Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Side 19
varlega rétt fyrir brúðkaupið. Það var úrslitatilraunin. Yfir götu gnætfir berg, geitur naga fjallamerg. Er þín héðan ættuð sái, Ólafur huldumeyjatál? Salzburg er 425 metra yfir sjó og telur 110 þúsund íbúa, Hún er miklu eldri en íslandsbyggð, og höfðu Rómverjar þar markað og tollstöð. Meðal annars var þarna mikilvæg saltverzlunarstöð á fyn'i öldum, svo sem nafnið bendir til. Salzburg mætti líka kaUa „borgina við fellin“ skógi vöxnu, sem setja mjög svip á hana og umhverfið. Þykir borgar- stæðið eitt hið fegursta í Evrópu við jaðar Austur-Alpanna. Fellur frá þeim áin Salzach gegnum borgina. Mozart fæddist í Salzburg og hefur varpað á hana ljóma með tónlist sinni. Hafa árlega verið haldnir hátíðahljómleikar í minn- ingu hans í borginni í hálfa öld. Hlýddum við á einn þátt þeirra að kvöldlagi í marmarasalnum. Þar lék strengjasveit frá Prag fyr- ir troðífullu húsi. Hljómburður er óvenjuskýr og góður í marmara- salnum. Hamingjan hjálpi þeim í Háskólabíói. Já, marmarasalurinn var þétt- skipaður. Fólk stóð í hliðargöng- um og bak við öftustu sætaröð svo þröngt, að rúður gengu út. Tónlist Mozarts nýtur auðsjáan- lega fádæma vinsælda. Hann hef- ur orðið spámaður í heimalandi sínu sem annars staðar. Hús Mozarts stendur við gamla, þrönga götu, miðaldalegt á svip, en vel varðveitt. Þar eru geymd- ir gripir hans margir — húsgögn, handrit, bréf, hljóðíæri frá hans tíma og fleira. Aðsókn er mjög mikil, svo að oft þarf að biða lengi eftir því að komast inn. Við vorum snemma á ferðinni, og var okkur bráðlega vísað upp stigana í hópi ferðafólks, ásamt leiðsögu- manni. Fólk gekk hljöðlega um forafáleg herbergin og virti fyrir sér munina. Nýlega er búið að út- búa í vegghólfum leiksviðin i söngleikjum Mozarts, haganlega lýst, svo að allt sást vel. Er mjög gaman að sjá sviðin og líkön leik- aranna í búningum þeirra tíma. Yfir dyrum hússins er letrað, að hér hafi Mozart fæðzt árið 1756 Enn er tónlist hans höfð i hávegum um allan heim, og enn flykkjast menn til Salzborg til að hlýða á Mozarttóirleikana og skoða hús hans. Kastali mikill og forn og óvenju vel varðveittur stendur uppi á virkiskletti á Munkabergi og gnæf ir rúma 100 metra yfir borgina. Ganga þangað vagnar á togbraut upp snarbratta hlíðina. Kastalinn sést hvarvetna úr borginni og er ærið svipmikill. Byggður mun hann hafa verið á dögum fyrstu íslenzku biskupanna, en var end- urbyggður um 1500. Minjasafn merkilegt er í kastalanum, og ei hin fríðasta útsýn úr honum yfir borgina. í gamla borgarhlutanum standa enn mörg hús frá miðöld- um og eru sumar götur bara þröng sund og bílaumferð bönnuð. Fræg er til dæmis hin þrönga miðalda- gata Getreidestrasse. Um hana er sífeildur straumur ferðamanna, enda margt forvitnilegt að sjá: Fornt útflúr á húsum, minjagripa- verzlanir, margt bæði gamalt og nýtt, sem ber vott um snilldar- handbragð, meðal annars unnið úr járni, svo sem götuskilti, og hangir sumt af því hátt uppi. Þeir hafa sannarlega kunnað að aug- lýsa vöru sina og iðn, kaupmenn- irnir og iðnmeistararnir á miðöld- um. Getur nútímafólk margt af þvl lært. — Ef að þú kemur til Saltborgar, þá gakktu um Korn- götuna. En einmitt þar er verzl- un afar mikil, einkum með minja- gripi og handunnar vörur als konar. Er þar sífelldux straumur ferðamanna og heimafólk í mikl- um minnihluta í þessum götum mikinn hluta ársins. Konur rogast með fullar körfur af nýkeyptum munum, sem margú hverjir eru mjög smekklegir og úrval mikið. Hafa borgarbúar stórtekjur af ferðamönnum frá flestum löndum heims. Veitingastaðir eru á hverju strái, og eru ýmsir þeirra fremur smáir og fornlegir að búnaði, með múr- steinshvelfingar, súlur og boga — hlýiegir staðir margir hverjir. Við snæddum kvöldverð í veitingakjail ara, sem rúmar um það bil þrjá- tíu manns við borðin, sem flest eru gömul og sterkleg tréborð. Fengum góðan mat og lipra þjón- ustu. Við eitt borðið sátu hjón yfir rínarvínglösum og skrifuðu bréf sem væru þau heima hjá sér. Ferðamannahópur skoðaði kort og ræddi ferðaáætlanir, en jafnframt gekk drjúgt á ölið og bjúgnamat- Þjóðbúningar tíðkast mjög i Sviss. Hér sjást tvær telpur í slíkum búningum. Fjallið Wetterhorn í baksýn. inn á borðinu. Úti i horni heyrð- Ist tíst og kvak líkt og í fuglum. Þar sátu sex japanskar unglings- stúlkur í austrænum kyrtium og foringi þeirra í góðum íagnaði. Við sáum hópana báða aftur á Mözarttónleikunum seinna urn kvöldið. Það var mjög viðkunnan- legt í veitingastofunni, engin garg- andi hávaðamúsik rauf kyrrðina. Úti á götum streymdi mannhaíið fram og aftur — og heyrðust ótal tungumál. Ljós blikuðu hátt uppi á fellunum. Morguninn eftir fórum við víða um borgina, skoðuðum kastalann, fórum í fornbúðagöturnar, sátum undir kastaníutrjám við ána og reikuðum um torg og garða, Það áttu að vera ókeypis orgeifónleik- ar í dómkirkjunni klukkan 10 ár- degis og skunduðum við þangað. Dómkirkjan í Salzborg var byggð á 17. öid, turninn er 82 metra hár. T f M I N N - SUNNUDAGSBLAB 1123

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.