Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 20
Finnabæ dæmist óhrein og spít- elsk“. Þannig liðu rúm þrjú ár, unz sóknarmenn gátu með ör- yggi fellt hinn skelfilega dóm. Þegar prófasturinn hafði safnað þeim saman, er skyldu fara á hæl- ið næsta haust, var enn boðað til fundar í sérhverri sóknarkirkju. Þar var þess krafizt af bjargálna mönnum, að þeir gæfu holdsveik- um sveitunga sínum „alfatnað, sængurklæði, eina öxi, eldker, mat arskálar og drykkjarkrús og einn- egin fjalir og saum í líkkistu11. Eitt árið voru tvö lítil börn í tölu „hinna óhreinu og spítelsku“. Með þeim greiddu Álendingar þrettán ríkisdali úr fátækrasjóði, og að auki gáfu þeir börnunum „átta vikna birgðir af jólamat og einn- egin fjalir og saum í líkkistur". Árið 1670 neitaði einn hinna „ó- hreinu og spítelsku“ að flytjast á hælið. Þetta var Níels Rósinkrans, landsþekktur stórbóndi og „mikill höfðingsmaður“. Prófasturinn kvartaði þegar um mótþróa Níels við yfirvöldin, og lénsmaðurinn í Ábo'skipaði forstöðulækni holds- veikrahælisins að fara ásamt sex öflugustu sjúklingunum til Á- landseyja og taka bóndann með valdi. Þeir gerðu svo hinn fyrsta nóvember, og þremur mánuðum síðar er ritað í sjúkraskýrslu hæl- isins, að Níels Rósinkrans sé lát- inn. f Noregi var holdsveiki afar tið, þó að hún væri ekki svo mögn- uð þar sem hér á íslandi. Árið 1845 töldu norskir sóknarprestar 1123 holdsveikisjúklinga, og ellefu árum síðar skrásettu læknar 2858 holdsveikitilfelli. Þetta var ískyggi- lega há tala, og forsvarsmenn heil- brigðismála vissu hreint ekki, hvernig verjast mætti frekari út- breiðslu veikinnar. Loks árið 1873 fann Armauer Hansen holdsveiki- sýkilinn og sannaði Ijóslega, að sjúkdómurinn væri smitandi. Var þá læknum þegar fahð að leita uppi alla smitnæma holds- veikisjúklinga og einangra þá í sjúkrahúsum eða á sjálfum heim- ilunum. Þessar aðgerðir báru góð- an árangur. Árið 1906 töldust holdsveikisjúklingar I Noergi 218. og árið 1956 vonu þeir einungis 7 í öllu landinu. Saga holdsveikinnar á íslandi. Talið er, að holdsveiki hafi bor- izt hingað í lok tólftu aldar eða á fyrri hluta hinnar þrettándu og bráðlega skotið rótum í öllum fjórðungum. Ekkert er vitað um sögu- hennar næstu 350 ár, en á miðri sextándu öld hefur holds- veiki verið orðin býsna tíður sjúk- dómur, þar eð Knútur Steinsson hirðstjóri lagði þá spurningu fyr- ir lögmenn og biskupa árið 1555, hvort ekki bæri nauðsyn til að reyna að verjast þessum vágesti. Höfðingjarnir svöruðu svo, að þeir báðu konung að setja á stofn holds veikrahæli í hverjum fjórðungi, en konungur skeytti ekki um ósk þeirra. Liðu nú tæp hundrað ár. Árið 1649 kom Brynjólfur bisk- up Sveinsson að máli við Henrik Bjælke hirðstjóra og kvað mikla þörf að hefta útbreiðslu holdsveiki í landinu. Bjælke var og ekki launung á nauðsyn slikra aðgerða, og urðu þau málalok, að tveimur árum síðar bauð konungur, -að reistur skyldi holdsveikraspítali í hverjum landsfjórðungi. Gaf kon- ungur fjórar jarðir undir hælin: Hörgsland á Síðu, Möðrufell í Eyjafirði, Hallbjarnareyri í Eyrar- sveit og Klausturhóla í Grímsnesi, en hæli Sunnlendingafjórðungs var síðar flutt að