Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Blaðsíða 6
og hirti fikkert um neinar af
hans regluni.
S: Svo er ekkert hægt að snúa
sér, enginn til að leita hjálpar
hjá.
Fólk, sem hefur starfað við
barna- og geðverndarmál í Reykja
vík, telur brýna þörf fyrir ein-
hverja stofnun á vegum ríkis eða
bæjar, þar sem hjón í ógöngum
geta laigt vandræði sín undir álit
hlutlausra, sérfróðra aðila. Að vísu
er ofdrykkjan geysieríið viðfangs,
en mörg minni vandamál hafa
eitrað andrúmsloftið milli jnanns
og konu. Mörgum konum feliur
illa að þurfa að biðja menn
sína um peninga, eins og betlar-
ar. Sumum karlmönnum fjnnst
heimilið og það fé, sem til þess
rennur, vera baggi á sér og láta
jafnvel konuna heyra það. Þá
væri ágætt að geta fengið hlut-
lausan aðila^. til að segja, hvernig
sanngjarnast væri að skipta tekj-
unum milli hjónanna. Við slíka at-
hugun gæti líka þveröfugt komið
í Ijós, ,sem sé, að konan eyddi of
miklu, til dæmis í föt eða heimil-
isvélar, miðað við tekjur manns-
ins. Það eru nefnilega bæði til
eiginmenn, sem drekka of mikið,
og eiginmenn, sem drekka of lítið.
Við suma banka á Norðurlönd-
um eru starfandi hagfræðimennt-
aðir ráðgjafar um bezta nýtingu
heimilistekna. Slík þjónusta er
byggð á óskum um að bæta fjár-
hag viðskiptavina, en ef mst bæt-
ir hún líka margt hjónabandið,
því utan ofdryikkju ,er fátt skeinu-
hættara hjónabandshamingju en
peningaáhyggjur. Nema eitt:
Ótryggð.
G: Vinkona mín komst í bréf
frá manninum sínum til annarrar
konu. Hún skildi það svo, að milli
þeirra væri náið samband, fannst
hún aldrei geta treyst manni sín-
um framar og heimtaði skilnað.
Um seinan kornst hún að því, að
eiginmaðurinn var ekki eins brot-
legur og hún hafði haldið. Um
seinan komst hún að því, að hún
hafði ekki hætt að elska hann.
S: Konur eru oft alltof tor-
tryggnar.
J: En ef maðurinn ykkar væri
farinn að heiman og byggi með
annarri konu, eins og ég hef orð-
ið að reyna, þá er ekki um ann-
að að gera en reyna að standa
á eigin fótum. Víst er það sárt
og erfitt, en það væri þó miklu
léttara, ef ekki væri tvennt, aura-
leysið og mannréttindaleysið.
Ég veit, að margar fráskildar
konur eru betur settar en ég. Það
hjiálpar mikið að eiga eða vera að
eignast íbúð. Krakkarnir mínir
spyrja á hverju ári: Hverí eigum
við að flytja næst? Ég hef engar
fastar tekjur nema tryggingaféð
(mæðralaun, meðlag og fjölskyldu
bætur). Þetta eru samtals 8.600
krónur á mánuði. Það eru nú öll
ósköpin.
Ég reyndi að vinna úti, en pað
er blátt áfram of kostnaðarsamt
með fjögur börn. Fyrir þau minni
þarf að borga barnaheimili. Eng-
inn tími gefst til að spara með
því að sauma á þau föt. Vinnunni
fylgir kostnaður vegna strætis
vagnaferða, kostnaður vegna fata
og snyrtivara, því ekki er hægt
að mæta ógreidd á slopp. Svo er
skóslitið meira. Skatturinn hærrf.
Ofan á allt bættist, að meðan
ég vann úti, neituðu bæjaryfir-
völdin mér um húsaleigustyrk.
Þeir sögðu, að ég væri svo dug-
leg að bjarga mér. Útkoman varð
sú, að það borgaði sig ekki fyrir
mig að vinna utan heimilisins all-
an daginn. Ég er hætt því núna,
og mér líður miklu betur á sál-
inni. Það var ekki gaman að láta
eldri krakkana ganga sjálfala.
