Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Side 20
KonungshliðiS í Svíaborg.
lega, og enn einn dagur er lið-
inn. Allt stendur á höfði i kring
um þá þetta hlýja júlíkvöld. Sand-
urinn undir þeim er enn volgur,
þó að sólargeislarnir heinist nú út
í himingeiminn, þar sem þeir
stingast eins og glóandi spjót í
letilegar skýjaslæður, sem hafa
lokið dagferð sinni á himninum.
Hafið er líkt og runnið saman í
silfurskjöld og bærist ekki leng-
ur, en hátt yfir því blikar á guH-
trefjar í loftinu: Það er síðasta
sólkveðjan á vængjum mávanna.
í fangabúðunum bak við þá er
varla nokkur lífsvottur. Þúsundir
þreyttra Jíkama eru ííkt og stein-
runnir og grónir við jörðina. Allt
er svo hljótt — ekkert hefur
gerzt í dag, hversu margir sem
kunna að hafa vænzt einhvers, og
ekkert gerist. Þarna er ekkert
kvikt, nema fáeinar mýflugur, sem
suða gráðugar yfir vondu blóði
fanganna. En þeir verða þeirra
ekki varir.
Faðirinn hefur lagt af að und-
anförnu, «n Bro er þó miklu hor-
aðri, svo oft er hann búinn að
gefa matarskammtinn sinn. Herða
blöðin skaga út úr breiðu baki
hans undir óhreinni mussunni
eins og vængbein hafi verið þar
klippt í sundur, og andlitið er
grátt og tekið. Honum finnst vera
blý i fótunum á sér, og það er
eins og graftól séu að verki inn-
an í honum. Hann hefur barið
höfðinu við steininn, þegar vílið
sótti á hann, en nú finnur hann
allt í einu, að það má ekki seinna
vera, að hann fái svar við spurn-
ingu, sem honum hafði búið i
huga síðan i morgun, þegar hann
tók ókunnugt barn sér við hönd
og reikaði út að Kóngshliðinu.
Hann varð að heimta svar, ef
annað stoðaði ekki.
Hann hvessir augun á föður-
inn, miskunnarlaus í spurn sinni:
— Segðu mér eitt: Þessi telpa
þín . . .ertu að bíða eftir henni
eða matarbögglinum, sem hún hef
ur stundum meðferðis?
Föðurnum verður hverft við.
—Ja þannig hef ég spurt sjálf-
an mig.
Og hann bætti við lágum rómi,
þegar hann hafði velt vöngum dá-
litla stund: — En þú skilur
kannski, hvað þetta er allt undar-
legt. Ég veit ekki. einu sinni, hvort
ég á þetta barn.
— Eigi einhver barnið, þá ert
það þó líklega þú.
— Það hef ég líka oft sagt við
sjálfan mig. Enginn hefur verið
mér sem hún. En samt sem áð-
ur . . . Það er dálítið, sem ég
verð að segja þér.
Bro dró andann djúpt. Nú átti
hann loks að fá að vita eitthvað.
— Jú, ég var ökumaður á Rist-
arbæ — sem sé. Það ár kom þang-
að nýr husbóndi — ungur skratti,
en hressilegur í tali og kumpán-
legur, svo að okkur varð vel til
hans fyrst í stað. Nema hvað frú-
in, sem var dönsk, rauk allt í
einu burt og heim til sín. Okkur
grunaði reyndar, hvað olli. Óg
svo er það dag einn, að húsbónd-
inn ungi sendir mér skilaboð að
koma til sín í skrifstofuna. —
Valli, segir hann, þegar hann hef-
ur aðgætt, hvort hurðin sé lok-
uð, — ég er búinn að setja kúlu
framan á stelpuna í fjósinu. Og
nú ætla ég að gefa þér hana, Valli
minn. Ég tvöfalda kaupið þitt . . .
Hvað er þetta maður? Þú stendur
þarna eins og draugur á miðju
gólfi og rekur undir þig haus-
inn . . . Ja, hvers vegna ekki,
húsbóndi góður, svara ég. Því
að það leyndi sér ekki, þetta rneð
stúlkuna. Og þannig eignaðist ég
konu. Barnið þeirra dó rétt eftir
fæðinguna, en kauphækkuninni
980
Tífl I M N - SUNNUDAGSBLAÐ