Tíminn Sunnudagsblað - 17.12.1967, Qupperneq 22
eins nokkur eintök af bókinni, sem
frúin var svo að gefa á tombólur
næstu árin! Af öðrum ritstörfum
hans má nefna Nýtt stafrofskver,
sem hann samdi, og greinar i
Kirkjubiaði og Verði ljós. í hand-
riti hafa varðveitzt dagbækur hans
og ræður og skýringar á Davíðs-
sálmum. Hebreskubækur voru til
á Hofi fram undir 1960.
Frú Sigríður dó a allrasálna-
messu 1920. Var hún jarðsungin i
Hofsreit í Möðruvallagarði, hjá
manni sínum, Ólafi syni þeirra og
yngri börnum þeirra hjóna, en
alls höfðu þau misst 7 börn ung,
bæði á Felli og í Möðruvallaklaust-
ursþingum.
Við fardaga 1905 tók síra tleir
Sæmundsson við nágrannaþjón-
ustu í prestakallinu. Helzt svo til
vors 1907, er síra Jón Þorsteins-
son kom í Möðruvelli, fyrstur stað
arpresta i nýjum sið. Þjónaði síra
Jón svo Möðruvölium og Glæsi-
bæ til vors 1928.
Mikil umskipti voru nu orðin
á staðnum, skólinn farinn eftir
brunann, sem fyrr er getið, hinn
gamli grunnur klauslursins enn
opinn eftir bruna. Fyrst er getið
um bruna í þennan grunn 1316,
síðan 1823, stofa Steíans Þórarins-
s-onar, 1874, Friðriksgáfa, og loks
1902, skólahúsið.
Síra Jón Þorsteinsson var fædd-
ur á Hálsi í Fnjóskadal 22. apríl
1849, son síra Þorsteins Pálssonar
og frú Valgerðar Jónsdottur prests
í Reykjahlíð og Kirkjubæ í Hróars-
tungu Þorsteinssonar. V^rð stú-
dent 1869 ag prestaskólakandidat
4 árum síðar. Var þá sira Þor-
steinn faðir hans nýlátinn. Þennan
vetur hafði Jón ' guðfræðinemi
kvænzt Helgu dóttur Kristjáns
Möllers gestgjafa í Re'*iavik. Vet-
urinn 1873—1874 voru þau heima
á Hálsi, þótt nýr prestur væri
kominn þar, síra Stefán Árnason,
sem áður getur á Kvíabekk. en
vorið 1874 vígðist kandidat Jón
Þorsteinsson til Mývatnsþinga.
Voru þau hjón þar að brauði afa
síra Jóns í 3 vetur, en hurfu þá
að Húsavíkurbrauði, tæp 2 ár þar,
en fengu Lundarbrekku 1879,*
bjuggu á Halldórsstöðum. Þaðan
vék síra Jón 1898 og hvarf út á
Sauðanes, embættislaus, en frú
Hólmfríður, kona síra Arnljóts,
var systir síra Jóns. Á útmánuðum
1899 er síra Jón settur aðstoðar-
prestur mágs síns á Sauðanesi og
hélzt svo til 1906, er hann fékk
veitingu fyrir Skeggjastöðum á
Langanesströnd. Þaðan svo aftur
í fardögum 1907 að Möðruvöllum.
Er hér var komið voru þau hjón
bæði nær sextugu. Höfðu lengst af
verið í sambýli eða setið í búi ann-
arra. Hófu því ekki búskap á
Möðruvöllum, en fengu íbúð i
hluta hins stóra staðarhúss frá dög
um skólans urðu þau því svo lít-
ið fyrir öðrum á staðnum, sem
frekast var unnt. Segir ekki gerr
af því hér. En vinsæ’da nutu þau
hjón í báðum sóknum 03 áttu
goða vini á Akureyri. Þá voru þau
í frændsemi við prastshjónin á
Bægisá, en frú Jóbaana Gunnars-
dóttir var systurdóítir sira Jóns.
Einn son áttu þau Möðvuvaliahjón,
Kristján Ludvig fæddur 1873, bók
bindari og síðar verksmiðjustarfs-
maður í Harðangri. Fru Helga lézt
1926, áður en sumarblómin föln-
uðu og síra Jón snemma vars
1930, þá hjá Helgu sonardóttur
sinni á Hjalteyri. Legstaður þeirra
hjóna er austur frá kirkju á Möðru
völlum og smekklega girtur og
prýddur legsteini, sem sóknarbórn
in reistu.
