Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Qupperneq 18
Dómkirkjan i Helsinki.
ar borgir, eru sölutorgin, sem jafn-
an eru þéttskipuð fólki með hvers
konar var.aing lítið eitt fram yfir
hádegi, svo að þar verður vart
þverfótað, en eru svo allt í einu
orðin auð og mannlaus. Sölutorg-
ið í Helsinki er þeirra stærst og
kunnast. Það er við Syðrihöfnina,
rétt neðan við forsetahöllina, ráð-
húsið og lögreglustöðina, sem
standa hlið við hlið að kalla, og
örlítið fjær gnæfa gylltir Iauk-
turnar rússnesku kirkjunnar,
mesta musteris grísk-kaþólskra
manna í landinu. Hverju sölutorgi
fylgir svonefnd kauphöll, sem
raunar er fyrst og fremst kjöt-
markaður.
Yfir þessum sölutorgum hvílir
hálf-austurlenzkur svipur, þótt
ekki sé þar þjarkað og þrefað um
verð né höfð uppi hróp. Ekki spill-
ir það, að á þeim má jafnan eiga
víst að sjá nokkra Sígauna — lurfu
lega karla, oft hálfdrukkna, og
bústnar svarthærðar konur í afar-
síðum og viðurn pilsum, oft ísaum-
uðum og með hringi í eyrum og
festar og armbönd eftir efnum.
Börnin, sem þessu fólki fylgdu,
voru aftur á móti hálfnakin og
stundum allsber og gengu um betl-
andi, einkum ef þau komu auga á
útlendinga, sem liklegri voru til
þess að láta eitthvað af hendi
rakna en heimamenn, er vanir
voru sníkjum þeirra. Jafnskjótt og
Sígaunaböfnum hafði eitthvað fén-
azt, var fullorðna fólkið komið á
vettvang til þess að hremma feng-
inn, og voru handatiltektirnar oft
þær, að þrifið var í hárið á krakka
nórunum og þeim haldið á því á
meðan leitað var á þeim.
í Finnlandi er mikil gróska, og
mátti það hvarvetna sjá, ekki sízt
í Helsinki. Allar búðir voru full-
ar af fallegri vöru, og fólkið á
götunum vel og snyrtilega búið,
þótt algengt sé, að unglingar og
jafnvel fulltiða konur gangi ber-
fættar og skólausar úti við í sum-
arhitunum, sem oft eru miklir á
þessum slóðum. Sama sið hafa Iíka
afgreiðslustúlkúr sums staðar.
Finnskur iðnaðarvarningur hef-
ur á sér það orð, að hann sé vand-
aður og smekklegur. Þegar haf-
izt var handa um að reisa landið
úr rústum eftir styrjaldirnar, varð
iðnaðurinn helzta bjargráðið. Á
þann hátt bættu Finnar sér upp
landmissi — unnu það inn á við,
er þeir höfðu misst út á við.
Dýrtíð er mikil í Finnlandi og
verðlag allt hátt, og af þeim sök-
um og öðrum fleiri er þess lítil
von, að þeir geti framleitt iðnað-
arvarning, sem seljist verðsins
vegna á erlendum mörkuðum í
harðri samkeppni við stórþjóðir,
er betur fá notið sín við fjölda-
framleiðslu. Þess vegna var að því
ráði horfið að leggja megináherzlu
á gæðin — láta einskis ófreistað
til þess, að finnsk vara yrði jafn-
an álitin góð vara.
Þetta hefur kostað mikla ár-
vekni og strangt eftirlit, en Finn
ar eru ekki neinir undansláttar-
menn í eðli sínu, og með elju
þeirra og listfengi hefur öllu farn-
azt vel.
Vinnukapp er áreiðanlega mikið,
og, líkiega taka konur hvergi
á Norðurlöndum jafnmikinn þátt
í hvers konar störfum sem þar.
Finnskar konur fengu mjög
snemma Kosningarétt, svo undar-
lega sem það hljómar, svo að ekki
er nema eðlilegt, að þær skipi
sinn sess í félagsmálum. En auk
þess sinna þær margvíslegum
störfum, sem karlmenn gegna yfir
leitt annars staðar á Norðurlönd-
um. Þær fást við byggingavinnu,
uppskipunarvinnu, akstur, gatna-
978
r 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