Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Blaðsíða 3
Um jólaleytið er svalt í veröld sauðnautsins. En það kann þvt líka beit. Hin nyrztu lönd eru heimkynni þess. Það er ættingi loðfílsins, sem reikaði í fornöld meðfram aurum ísaldarjökulsins mikla, til dæmir á Norðurlönd- um, þar sem fundiit hafa minjar um loðfiia á stöku stað. Sauðnautin halda sig í smáhópum, og er gamall tarfur til forystu. Kýrnar eru að jafnaði tvær eða þrjár og svo eru kálfar og vetrungar. Fyrirlið inn fer fremstur, þar sem torfært er eða einhver voði á ferðum. Dýrin leita ekki í skjól eða afdrep i vetrarhríðum. Þá kjósa þau einmitt að vera á bersvæði, þar sem þau standa af sér óveðrið. Fullorðnu dýrin slá þá eins konar skjaldborg um kálfana, svo að þá hreki ekki út í buskann. Þegar vorar, gerast tarfarnir, óró- samir. Þeir stangast upp á líf og dauða, þar til annar hvor verður að láta undan síga. Engin skepna glettist við sauðnaut nema menn og úlfar. En sauðnautin flýja ekki óvlni. Þau slá hring um kálfana og búast til varnar. Þau eru raunar mjög friðsöm. Samt eiga þau til að ráðast á mann, sem gerist óháefilega nærgönguil. Enginn skyldi egna þau á sig. Á Grænlandi munu vera um tíu þúsund sauðnaut, og á freð- mýrum í Kanada um fimmtán þúsund dýr. Dálítill stofn er í fjalfendi Noregs, þangað fluttur af mönnum, en fáein dýr, sem Ársæll Árnason kom með frá Grænlandi hingað til lands fyrir nær fjörutíu árum, urðu pest að bráð. Ekkert landdýr er eins vel búið til þess að verjast kulda og sauðnauti. Hárið er mjög þétt og verður um sjötíu sentimetrar að lengd. Það hyl ur allan skrokkinn, nema granirnar og fæturna. T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 1107

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.