Næstu presthjón á Möðruvöllum
voru foreldrar mínir, síra Sigurð-
ur Stefánsson og frú María Ágústs
dóttir. Þau komu á staðinn vorið
1928, ung skólasystkin úr Reykja-
vík með fagra drauma og glæst
áform, en hurfu þaðan aftur haus-t
ið 1966 eftir 38 ára veru í Novð-
urlandi, að vísu með merka st.arfs-
sögu að baki, frábæra í uppbygg-
ingu staðarins og ræktun jarðar-
innar og einstaka um hina kirkju-
Iegu þjónustu, en þó með brostn-
ar vonir og horfinn lífsþrótt
Það þarf sjálfsagt ekki að gera
ráð fyrir því að önnur biskups-
hjón verði flæmd burt frá Möðru-
völlum í Hörgárdal á þessari öld
eða u-m næstu mannsaldra.
Staðurinn er í álögum. Þess
vegna varð hundrað ára afmælis-
hátíð Möðruvallaklausturskirkju
engin hátíð „aðeins fásótt, mis-
lukkuð prestasýning", eins og gam
all og reyndur bóndi i sókninni
orðaði það í haust.
Lausn
46. krossgátu
JOLAHUGLEIÐING
Framhald af 1110. síðu.
það svo frúartitillinn, sem er kon-
unni vörn og hlíf. Þær konur,
sem hann bera, njóta meiri virð-
ingar þjóðfélagsins, hversu latar
og leiðinlegar, sem þær kunna að
vera, heldur en einstæðar mæð-
ur, sem berjasf við að koma barna
hópum til manns, eftir að faðir-
inn hefur gefizt upp. Uppeldis-
vandi hinna einstæðu mæðra létt-
ist ekki við það, að venjulega hafa
-þær naum fjárráð, gjalda gamalla
fordóma hjá ættingjum og um-
hverfi, skortir hjálp með börnin.
Það væri æskilegt, að við hvern
barnaskóla væri dagdeild, þar sem
börnin gætu dvalið við lestur eða
föndur utan skóla, ef móðirin
þyrfti að afla tekna eða biátt
áfram að halda sér andiega vak-
andi með því að skipta um um-
hverfi og hitta annað fullorðið
fólik nokkra tíma á dag.
Það er nógu erfitt fyrir bórn-
in, að alast upp hjá móður sinni
einni, þótt móðirin sé ekki ein-
rænn, útskúfaður vesaiingur,
hrjáður af minnimáttarkennd.
Minnimáttarkennd gagnvart okk
ur, sem erum gift og stöndum
saman. Okkur, sem erum rík. en
þó svo nízk. Við eigum bvert ann-
að og höfum bað gott, og svo
verða aðrir að bjarga sér. Ekki
fékk María mey inm i gistihúsinu.
Hún ól barn sitt í jötu. Og lán-
aðist ágætlega. Ei.istæðar mæður
hafa þó íbúðir nú til dags. Líð-
ur þeim ekki alveg prýðilega?
Eða hvað?
Inga.
¥ó. s £. G. s í s
□33 ■2_ fl T R U L. L L k.
israa á Rj fl
sqq L fl N a s L'i F
\ fl T ii ioj V
\ X L 13 s;
jv 2 { ' V H « Rl » :
l\ 71 E t 4 \ 1 & vj O
\jN \j I V 5 N m \ H 7 K fí L !
\JN fl 9 fl Í7 g! íii if! fl N S M i; E
a N Nl ffll \ K Æ: R T fí u
\R I N! N T \ M ~o r s Hl i
N° É & n n! £ ul t7i I N S F 7 gT
\T 0 tr V fli \ 1 71 X S fí L \ 7
löiaCiHHfiSíaaHÍ3S5í2EIE2a«
\ ÍL. u Ni N! X V 11 Si U Nl Di BS E m
\ dl ‘fl’ N x> fl KI T1 § 7 S Ki S 11
\ 0] §j fl! 17 K fll N L ul T' ö M!
V Fj l1 í n1 n! fl jý Fu E F fl Li T1 D
\ yl L! r. 1S1 W L! F s Ð! I í Ðl \
s fí T 3 ■01 MRÍ s fll fí Ðl F R IK.
1126
T t U ( N N — SUNNUDAGSBLAÐ