Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Blaðsíða 15
sem verður að gera, niðurbrotin aí
fjárhagsáhyggjum, kvíðafull vegna
kjaraskerðinga, atvinnuleysis,
gengisfellingar? Langar ykkur
ekki lika i stærri fbúð, betri bfl,
meiri föt, meiri ferðalög, fínni
vini? Er ekki fyrirsjáanlegt að yf-
irstandandi efnahagskreppa þjóð-
arbúsins leiði til þess, að það verð-
ur taugahæli en ekki Mallorka, sem
við gistum á þorra?
Og þá hittum við allt í einu
þennan útilegumann, orðhagan
tjaldara, ósnortinn af kauphallar-
gengi íslenzku krónunnar.
Hann getur meira að segja gef-
ið einfalda skilgreiningu á ham-
ingjuleysi nútímakapphlaupsins.
— Ýmist hafa menn áhyggjur
af því að missa það sem þeir eiga,
eða þeir hafa áhyggjur af þvi að
þeir hafi ekkert til að missa.
Enda sagði Ragnar i Smára, þeg-
ar hann ók við handritinu að
Klettabelti fjallkonunnar-
— Þú kemur með sólskinið til
okkar.
Og hvið hugsar þá tjaldarinn?
Hvaðles hann?
Þegar ég var ungur maður. um
tvitugt, las ég öll þessi gömlu
aðalskáld. Þá gat ég ekki viður-
kennt aðra en Einar Benediktsson,
og einstaka kvæði eftir Grim
Thomsen og Stefán G. En skil-
greiningar tilheyra æskunni. Nú
kann ég að meta aðra, þótt þeir
fari ólíkar leiðir.
En Einar er svo vandvirkur og
vitur. Hann byrjar með róttækri
ættjarðarást, endar i heimspeki,
sem, fáir skilja, en talar til mín.
Hann er undir áhrifum af rís-
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
andi auðvaldshyggju þessara ára.
Heimspekingar frá yfirstétt Ind-
lands síast til hans gegnum ensk-
ar bókmenntir.
Ég held að Einar Ben, Magnús
Ásgeirsson og Steinarr hafi allir
lært af enskum miðaldaskáldum.
Ég komst að þessari niðurstöðu
einu sinni þegar ég reyndi að
þýða þessi skáld. Margbrotin hugs-
un, óbotnandi. Fanns+ ég ekki ráða
' við það.
Nú er ég að bauka við að þýða
bandarisk skáld. Frá því fyrir
aldamót og fram undir okkar dag.
Jónas Svafár er jafnhrifinn af
bandarískri menningu eins og
hann er fullur andstyggðar á
bandarisku hernámi. Margir munu
kannast við kvæði hans um dreng-
inn, sem kom inn á kaffihús með
íslenzkri móður sinni og tveimur
dátum. Hann fór i stríðsleik við
stólana og móðirin brosti þrívídd-
arbrosi af hreykni og sagði: That
is the best picture I have ever
seen.
— Þetta er bara lýsing á at-
burði sem ég sá. Þegar ég var
búinn að skrifa hana, sá ég að
hún gat verið kvæði.
En þú varst að spyrja, hvað ég
læsi. Undanfarin ár hef ég helzt
lesið blöðin
Enda sru kvæði Jónasar mörg
eins og athugasemdir við eða á-
lyktanir iregnar af gangi þjóð
málanna. Hann yrkir um hand-
ritin. sjómannadaginn, landhelg-
ina. níðangursleg kvæði um ráð-
herra og ríkisstjórn. efnahagsmál
og hernám Fyrir kosningar yrkir
hann m.a.
Alþingishúsið var reist á síðustu
steinöld danskra
yfirráða á íslandi — þeir sem
hafa aldur til að
káupa áfengi til að gleyma lof-
orðum frambjóðenda
hafa kosningarétt með bví aP
nota bifreiðamerk1
Þingvalla. en það var bókstdfu>
• inn X
Þeir sem stjórna ríkinu em
flestir hljóðdunkslausir
glamrarar með gallaða hemla á
glerhálku verðbólgunnar
og gönuhlaup í stýri rikisins.
en ganga fyrir viðreisn
á blekkingum og fjármagni.
Einu sinni var heimspekingur,
sem bjó i tunnu. Hér höfum við
annan sem bjó í tjaldi. Og því er
ekki að neita að sá sem hundsar
kröfur þjóðfélagsins. verður að
horfast i augu við ❖msa erfiðle k3.
— Undanfarinn hálfur mánuð-
ur hefur verið erfiður hjá mér
segir skáldið Ég hef ekki bragðsð
mat i þrjá daga f morsun dreymdi
mig blóð Það var verið að 'i’-eoa
margt fólk Ég ætlaði að forða
mér. en þá var kastað eftir mér
hnifi Ég fékk hann milli herða-
blaðanna. Þegar ég vaknaði fannst
mér ég liggia f blóðpolli.
— Hvar ætlarðu að gista i nótt?
— Ég veit það ekki, segir skáid
ið, brettir upp frakkakragann, og
hverfur mjög áhvegjufullt á svip
út f kvöldmvrkrið
Kannske lifa nokkrar hendingar
eftir hann fram á tuttugustu og
fyrstu öld pegar við duglega fóLk-
ið erum gleymd með öllu. Víst
er hann blankur, en eins og hann
segir:
. . .ég 4 krónu á himni
sem hnígur við
sjóndeildarhring
í karlsvagni strætisins
ek ég vetrarbrautina
heim 1 myrkrið.
Inga
975
I