Kaldaðarnesi í Flóa og loks að Gufunesi við Við- eyjarsund. Biskupum og lögmönn um fól konungur yfirumsjón með byggingu og rekstri hælanna, og þeir skyldu einnig tilnefna for- stöðumenn þeirra. Starf- rækslufjár var aflað svo, að kon- ungur lagði til andvirði óþarfa kvikfénaðar og kristfjárjarða, og jafnframt runnu til spítalanna gjöld fyrir hjúskaparleyfi með skyldum eða mæðgum mönnum. Árin 1652 og 1653 var einnig sam- þykkt á Alþingi, að ákveðinn dag í vertíðinni skyldi tekinn auka- hlutur af öllum skipum í Sunn- lendinga- og Vestfirðingafjórðungi og væri hann meginframlag al- þýðu til holdsveikrahælanna. Að auki skyldu hreppar greiða lítil- legan sjúkrastyrk. Brynjólfur Sveinsson lét reisa hæli í biskupsdæmi sínu árið 1653, og var áhugi hans mikill um efi- ingu þeirra og bætta aðbúð vist- manna, en almenningi var hins vegar óljúft að styrkja hælin með fyrrgreindum aukahiut. Fór svo^ að lokum, að Brynjólfur ritaði bréf til lögréttu árið 1657, þar sem hann taldist undan innheimtu aukahluta síns sökum mótþróa og fálætis aliþýðu og sagði ágóðann ekki svara kostnaði. Spítalarnir voru sannarlega vott ur viðleitni, en raunar komu þeir að litlum notum, þar eð fæst- ir íslenzkir holdsveikisjúklingar dvöldust innan hælisveggja. Lærð- ir sem leikir hugðu líkþrá vera arfgenga, og þótti því einangrun sjúklinga óþarfa umstang, ekki hvað sízt, ef langt var til næsta hælis. Fáir og jafnvel engir þekktu líkþrá, fyrr en hún var komin á síðasta og vevsta stig, en á byrj- unarstigum var veikin oftast talin skyrbjúgur og stundum heima- koma. Limafallssýki hélt fólk með öllu óskylda líkþrá, og fram yfir miðja nítjándu öld var hún álit- in eins konar gigtarsjúkdónniv. Sakir alls þessa lætur nærri, að hvergi hafi holdsveikisjúkling- ar átt „betri daga“ en á íslandi, og jafnframt má ljóst vera, að hér var smithætta ískyggilega mikil Að sjálfsögðu var reynt að beira margvíslegum lyfjum til lækninga á holdsveiki, og höfðu menn ejnk- um trú á græðingarmætti kvik:.- silfurs, enda þótt sjúklingar fengju sjaldan af því nokkurn bata. Eggert Ólafsson segir í 494. kafla ferðabókarinnar: „Hún iþ.e. líkþrá) hefir verið læknuð með kvikrasilfurslyfjum.-^ Sjaldan . eða aldrei hefir þó lækningin náð rétt- um né fullkomnum árangri og oft mistekst hún með öllu. Þetta staf- ar af því, að lækningaraðferðinni er beitt of ákaft og meðhöndlun- in stendur of stutt og nægilega gætni og reynslu í meðferð lyfj- anna skortif." Það var og hjátrú fólks, að sérhver, sem bæri kvika- silfursmola í vasa sínum, yrði ó- næmur fyrir líkþrá, en missti ein- hver molann í eld og stæði i bræðslugufunni mátti heita víst, að hann tæk} veikina innan árs. Um aldamótin 1700 er holds- veiki ærið algeng, en í bólunni ár- ið 1707 deyja því nær allir lík- þráir menn á íslandi, og ber því heldur minna á sjúkdómnum á fyrri hluta átjándu aldar en áður. Gætir hans þó í hverfi sýslu, og sums staðar, til dæmis í Snæfells- nessýslu, er hann allskæður. t Eftir miðja öldina magnað- ist holdsveiki enn að nýju og varð þá svo skæð, að aldrei, hvorki fyrr né síðar, munu sjúklingar 908 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.