Tíminn Sunnudagsblað - 15.10.1967, Blaðsíða 21
hafa verið fleiri á landinu. Jón
Pétursscvn fjórðungslæknir segir
svo í bók sinni „Den saakaldede
islandske Skiörbug11 (Soröe 1769),
að árið 1768 hafi á íslandi talizt
280 likþrársjúklingar, og kveðst
hann hafa þetta eftir „góðum vini“.
Tala þessi er vafalaust allt of lág,
og hyggja sérfræðingar, að holds-
veikisjúklingar hafi þá verið ná-
lega helmingi fleiri eða hátt á
sjötta hundrað. Um 1770 voru ís-
lendingar tæp 46000, og hafa því
12 af hverju þúsundi þjáðst i
holdsveiki. Hin gífurlega aukning
sóttarinnar var yfirvöidum mikið
áhyggjuefni, og þar eð hún var
álitin arfgeng, þótti tímabært að
banna fólki með holdsveiki að
stofna til hjúskapar. Svo bauð og
h'ka konungur árið 1776.
Móðuharðindin fækkuðu holds-
veikisjúklingum til mikilla muna,
en þeim fjölgaði á ný, er liða tók
á nítjándu öld, enda gerðu stjórn
arvöid enga tilraun til að hemja
útbreiðslu sjúkdómsins
Árin 1894 og 1895 ferðaðist hér
danskur húðsjúkdómaiæknir, dr.
Edvard Ehlers, og kynnti hann sér
útbreiðslu holdsveikinnar og með-
ferð sjúklinga. Jafnframt flutti
hann íslendingum hin markverðu
tíðindi, íð holdsveiki væri bráð-
smitandi og henni ylli örsmátt og
ósýnilegt kvikindi, er nefndist
„baktéría“ í Kaupmannahöfn gaf
Ehlers út bækling, þar sem hann
birti niðurstöður rannsóknarinnar,
og eru lýsingar hans ægiljótar.
Ehlers skráði 141 holdsveikisjúkl-
ing á íslandi, 78 karla og 63 kon-
ur, en í bæklingi sínum telur hann,
að sjúklingar muni alls vera að
minnsta kostj 200. Flesta sjúklinga
skráði Ehlers í Eyjafjarðarsýslu,
eða 25, þá kemur Rangárvalla-
sýsla með 21, Snæfellsnessýsla
með 13, Gullbringu og Kjósarsýsla
með 12 og Árnessýsla með 11
sjúklinga. Á Austurlandi segir
hann veikina fátíðasta.
Ehlers Iýsir eipnig meðferð
holdsveikisjúklinga á íslandi, og
vægast sagt dregur hann enga dul
á andvaraleysi þjóðarinnar í
þessu efni. Smitnæmum sjúkling-
um sé hvergi haldið frá heilbrigðu
fólki, holdsveikir niðursetningar
flytjist „bæ frá bæ á fárra mánaða
eða missera fresti“, og í einu kot-
lnu hafi heilbrigt barn sofið um
nætur i sama fleti og líkþrár-
sjúkiingur. Segir dr. Ehlers, að
likja megi holdsveikum mönnum
á islenzkum bæjum „við glæður í
mó“.
Skrif dr. Ehlers voru tímabær
hugvekja, og virðist sem stjórnin
hafi hrokkið upp af værum svefni,
því að strax árið 1895 lagði hún
fyrir alþingi frumvarp til laga
um stofnun holdsveikrahælis og
annað um aðgreining holdsveikra
frá öðrum mönnum og flutning
þeirra á spítala. Fyrra frumvarpið
hlaut ekki samþykki þingsins, og
réði því einkum, að mönnum óx
kostnaðurinn í augum. Síðara frum
varpið var samþykkt, en ekki stað
fest, enda var það vita meiningar-
laust, þar sem hvergi stóð holds-
veikraspítali á landinu.
