Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Qupperneq 2
mér? Hann gáði inn í allar koj-
urnar, en þegar hann kom að
minni, var mér nóg boðið.
— Þú ættir nú að fara að
leggja þig, Palli minn, sagði ég.
— Ég skal finna hann, sagði
hann. Hann var hérna. Við drukk-
um saman.
— Þú ert með de'rdum, sagði
ég,'og itrekaði heiðni mína, að
hann færi að leggja sig.
— Ég' með deliríum? sagði
hann móðgaður. Þá þekkirðu mig
illa.
— Ég þekki þig vsl, Palli minn,
sagði ég.
— Hann hefur kannski skropp-
ið upp, sagði hann.
— Hann hlýtur þa að koma bráð
lega, sagði ég. Bíddu rólegur á
meðan.
— Ég verð aldrei rólegur fyrr
en ég finn Harvey, sagði hann og
Framihald á 1125. sfðu.
fAAAGNÚS JÓHAMNSSON FRÁ HAFNARNESI:
Skáfoh við Harvey
Hann kom slaganc’i út úr gra-
um morgninum milli vöruskemm-
anna, stefndi til skips með sení-
verbrúsa í beltinu. Við höfðum
beðið eftir honum, og karlinn var
farinn að ókyrrast í brúnni —
Það var ekki völ á beiri sjómanni,
góðum dreng og félagi, þó hann
skvetti í sig. Við höfðum verið
skipsfélagar lengi, stútað margri
mænunni saman, glaðzt og hryggzt
yfir dýrum veigum.
Ég var kunnur sögu hans.
Hann hafði lent í sly.-i fyrir
nokkrum árum. Hann kenndi sér
um þetta slys, ásakaði sig fyrir
að hafa ekki einnig farið í djúp-
ið með félaga sínum, sem ekki
hafði pláss á kilinum, er hvoift
hafði undir þeim bátkænu í er-
lendri höfn. Þessi asökun kom
ætíð fram, er hann var með vmi.
— Ég drap hann, sagði hann.
—Hann hékk í mér. Ég hefði átt
að fara líka.
Þegar hann var kominn undir
þilljur, og skipið komið á skrið,
tók hann upp veski sitt. Við átt-
um einhverjar krónur hjá honum,
strákarnir. Það var jafnan venja,
að hver lánaði öðrum, ef skorti
fyrir drykk, þá sjaldan við sáum
land.
— Vertu ekki að þessarí vit-
leysu, sagði ég, er hann rétti mér
seðlana. — Heldurðu, að ég sofi
ekki fyrir þessu í nótt?
— Veit ég það, Sveinki, sagði
hann — En nú ætla ég að gera
upp.
Þessi orð hans snurtu mig illa.
Þau voru þannig sögð, eitthvað í
röddinni, sem ég kunni ekki við.
Það var ekki undankomu auð-
ið. Hann tróð seðlunum í vasa
minn og gerði slíkt hið sama við
hina, þó að þeir mölduðu í mó-
inn.
Hann var óvenju þögull og
minntist ekki á slysið, eins og þó
ætíð var vani hans drukkins. Ég
fór í koju, en sneri mér fram og
fylgdisf með honum, þar sem
hann sat við borðið, biandaði
drykk handa tveim og skálaði við
ósýnilegan félaga.
—Skál, Harvey, sagði hann og
lyfti glasinu.
Ég sá í huganum félaga hans
drekka honum tiL
Þannig hélt hann áfram að skála
oig tala við hinn ósýnilega gest,
þar til flaskan var tóm.
Hann var glaður meðan á þessu
stóð, rak stundum upp hláturrok-
ur, beygði sig fram, eins og hann
væri að minnast af kærleika við
mótseta sinn. Strákarnir voru
löngu sofnaðir. Slákt sem þetta
var þeim ekkert nýnæmi. Hrotur
þeirra voru drungalegar.
Hann stóð upp, leit í kring um
sig, eins og sýnin hefði horfið
augum hans: Hvar ertu Hai-vey?
Af hverju ertu að fe’a þig fyrir
1106
T t U 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