En það er sama, hvað ég spara
og sauma sjá-lf, þetta eru efcki
nógir peningar. Ég vildi óska, að
ég gæti fengið vinnu einhvers stað
ar, svo sem tvo þrjá tím-a á dag.
Það mættu gjarna vera gólfþvott-
ar. Mín eina sérmenntun.
G: Meðan ég var sjálf gift,
hetfði ég aldrei getað trúað þvi,
hv-ernig lif einstæðrar konu var.
En ég finn sannarlega skilnings-
leysi annarra bitna á mér núna.
Jafnvel fjölskylda mín viriðst
skammast Sín fyrir mig.
S: Já, enda fyllist maður ein-
hverri minnimáttarkennd gagn-
vart þjóðféiaginu.
J: Mér liggur við að segja, að
einstæðar mæður njóti ekki mann-
réttinda.
G: Þegar maður er svo örvænt-
ingarfuUur, að hughreystandi
klapp á öxlina er kærleik-sverk,
þá fær maður framan í sig: Þú
hlýtur að vera að drepast úr karl-
mannisleysi.
S: Ó, hvort ég kánnast við þetta.
Og helsærð eins og ég var, orð-
in komu eins og sýra í sárið.
J: Fólk missir margt upp úr
sér, sem nístir.
G: Meira að segja, þegar maður
ætlar að reyna að skemmta sér!
Afþakki ég dans hjá drukknum
herra, þá kernur: Heldurðu ba-rasta
að þú getir valið úr, góða?
S: En útskúfuðum aumingjum,
eins og okkur, treystir þjóðfélag-
ið til að standa hjálparlaust fyrir
uppeldi barna.
J: Er ekki byrjað á öfugum
enda með því að rei-sa hæli fyrir
ta-ugaveikluð börn, meðan tauga-
veiklaða-r mæður eiga ekkert at-
hvarf?
Það mótsagnakennda er, að ein-
stæða, fyrirlitna móðirin hefur
orðið að treysta svo mjög á sjálfa
sig, að hún er kannske orðin bæði
þros-kaðri og sjáltf-stæðari per-
sónuleiki hel-dur en kona, sem
alltaf hefur verið hugsað fyrir.
J: Ég var vön að kjósa sama
lista og allir kusu heima. Nú hef
ég mínar eigin skoðanir á stjórn-
málum.
G: Ég hafði aldrei borgað raf-
magnsreikninginn sjá-lf. Ætli ég
hefði vitað, hvernig átti að fara
að því.
S: Ég hef kynnzt miklu fleira
fólki, og séð miklu meira af líf-
inu, heldur en ef mér hefði ver-
ið fært allt upp I hendumar.
G: Já, stelpur, það þýðir ekk-
ert að gefast upp. Og e-ftir fimmt-
án ár, vitið það, hvað ég ætla að
gera þá?
Ég ætla að Iæra leirbrennslu.
Ég ætla að fá mér litla kompu
og bjástra þar allan daginn. Búa
til leirmuni, skiljið þið. Ekki til
að selja, heldur sjálfri mér til
skemmtunar. Ef fólki finnst þeir
ljótir, fær það ekki að sjá þá.
S: Ég ætla að fara í hnattsigl-
ingu.
J: Ég er að hugsa um að helga
mig félagsmálum. Stofna félag ein
stæðra mæðra með hækkun barns
meðlaga efst á blaði.
Ég þoli ekki að vera eins og
ómagi á þjóðfélaginu. Ég hata að
láta gefa mér. Mér leiðist fólk,
sem göslar I góðverkum. Það er
sælla að gefa en þiggja.
Ef stúlka átti barn u-tan hjóna-
band-s hér áður fyrr, þá var hún
eftir það titluð stúlka, en ekki
ungfrú á bréf-um. Enn í dag er
Frarahald á 1126. siðu.
ino
T t « I IM N - SUNNUDAGSBLAÐ