Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Qupperneq 12
Svo mjög eru veðurguðir mis-
lyndir no;ður við Dumbshaf, að á
öllum ársitímum mega íslendingar
búast við hretum og harðviðrum.
Sögur og annálsgreinar frá liðnum -
ö'ldum hafa að geyma ótal frásagn-
ir um stór áföll og áhlaup, sem
komu landsmönnum í opna
skjöldu og dundu yfir, þegar sízt
varði, jafnvel um hábjargræðistím-
ann, sumarið.
I>ótt margt benti til þess, og sé
raunar vitað, að gengnar kynslóðir
hafa orðið að þola enn meira blak
af vályndi veðra en við, sem nú
erum ofar foldu, þá erum við oft
og einatt minnt á þá staðreynd, að
árferði á íslandi er misbrestasamt.
Sem dæmi má nefna, að laust eft-
ir miðjan júlíánuð 1966 gerði
slíkt heiftarhret um allt Norður-
land og Austurland, að margir fjall
vegir tepptust vegna snjóa og litlu
munaði, að nokkrir menn yrðu úti
á Möðrudalsöræfum. Það, að þeir
björguðust til byggða að lokum,
nokkurn veginn óskemmdir, má
vafalítið þakka því einu, hve bún-
aður manna er betri nú en hann
var fyrr á öldum. Auk þess eru
nú víða vegir til létt'- "g leiðbein-
ingar vegfarendum.
Það er þó fremur fágætt í sögu
okkar, að menn hafi bnnlínis ,,orð-
ið úti“ í júM eða ágústmánuði
vegna veðurhörku og snjóa. Eins
og allir vita, eru þetta þeir mán-
uðir ársins, sem fyrst og fremst
- mynda ok'kar skammvinna sumar.
Hinir allir bjóðf iðulega upp á all-
ar áttir og eru tíl alls visir.
En því minnist ég á þetta, að
hér í þættinum á eftir segir frá
hörmulegum atburði, löngu liðn-
um. Það var sumarið 1700. Þá
gerði slíkt voðaveður um allt Norð-
urland og Vesturland, að ólýsan-
legu tjóni olli og skipti sköpum
fyrir margan bóndamann og sjó-
sóknara. Árferði hafði þá verið
fremur illt undanfarin misseri:
hörkur, hafís, grasbrestur, hor og
vesöld. Allt þetta hafði lagzt á eitt,
eins og oft fyrr og síðar, og skekið
bæði menn og skepnur til hins
ýtrasta.
Seinni hluta dags hinn 20. ágúst
brast á fárviðri af norðvestri svo
skyndilega sem hendi væri veifað.
Fylgdi því mikið vatnsveður í
fyrstu lotu, síðan krapahríð og
seinast fannburður undir nóttina.
Veður þetta orsakaði þann fádæma
sjógang fyrir öllu Norðurlandi, að
elztu menn þóttust ekki muna
dærni sLíks. í fynstu lotunni brotn-
uðu eða sukku nær alir fiskibát-
ar, sem á floti voru eða í fjöru-
máli, þvi! að sjórdnn gekk langt
á land upp og lengra en nokkurn
grunaði. Sagt er í ýmsum sam-
tíma heimildum, að um „gerninga
veður“ hafi verið að ræða, en þess
er ekki getið, hver eða hverjir hafi
valdið gerningum. Frásagn-
ir annála eru stuttorðar að venju,
en þó gefa þær glögga mynd af
því feiknatjóni, sem einstakling-
ar, heimili og héruð urðu fyrir „á
snögigu augabragði“.
Setning eins og þessi: „Þá brotn
uðu 90 skip f Þingeyjarsýslu“, seg-
ir miki tíðindi og voveifleg. Varla
er hægt að ímynda sér, að mikið
fleiri skip hafi flotið þar fyrir
landi í upphafi áhlaupsins. Sem
sagt: Nær allur bátafloti héraðsins
hefur ýmist legið á hafsbotni eða
sem brak á fjörukambi. Þetta
þýddi, að annar helzti bjargræðis-
vegur þessa stóra og mannmarga
héraðs mátti heita úr sögunni að
sinni, en bjargarskortur beið á
næsta leiti, — enda fóru enn harð-
Indi í hönd. Það er og athugandi,
að þetta var á þeim tímum, þegar
einokunin var í algleymingi, en
vöruskortur og dýrtíð settu inn-
sigli sitt á allar athafnir lands-
manna til sjávar og sveita.
Þessi „90 skip“ hafa ekki öll
verið miklir eða merkilegir far-
kostir, slí'kir þekktust ekki heldur
í þá tíð, og allra sízt svo langt frá
stólum og stertimönnum konungs-
ins. En við hvern sjófæran bát var
þó bjargarvon tengd, sem brást
eftir þetta veður. Þetta var sem
sé um svipað leyti og Jón Hregg-
viðsson, bóndi á Rein, og margir
fleiri góðir menn voru hvað fast-
ast flengdir fyrir snærisþjófnað,
hvað þá hefðu þeir ágirnzt fjalar-
bút í byrðing. Það gefur því auga
leið, að Þingeyingum hefur ekki
orðið hægt um vik að endurnýja
skipastól sinn.
En bverfum nú frá sjávarsíð-
unni upp til sveita og fjal'la. Um
þetta leyti bjó að Keldunesi í
Kelduhverfi Jón Árnason, góður
bóndi, kallaður „orðlagt hraust-
menni“ og með stærstu mönnum
að vallarsýn. Hann var sonur Árna
bónda í Múla og Haga í Aðaldal,
Björnssonar lögréttumanns á Laxa
$«gir
BS
1116
T 1 M ' N N — áUNNlIDAGSBLAÐ