Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Side 16
Litazt um í Miinchen: Frúarkirkjan og ráðhúsið. hvítar eða ljósbleikar að lit. Við fyrstu sýn virðist sem snær hafi fallið á fjölíin. Þau eru undurfcg- ur þegar morgunsól eða kvöldsól skín og slær þá gullrauðu fjal’.a- bliki á hnjúkana. Stöku sinnum verður roðinn svo mikill, að fram koma eins konar hillingar. Fjöllin virðast þá færast nær og sjás-t steinar og tré greinilega í fjarska. Þetta er hin fræga Alpa-glóð, sem alla ferðam'enn fýsir að sjá og líkt er eftir í leikhúsum. Sá ég það fyrst á Týrólaskemmtun í Kaup- mannahöfn á námsárum mínum — og hef enn orðið að láta mér það nægja. Árni Þorvaldsson kennari ferð- aðist um Týrol sumarið 1899 og segir svo um jóðlið í bók sinni, „Ferð til Alpafjalla“: „Á sumrum ómar söngur og „jóðl“ frá bæjum, seljum og víða- vangi, svo bergmálar í fjöllunum, og á öllum árstímum er þar mik- ið sungið. Jóðl cr sérkennilegt fyr ír Týról og Sviss. Það er undar- leg-t gleðikvak, nokkurs konar kynl-egt trall og trfflusláttur, er ekki verður með orðum lýst“. Ég hef áður minnzt á kirkjurn- ar fögru í fjalladölunum og í Miindhen. Mér fór líkt og Guð- Árandi, sem segir meðal annars: „Mikið undraðist ég, þegar ég í fyrsta sinn sá gotneska kirkju. Það er svipleg sjón að sjá hinn un-dra- verða hagleik og stíga inn í þenn- an stórkostlega hamrasal. Það er eins og tröll og dvergar hafi lagzt á eitt ráð, aðrir la-gt til jötunmóð- inn að hefja saman þessi rniklu björg, en hinir fegurðina og hinn aðdáanlega hagleik". En sumir nýtízku listamenn fussa við kirkjuskrautinu, einkan lega þeir, sem hroðvirkir eru og nenna ekki að vanda hlutina. Kirkjur eru jafnan opnar í ka- þólskum löndum, og eru margar afar skrautlegar. Oft er verið að lesa þar m-essur, og gengur íólkið út og inn, hver eins og hann ei klæddur. Koma sumir auðsjáan- lega beint frá vinnu sinni og t-e!k- ur enginn tll þe-ss. Gaman væri að vita hvað íslenzk ir námsmenn í Munchen segja um rúmlega aldargamla Iýsingu Guð- brands á borginni, þegar þeir bera hana saman við nútímann. Ég hygg að flestir kunni þar vel við sig enn í dag, og sækja margir þang- að hin síðari ár. Verstur er hús- næðissfcorturinn félitlum mönn- u-m — og húsaleigu-brask, sem hon um fylgir. Fjöldi stúdenta borðar í stúdentamatstofu, og er opinbert eftirliit með því, að maturinn sé kjarn,góður. En sumum þyfcir hann fábrotinn og virðist þá hafa nóga peninga til að kaupa dýrar máltíð- ir annars staðar. Jæja, sælkerar eru ti-1 í öllum löndum, og í Múndhen eru til veitingahús með sérréttum ýmissa þjóða, ti-1 dæmis Balkanbúa og fleiri Suðurlanda- þjóða. Á júgóslavn-esku veitinga- húsi sá ég rétt, sem landar köll- uðu hiundaskít, samkvæmt útlit- inu. En þetta reyndust prýðisgóð bjúgu, sem brögðuðust vel með papríku og öðru kryddi. Þegar út á götuna kom, var fólksmergðin líkt og fé í rétt á íslandi, maður verður að bugða sig áfram í þrönginni. Þá var gott að losna þaðan og komast í rólegt íbúðahverfi, þar sem trjágarður er fyrir hverjum dyrum, ávex-tir faila niður á ganghellurnar, en þráð- bein fcuttugu metra há hvítstofna birkitré, kastaníutré og grenitré standa við götuna. íkornar skutust um í húsagörð- um, svartþrestir og meisur voru hvarvetna, og hátt uppi í trjánum sáust krákur og skaðár, og ails s-taðar heyrðist kurrið í dúfunum. Margt hafði boriö við undan- farna daga: Mikið var talað um heimsókn austurlenzkra þjóðhöfðingja, er fyrir noklkru var u-m garð gengin. Sögðu menn, að ýmisLegt hefði 1120 T f IH I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.