaður og
margt fleira. Hann var maður í
hærra lagi, þrekinn og karlmann-
legur, enda sterkur vel. Hann var
léttur i !und, gamansamur og
skemmtilegur maður og lét fjúka
marga fyndni, sem dátt var að
hlegið. Hann var með mikið al-
skegg, sem hærðist snemma. Ólaf
ur vár í góðum efnum, bjó traustu
búi og var góður og hjúasæll hús-
bóndi. Hann kvæntist ekki, en átti
nokkur börn með ýmsum konum.
Skrifari á uppboðinu var Eggert
Ólafsson, bóndi á Hávarsstöðum.
Hann mun hafa fæðzt 14. marz
1868 að Sturlureykjum í Reyk-
holtsdal, sonur Ólafs bónda þar
og Þuríðar Þorsteinsdóttur, konu
hans. Eggert bjó við mikla ómegð
á lítilli jörð, en vann mikið utan
heimilis, enda hamhleypa til verka,
lagvirkur og eftirsóttur til starfa,
einkum þó byggingavinnu og
veggjahleðslu. Hann var ágætur
vefari og stundaði vefnað af kappi
heima á vetrum. Hann var og
söngmaður góður og forsöngvari
í Leirárkirkju í mörg ár, átti sæti
í sóknarnefnd og var meðhjálpari
um skeið.
Eins og áður gat var brennivín
veitt á öllum uppboðum á þessum
árum, og mun það hafa verið
ævagamall siður, að hver, sem
hreppti númer, átti rétt á að fá
staup. Varð þetta mjög til þess
að örva menn til að bjóða í, og
munu veitingar þessar hafa borg-
að sig vel. Sá, sem hafði þann
starfa með höndum að miðla
brennivíninu þennan eftirminni-
lega dag, var faðir minn, Eggert
Gislason, sem hafði flutzt leiguliði
að Vestur-Leirárgörðum, niður-
níddri jörð, árið 1903. Hann fædd-
ist að Oddsstöðum í Lundarreykja-
dal 16. febrúar 1873, sonur Gísla
Eggertssonar frá Eyri, Gfslasonar,
og Guðrúnar Einarsdóttur frá
Steinsholti. Hann varð seinna með-
hjálparl í Leirárkirkju og sóknar-
nefndarformaður í fjölda ára,
hreppsnefndarmaður um nokk-
urt skeið og sitthvað fleira hafði
hann með höndum af slíkum störf
um.
Báðir voru þeir nafnar, Eggert
á Hávarsstöðum og faðir minn,
frændur Þórðar heitins á Leirá.
Uppboðið hófst með því, að
Ólafur hreppstjóri steig upp á
kassa, eða eitthvað slíkt, rétt við
dyrnar á gamla eldhúsinu, en
þangað höfðu verið færðir þeir
munir, sem selja átti. Þar þyrpt-
ust gestirnir samán í þéttan hóp,
og var það i mínum augum mik-
ill mannsöfnuður. Hreppstjóri
sagði uppboðið sett og las skil-
mála alla um borgun og annað,
svo sem venja var. Kallaði hann
síðan upp fyrsta númerið, en ekki
man ég, hvað það var. Litlu síðar
skall uppboðshamarinn í fyrsta
skipti í eldhúsþilið, og fyrsta
brennivínstárið rann um kverkar
hins lánsama kaupanda,
Norðanstormurinn æddi niður
flóana og færðist í aukana og
hreyttl úr sér snjókornum eigi
allfáum, komnum einhvers staðar
ofan úr hinum gráa skýjahjúpi,
sem huldi sólarsýn þennan dag.
En Ólafur á Geldingaá dró niður
hattinn, vörpulegur á velli og
með glettni í augum og gaman-
yrði á vörum, og hvatti þennan
stóra hóp fremur dapurlegra
manna, sem umhverfis hann stóðu
eins þétt og verða mátti í skjóli
við gamla eldhúsgaflinn á Leirá.
Og munir voru réttir út, sýndir
og Ieitað eftir boði, getið um
kostj þeirra, en síður fjölyrt um
gallana.
„Fimmtíu aurar, fimmtíu aurar
eru boðnir . . . sextíu aurar . . .
sjötíu og fimm, sjötíu og fimm
aurar eru boðnir . . . ein króna
. . . ein og tíu . . . ein og tuttugu
. . . ein og þrjátíu, tveir um boðið
... eln og fimmtíu, ein og
fimmtíu . . . fyrsta, annað og . . .
ein sjötíu og fimm . . . fynsta
annað . . fyrsta, annað og þriðja
sinn.“
Og svo reið höggið af. Hæst-
bjóðandi fékk hlutlnn, sem hann
hafði girnzt, og átti nú heimtingu
á brennivínsstaupi. En þar á var
vandinn hvað mestur eins og á
stóð. Frost fór harðnandi og veð-
urhæð vaxandi með nokkurri snjó
komu, og kuldinn smaug í gegn
um merg og bein. f slíkum veor-
um næddi gegnum vaðmálsfatnað
og prjónaplögg. Og menn voru
margir langt að komnir, ýmist
gangandi eða ríðandi, en langur
dagur framundan og jafnvel ólík-
legt, að hann entist, enda fór svo,
að liðið var að miðnætti, er útl
var. Hér varð því að hafa hina
mestu gát á vínveitingum, svo að
enginn yrði fullur, sem oft vildi
verða, þótt minna væri um að
vera en hér.
Faðir minn mátti því halda fast
um litla glerstaupið, sem honum
hafði verið fengið til þgssarar út-
deilingar, þegar sömu mennlrnir
hrepptu hvert númerið af öðru.
Sjáifur var hann hinn mesti hófs-
maður á vín — hélt, að hann
hefði fundið tvisvar á sér breyt-
ingu sökum víndrykkju um ævina
Vildi hann og, að aðrir gættu þar
hófs. Hann lét því ógjarna draga
úr greipum sér meira en hann
vildi láta úti eða þótti hóf á vera,
enda tókst honum að varna því,
að nokkur yrði fullur á þessari
samkomu. En kaldsætt verk var
þetta í slíku veðri, og hafa varð
hann á höndum vettlinga, sem
fljótt urðu blautir, einkum á
þeirri hendinni, sem á staupinu
hélt.
Tvennt varð honum minnisstæð
ast frá þessum degi: Ásóknin i
brennivínið og þrábeiðni manna
um heyhjálp, enda komu tveir
bændur daginn eftir með þrjá eða
fjóra hesta, en þá var veður orð-
ið skaplegt.
Ég, sem rifja nú upp minning-
ar mínar um uppboðið á Leirá
3. maí 1906, varð fljótlega að
hörfa af vettvanginum sunnan
undir eldhúsgaflinum á Leirár-
hlaði. Hér var hvorki staður né
stund fyrir klæðfáan, níu ára
gamlan sveinstaula, sem ekkert
erindi átti annað en glápa á aðra
og hlusta eftir því, sem sagt var.
Og hér mætti víst enda þessat
bernskuminningar með því, að
ekkert sogulegt gerðist, sem ég
heyrði síðar talað um.
Fénaður allur, sem þarna var
se'ldur, mun hafa verið vel fram
genginn og gemlingar svo aldir,
að búið var að rýja þá, enda
keypti kaupmaður einn úr Reykja
vík, sem oft var í fjárkaupum
efra og þarna staddur á uppboð-
inu, þrjátíu þeirra tll slátrunar.
904
rÍHINN - SUNNUDAGSBLAÐ