Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Side 14
ist á heiðina, versnaði veðrið stöð-
ugí. Veðurofsinn var slíkur, að
t-eir réðu sér tæpast á hestbaki
og kouwist lítið áfram, því að
kafhiaup af fönn var í öllum
lægðum. Þegar þeir voru komnir
nálægt miðri heiði, þar sem kall-
ast Höfuðreiðar, hrakti þá undan
veðrinu suðaustur í hraunið og
töpuðu við það bæði vegi og átt-
um. Fljótlega uppgafst líka dreng-
urinn sakir bleytu og kulda. Þá
dokuðu þeir við undir brekku
nokkurri. Þar grófu þeir drenginn
í fönn. Jón var einnig orðinn
mjög dasaður og miður sín. Ind-
riði vildi freista þess að halda á-
fram, en Jón latti, sagði þetta
„kyngiveður vera, gert að sér,
mundi og eigi fyrr af létta en
hann væri andaður11. Hann sagði
Indriða síðan til helztu kennileita
á heiðinni og bað hann reyna að
komast til byggða. Indriði vildi
hins vegar koma Jóni aftur á bak
hesti sínum og halda ferðinni á-
fram, en Jón var þá orðinn svo
stirður og máttfarinn, að hann
mátti naumast standa. óstuddur. Þó
tókst Indriða að reisa hann upp
við hestinn og koma öðrum fæti
hans í ístaðið. Bað liann svo að
reyna að vega sig upp í hnakkinn,
en hélt sjálfur f stigreipið hinum
megin, svo að hnakkurinn ekki
snaraðist. En þegar Jón ætlaði að
vega sig upp, steig hann niður úr
Menn hverfa af sjónar
sviðinu, — fróðleikur týn
ist. Það eina sem getur
varðveitt hann, er hið rit
aða orS.
Lesendur blaSsins
eru beðnir að hafa þetta •
huga, þegar þeir komasl
vfir fróðleik eða þekkingu
sem ekki má giatast.
ístaðinu og féll við það aftur yfir
sig í snjóinn. Indriði lét hann
reyna öðru sinni og sneri klárnum
við. En þegar allt var undirbúið
sem í fyrra skiptið, fór á sömu
leið: Iljárnið brotnaði undan
þunga Jóns, og hann féll niður í
fönnina. Hafði hann þá rykkt liand
fylli sinni úr faxi hestsins. Þótti
Indriða þetta allt firn mikil og
grunaði nú, að ummæli Jóns ættu
hér fram að koma.
Eftir þessar sviptingar var Jóni
öllum lokið. Hann mátti sig hvergi
hræra, en fol sig guði á vald, bað
Indriða að reyna að komast til
byggða með drenginn og- skyldu
þeir halda vestur af heiðinni, nið-
ur í Reykjahverfi eða Aðaldal, þvi
að það mundi stytzta leiðin. Enn
fremur sagði hann:
„Segið Bergþóri, bróður mínum
í Haga, að sækja líkama minn hing
að á morgun, því þá mun ég sofn-
aður, flytja hann til Múla og jarða
hann þar“.
Indriði bjó svo þarna um Jón
sem bezt hann gat. Hann tók staf
hans, eða „atgeir“ eins og annál-
ar segja, og stakk honum niður
við háan hraunklett til auðkenn-
ingar staðnum. Síðan fór hann
þangað, sem pilturinn lá, og gróf
hann úr fönnihni. Hafði hann þá
hresst nokkuð við hvíldina og var
rólfær. Þeir héldu svo af stað í
þá átt, sem Jón hafði fyrir mælt.
Eftir margra klukkustunda göngu
í versta veðri og óvissu um áttir,
því að Indriði var þarna með öllu
ókunnugur, náðu þeir að Klambra-
seli í Reykjahverfi. Þar fengu þeir
húsaskjól í fjárhúskofa, en ekkert
fólk bjó þá í selinu. Þarna biðu
þeir svo dags, en þá slotaði veðr-
inu skyndilega og komust þeir til
bæja, mjög þrekaðir og langt leidd
ir, en ókalnir.
Fljótlega var svo gerð leit ,að
Jóni, og stjórnaði Bergþór í Haga
leitarflokknum. Eftir tilvísun Ind-
riða og „atgeirsins“ fannst hann
fljótlega og var þá látinn. Sagt er,
að tveggja metra djúpur snjór
hafi hulið líkið og gefur það
nokkra hugmynd um fannfergið
á heiðum uppi þessa örlagaríku og
kaldsömu sumarnótt, milli 20.—21.
ágúst árið 1700.
Lík Jóns var flutt að Múla og
jarðað þar, eins og hann hafði
beðið um.
Eins og fyrr segir mun Jón í
Keldunesi hafa verið um sextugf,
1118
þegar helför hans lauk við Hötfuð-
reiðar. Guðrún, ekkja hans, bjó
áfram í Keldunesi, ásamt. b8rnum
þeirra, og þar býr hún þegar alik-
herjarmanntalið var skráð 1703,
þá sögð 55 ára, „kann krosssaum
og vefnað“,. segir þar í athuga-
semd og hefur slíkt þótt frásagn-
arvert. Það sama er einnig sagt
um dætur hennar tvær, Oddnýju
og Guðrúnu, sem þá eru gjaf-
vaxta heimasætur 1 Keldunesi.
Skúli fógeti og „faðir Reykjavík-
ur“ hefur ekki átt langt að sækja
áhuga sinn fyrir tóskap og iðn-
aði.
Svo segja sumar heimildir, að
Gunnar í Keldunesi, sjúklingur-
inn, sem Indriði var að vitja, þeg-
ar veðurguðirnir sneru honum við
á Reykjaheiði, hafi á þeirri nóttu
orðið „alheill“, og þegar fyrr-
nefnt manntal var tekið þrem ár-
um síðar, er hann enn sagður
„heiH“, þá tuttugu ára, „þénari“
hjá móður sinni.
Eins og fyrr er frá sagt, greina
ýmsir annálar frá veðrinu 20.-21.
ágúst og afdrifum Jóns Árnason-
ar, en frásagnirnar eru yfirleitt
eindæma öfgakenndár, blandaðar
alls konar furðum og hjátrú. Slikt
var einkenni aldarinnar. Hér hef-
ur verið reynt að fylgja því, sem
trúlegast verður talið, og í þvi til-
liti er Mælifellsannáll vafalítið
bezta og sannferðugasta heimild-
in, það sem hann nær. Höfundur
þess annáls var Ari prófastur Guð
mundsson á Mælifelli, en hann og
Jón í Keldunesi voru systkinasyn-
ir. Hefur séra Ari því hlotið að
hafa bæði aðstöðu og vilja til að
þræða götu sannleikans, eftir því
sem kostur var á, þegar hann
skrifaði um atburð þennan.
Eins og nærri má geta urðu
víða miklir skaðar af völdum
þessa áhlaups. Áður er greint frá
bátatjóni Þingeyinga, en þar við
bættust geypilegir fjárskaðar um
allt Norðurland. Fé, hross og naut
fennti í hundraða tali. Sumt var
grafið úr fönn, annað skreið skin-
horað úr bælum sínum, þegar
snjóinn tók upp, eftir margar vik-
ur, en margt drapst og varð ekki
að neinum notum.
Helztu heimildir: Annálar Bók-
menntafélagsins 1400-1809, Sýslu-
mannsævir B.B., Manntalið
1703 o.tfl.
T í M » N N — SUNNUDAGSBLAÐ