Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 5
Ljósmynd: Helgi R. Guðmundsson. Ég náði tali af forstöðuikonu heimUis ins, og leyfði hú,n að dót ferða- fólksins yrði látið inn í geymslu-_ klefa gistihússins, en kvað svefn- iherbergin ekki til réiðu fyrr en klukkan 5 síðdegis. Virtist 'hún vera heldur ströng og siðavönd, enda kom síðar í ljós, að vistarverur karla og kvenna voru aðskildar með mikl- um strangleik. Skyldu konur búa á efstu hæð, og var körlum bannað að koma í herbergi hins fagra kyns. En víkjum að öðru. Þar eð komið var að lokun banka, fóru menn þeg- ar að selja ferðaávísanir sínar og síðan að verzla, þeir sem aðrar á- hyggjiur þurftu ekki að hafa. Ann- ars hiófust þá þegar aðalvandamál ferðarinnar, er seint óg erfiðlega g-ekk að leysa. En þau voru sem hér segir: Samið hafði verið við ákveðna ferðaskriifstofu í Reykjavík, sem skipulagði förina, tók að sér útveg- un flugvélar, er f-lytti hópinn milli landa, vagna og vagnstjóra til að aka honum hringferð um Suður-fr- land, og loks skyldu f-arþegarnii- fá morgunmat og hádegisverð, ásamt igistingu á farfuglaheimilum, allt fyi': ir ákveðið gjald, seói þegar hafði verið greitt, áður en lagt var af stað. En umboðsmaður ferðaskrifstof unnar var ekki 'til staðar í Dyflinni, og lögðust nú leiðbeinendur hópsins ásamt bílstjórum á eitt með að leysa þann varida, sem að höndum bar, og áttu hinir síðar töldu þar góðan hlut að máli, svo og í öðru er laut að fararheil-1 þessa fólks. Þeir hétu John A. Macuire og James Ryan, en voru oftast nefndir Jón og Jakob. Nú virtist liggja beinast við að síma til Reykjavíkur og fá þar upp- lýsingar hjá réttum aðila um það, bvert ferðafólikð ætti að snúa sér til að fá áður greiddan morgun- og miðdegisverð. Fóru þeir Hörður og Árni því á aðalsímstöð Dyflinnar og báðu um ferðaskrifstofuna góðu ti-1 viðtals, en fengu það svar, að samband næðist ekki við ísland fyrr en eftir 4 tíma í fyrsta lagi. En með því að þá yrði skrifstoíutíma löngu lokið, hurfu þeir frá að síma heim, heldur sendu tvö skeyti, ann- að ferðaskrifstofunni, en hitt Ólafi Þ. Kristjánssyni skólastjóra og báru upp fyrir þeim áður nefnd vandræði. En á þeim fékkst engin laus.i þetta kvöld. Eigi að síður varpaði fólk á- hyggjum á bug í bráð, fékk sér bita á gildaskálum höfuðstaðarins, en síð- an gönguferðir um götur hans, og að því búnu tók það á slg náðir. Morguninn eftir að loknum árbít, skoðuðu ferðalangar dýragarðinn í Dyflinni og Fönixgarð (Phoen-ix Park), sem er talinn einn a-f feg- urstu görðum Evróp-u. í Fönixgarði er bústaður forseta írlands, og bentu Tvær ungmeyjar í heimsókn hjá fílnum. vagnstjórarnir fólkinu á hans tignu höll, þegar fram hjá henni var ekið um þennan glæs-ilega trjá- og blóma- garð, sem ldka er aðsetur margbreyti- legs dýralífs. Úr hon-um var haldið af stað í tveim vögnum áleiðis til Suðurírlands. Voru þeir Hörður og Árni, ásamt frúm sínum, fararstjór- ar í öðrum þeirra, og stýrði Jón þeim vagni, en við Egill vorum leið- beinendur í hinurn, og var Jakob stjórnandi okkar vagns. Hélzt það fyrirkomulag a-llan tímann að mestu. Hér skal sérstaklega getið ungs manns í vagni okkar Egils, sem var í raun réttri hrókur alls fagnaðar. Sá hét Jón Ragnarsson og hafði með sér stóran gítar, sem hann lék á aí miklu fjöri, þegar sungið var, en svo bar oft við. Farið var yfir hið fagra Wieklow- fy-lki, og var fyrsti áfangastaðurinn, þó að stutt væri töfin, vatnsból Dyflinnar, mikið stíflukerf-i o-g uppi- stöðuvatn með hr-einsunartækjum. Ég nefndi það G'vendarbrunna ír- lands. Eftirminnilegust viðdvöl mun þó flestum ha-fa orðið á klaustursetr- inu forna, Glendaloch, þar se-m heil- agur Kevin stofnaði klaustur á 6. öld, en það varð síðan eitt af fræg- ustp lærdómss-etrum Bvrópu. Skoð- aði ferðafólkið kirkju dýr-lingsins, sem rekja má til daga hans, en hefur oft verið brotin og áva-llt endurreist í sínum gamla stíl, rúst- irnar af Frúarkirkj-u og Sívalaturn, sem gnæfir við loft í miðjum klaust- urrústunum og stend-ur nærri því ó- skemmdur meir en tíu alda gam-aill og er meðal beztu forn-minja, sem til eru af þeirri gerð. En um sögu staðarins voru bílstjórarnir mjög fróðir, eins og flest annað sem fyr- i bar í ferðinni. í Glendaloch var spurzt fyrir um möguleika á að fá einhverja hress- ing-u eða lífsbj-örg, en ferðalangarn- ir höf-ðu einskis neytt, síðan þeir drukku te og borðuðu brauð með því á sinn kostnað í Dyflinn-L ár- degis, en engin saðning fékkst þar í Glendaloch fyrst um sinn. Aðrir ferðamenn höfðu tryggt sér veiting- _ar á hinu Konunglega hóteli staðar- ins. Flensborgurum virtist ofauk- ið í hinum forna klausturbæ, nema hvað helmingi hópsins var ætluð gi-st- ing á fa-fuglaheimilin-u. Efi þangað hafði engin vísbending önnur borizt. Löng símtöl bilstjóra og mikil ómök vegna van-efna ell-egar mistaka ferða- skrifstofunnar u-m m-orgunverð og hád-egisverð báru engan árangur þá. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 893

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.