Tíminn Sunnudagsblað - 05.11.1967, Qupperneq 21
hélt ég. Þetta var svo sem ekiki
að lasta, og ég var ánægður með
konuna. Hún var dugleg við öll
verk, og ég gat ekkert að henni
fundið. Þar til eitt kvöld. . .
Hann þagði litla stund, eins og
hann yrði að taka sér ofurlitla
málhvíld áður en hann treysti sér
til þess að hreyfa við illa grónu
meini. Svo hækkaði hann róminn:
—Þig grunar það kannski —
mig fór að óra fyrir því, að ekki
myndi allt með felldu. Svo var
það einu sinni, ja, það var á milli
hátíðanna, að húsbóndinn bauð
öðrum stórbændum í héraðinu til
veizlu, og um miðja nóttina lét
hann vekja mig til þess að aka
þeim heim blindfullum. En ég var
ekki kominn langt, þegar einn
þeirra veiktist í sleðanum, svo að
ég varð að snúa við. Ég fór að
svefnherbergi húsbóndans og barði
að dyrum, og þá varð ég þess var,
að einhver læddist út bakdyrameg
in. Það var konan mín. Þá nótt
varð hún að standa úti í fönn og
gaddi og kannski var það líka
heppilegast, því að annars hefði
ég barið liana til óbóta. En dag-
inn eftir snarast ég inn í skrif-
stofuna til húsbóndans. — Þetta,
sagði ég, — þetta var aidrei í
samningum okkar. Því að rétt
skal vera j-étt, og hafi ég eignazt
konu, þá er hún konan mín. Hann
lofar að hækka kaupið mitt í ann-
að sinn, en ég stappa í góifið og
æpi framan i hann, að ég vilji
ekki nein hórgjöld, og svo hræki
ég til hans og rýk út. Ég fékk
mér undir eins vinnu annars stað-
ar, og við fórum burt, ég og kon-
an mín. Það greri aldrei um heilt
með okkur eftir þetta, þó að kyrrt
lægi, og fimm eignuðumst við
börnin áður en hún dó. Elzt þeirra
er hún, telpan hérna, og fæddist
hálfu ári eftir að við fórum frá
Ristarbæ. Og hvort hún er barn
mitt eða barn hans — það veit
enginn. Ég held jafnvel, að hann
hafi átt hana.
— Hvers vegna þarft þú að
vita það? Barnið hefur gert þig
að föður sinum. Það veiztu að
minnsta kosti.
— Já, segir faðirinn hugsi og
horfir tómlátlega í áttina að gadda
vírsflækjunum kringum fangabúð
irnar — eiginlega var hún bezt
af öllum börnunum, telpuanginn.
. . . Hvernig skyldi hinum fjórum
líða heima núna?
Bro situr álútur með lokuð
augu — Það setur að honum
svima við allt það, sem honum
hefur verið sagt. Hann sér í anda
dökka, þykka fléttuna, sem hékk
svo umkomulaus niður á' bakið
á henni morguninn forðum, þe»#
ar hún stóð við dyrnar á her-
mannaskálanum og starði þegjandi
niður á tærnar á götugum skón-
um sínum. En augnabrúnirnar,
siikimjúkar og bogadregnar,
minntu á Andrés — nei, það var
líklega ekki nein tilviljun. Hann
biður þess, fullur angistar, sem
kemur næst. Hann veit, að sög-
unni er ekki lokið.
Þegar hann opnar augun, sér
hann, að svartur gufubátur stefn-
ir inn álinn og dregur kolareyk-
inn eins og sorgarslæðu á eftir
sér. Honum dettur í hug, að þessi
blakki bátur sé táknmynd þess,
sem menn nefna örlög. Hann held-
ur með þann farm, sem í hann
hefur verið látinn, til þeirrar hafn
ar, sem honum hefur verið ákvörð
uð, og það er ekkert undanfæri
að taka á móti því, sem í lestinni
er. Sjálfur trúir hann á þann, sem
bátinn sendir, og þann, sem við
stýrið er — að þetta gerist ekki
allt í blindni. Það skynjar hann
með hverjum dropa blóðs í hjarta
sínu. En hann lokar samt augun
um með nroll í æðum og bíður.
Einhvers staðar langt inni í sér
heyrir hann þessi venjulegu köll
úr klefa Agústs Ripös — neyðar-
óp alls, sem lifir, til guðs og
manna.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAfi
981