Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Blaðsíða 13
1 mýri, Magnússonar. Voru þeir feðgar allir merkir menn og karl- menni. Því til staðfestingar er með al annars það, að Árni í Múla lifði yfir tírætt „og sást ekki hæra í hans höfði“ — og enn gekk hann þá að slætti sem aðrir yngri. Kona Jóns í Keldunesi var Guð- rún Gunnarsdóttir, kvenkostur góður o,g af merkum ættum. Þau áttu nokkur börn, sem voru upp- komin, þegar hér er komið sög- unni. Meðal þeirra var Oddný, móð ir Skúla landfógeta og athafna- manns. Þetta umrædda sumar þjáðist Gunnar, sonur þeirra Keldunes- hjóna, af ókennilegri veiki með flogum og óviti. Hann var þá seytj- án ára. Ekki vissu menn orsakir sjúkdómsins, en helzt var haldið, að illur andi hefði hlaupið í drenginn að ófyrirsynju, nema göldrum væri um að kenna. Hvort tveggja var jafn-lfklegt og næsta algengt á þeim árum. Fátt var um lætknisráð og dugðu þau lítt, sem reynd voru. Sá maður bjó þá á Skógum i Fnjóskadal, sem Indriði hót, Pét- ursson. Hann fékkst mikið við lækningar á mönnum og skepnum, og kallaður var hann læknir, þótt ekki hefði hann numið þau fræði í skóla. Fór mikið orð af lækn- ingum hans og ráðleggingum. Guðrún í Keldunesi vildi því óð og uppvæg láta leita Indriða í Skógum og vita, ef hann mætti slá eitthvað á niðurfallssýki sonar hennar. Jón bóndi er sagður hafa verið mjög tregur til að fara á fund Indriða og þverskallazt lengi við nauði konunnar. Þó varð það. að enduðum túnaslætti, upp úr miðjum ágúst, að hann býst til far- ar vestur að Skógum, en sagði þó áður en hann lagði af stað, að þetta yrði sín síðasta reisa hérna megin grafar. Ríður svo á læknis- fund. Ekki segir neitt af ferðum hans fyrr en heim skyldi halda aftur. Indriði læknir býst þá til ferðar með Jóni, því honum þótti lýsing- in á sjúkdómi Gunnars benda til þess, að illt væri í efni og full þörf skjótra læknisaðgerða. í fylgd með þeim bændum var ung- lingspiltur. Ekki er getið nafns hans, en í Vall'aannál segir, að það hafi verið sonur Jóns. Vel má það rétt vera, og hefur hann þá fýlgt föður sínum að heiman. Allir voru þeir þremenningar vel ríðandi. Ind riði var maður um fimmtugt, en Jón mun hafa verið nálægt sex- tugu. Hvort þeir fóri frá Skógum að morgni 20. ágúst er ekki vitað, en upp á Reykjaheiði leggja þeir að áliðnum þeim mánaðardegi. Sennilegast má telja, að Jón hafi kornið við í Haga á austurleið, þvl því að þar bjó þá Bergþór, bróðir hans, og þar var einnig Árni, fað- ir þeirra, háaldraður og elztur mað ur í Þingeyjarsýslu (sbr. manntal- ið 1703). En hvort sem það var í Haga eða á öðrum bæ þar í námunda, sem þeir hvíldu sig fyrir lengsta áfangann, Reykjaheiði, er það ærin freisting að álíta, að ölteiti nokk- urt hafi þar orðið um það lauk, og Jón bóndi ekki verið nein horn- reka á því þingi. Hér er þó aðeins um getsakir að ræða, þó hvergi sé það sagt berum orðum. En þegar ferðamennirnir vildu halda á, var orðið áliðið dags, veð- ur gengið upp, slydda í sveit og auðsætt hríðarútlit. Voru þeir því lattir fararinnar, en Jón vildi ekki heyra annað en leggja upp í síð- asta áfangann. Þeir munu hafa farið upp og austur svokallaðan Geldingadal, sem liggur upp frá bænum Heiðarbót í Reykjahverfi. Eftir þvi sem á leið og ofar sótt- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1117

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.