Á-rið 1897 lagði stjórnin bæði
frumvörpin aftur fyrir Alþingi, og
voru þau nú samþykkt og siðan
staðfest á næsta ári. Ekki breyttu
þingmenn afstöðu sinni sökum
þess, að þeir væru veitulli á fé
til holdsveikiva-rna, heldur höfðu
danskir Oddfellowar fyrir for-
göngu dr. Ehlers safnað nægu fé
til að reisa spítala á íslandi og
ætluðu að gefa hann þjóðinni með
nokkrum .-kilyrðum, þeirra á með-
al, að veitt yrði fé til útbúnaðar
og landið kostaði árlegan rekstur
Dr. Ehlers er vissulega í flokki
hinna fjölmörgu Dana, sem unnið
hafa íslandi og íslendingum fá-
dæma vel.
Snemma árs 1898 var hafizt
handa um að retsa holdsveikra-
spítalann i Laugarnesi við Reykja-
vík, og átjánda júlí sama ár var
húsið formlega gefið íslendingum.
Hvíldi þá nátíðarbragur yfir Laug-
arne-si, og safnaðist þangað margt
manna. Voru þar fluttar ræður,
blásarar þeyttu lúðra, og karlakór
söng vigslukvæði, er Steingrímur
ThorsÞúnsson hafði ort í þessu til-
efni. Fara hér þrjú erindi af sex:
„Hér er rísin höll á nesi grundar
höfðingsseturs fallins rústum á.
Sjáið þér. er sóttuð hér til fundar.
setur nýtt, er ööru skjól mun !já!
Ei er það með innum sínum fáðu
efnað fyrir tign og gleðihnoss.
Ætlað er pað hinum þrautaþjáðu,
þeim, sem líkþrár bera mæðukross.
Þunga-r fyrr meir yfir liðu aldir,
aumum þrávallt hvílík gjörðist vist!
Líknarlausri löngum hörku kvaldir
liðu þeir, unz helju fengu gist.
Sárleg dæmin sönn þess mundu
finnast,
sú að steina hræra mætti vo,
það er liðið, en þess á að minnast,
aldrei, aldrei framar verði svo.
Þjáðum, mæddum ljúkstu upp,
líknarstaður,
legufagur hér við bláan mar.
Hlúðu þeim, er hrellir sjúkleiks
naður,
hug-ga þann, sem lengi krossinn
bar.
Gjafmildur af góðum föngum
þínum,
gleðja virztu þá, er fá þitt skjól,
Að þeir megi í nöprum nauðum
sínum
ná að höndla geisla af unaðssól."
Húsið var tvær hæðir, 80 álna
langt og Kostaði fullbyggt um 130
þúsúnd Krónur. Var það ætlað
60 sjúklingum, kvennadeiid á
efri hæð og karladeild á hinni
neðrí Fyrsti yfirlæknir var Sæm-
undur Bjarnhéðinsson, og gegndi
hann startinu i meira en þriðjung
aldar. Spítalinn var opnaður til
afnota 1. október 1898, og í lok
nóvember skipaði holdsveikisjúkl-
ingur sérhvert rúm. Flestir sjúkl-
inganna voru eldri en þrjátiu
ára, en meðal þeirra voru og fjór-
ir drengir tíu til fimmtán ára.
Þegar Laugarneshælið tók til
starfa, voru 240 holdsveikisjúkl-
ingar á landmu, en í árslok 1940
voru þeir aðeins 22, og má með
sanni segja, að fáar eða engar
heilbrigðisráðstafanir á íslandi
hafi borið svo góðan árangur sem
stofnun holdsveikraspítalans.
Að kvöldi hins 7. apríl árið
1943 brann Laugarneshælið til
kaldra kola. Setuliðið hafði þá af-
not af húsinu, en hinir fáu sjúkl-
ingar, sem eftir voru, dvöldust á
Kópavogshæli. Byggingin fuðraði
upp á einni klukkustund, og var
eldhafið ægilegt. Þar með lýkur
sögunni. Bruninn var táknrænn
fyrir uppgjöf holdsveikinnar á ís-
landi, og fer vel á þvi að . gefa
eldtugunum síðasta orðið í þess
ari grein.
jöm.
TlMIMN - SUNNllbAtiSBLiU)
909