Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 26.05.1968, Page 3
Stundum reikar gaupan langar leiSir, en snýr þó jafnan aftur til heimkynna sinna. Ekki verður gaupan kölluð mannskaeð, en þó eru þess deemi, að hún hafi ráðizt á menn, sem gerðust nærgöngulir við afkvaemi hennar. Hún er sólgin í héra. Heyrnln er svo skörp, að hún skynjar minnsta skrjáf. Þegar hún hefur komizt að raun um, hvar bráðin er, læðist hún naer og stekkur að lokum á hana. Misheppnist árásin, kemst hlaupa- gikkur á borð við héra undan á flótta, því að fijótt dregur af gaup- unni. Hún verður því að beita kaensku og leggjast í launsátur. Á uppdraettinum sjáum við, hvað gaupa gerir, ef hún missir af héra. Hún snýr við, athugar staðhaetti og ályktar, hvaða leið héri á flótta muni velja sér — og bíður þar. Gaupan hefur stundum verið kölluð tigrisdýr Norður- landa. Hún er mjög vör um sig og sést sjaldan. Um skeið lá naerri, að gaupustofninn norræni yrði aldauða, og enn eru dýrin mjög fá, þrátt fyrir ofuriitla fjölgun. Gaupan fer einförum við veiðar, nema hvað makarnir fylgjast að um fengitímann. Hún étur einungis af bráðinni, en grefur afganginn. Hremml hún tófu, stýfur hún af henni skottið og skilur það eftir. Verði gaupa þess áskynja, að henni er veitt eftirför, reynir hún að villa um fyrir óvininum. Hún þræðir sín eigin spor, tekur mikil hliðarstökk og ieitar hvers konar þvílíkra bragða til undankomu. Þær gaupur, sem enn þrauka, halda sig hærra til fjalla en áður. Þar gera þær usla í hreindýrahjörðum. Þær stökkva upp á bakið á hreindýrunum og láta þau hlaupa með sig, unz þær geta ráðið niðurlögum þeirra. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 38)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.